Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 24
 - Íþróttir24 Mosfellingarnir Arnór Gauti Ragnarsson og Axel Óskar Andrésson léku báðir í U21 landsliði Íslands sem á dögunum spilaði þrjá æfingaleiki. Liðið spilaði tvo leiki við Georgíu og einn við Saudi- Arabíu en sá leikur var spil- aður á Ítalíu. Arnór Gauti og Axel Óskar skoruðu báðir sín fyrstu mörk fyrir U21 en þeir eru uppaldir hjá Aftureldingu og léku saman upp alla yngri flokkana. Í dag spilar Arnór Gauti með ÍBV í Pepsideildinni og Axel Óskar með enska félagsliðinu Reading. Mikk Pinnonen og á Ernir Hrafn Arnarson hafa skrifað undir nýjan samning til eins árs við handknattleiksdeild Aftureldingar. Þessir öflugu leikmenn eru lykilmenn í sterku liði Aftureldingar og er mikill feng- ur að halda þeim næsta vetur í Mosfells- bænum. Mikk kom til liðs við Aftureldingu í byrj- un árs 2016 og er einn öflugasti sóknar- maðurinn í Olísdeildinni. Ernir Hrafn sneri til baka úr atvinnu- mennsku í Þýsklandi síðastliðið sumar og byrjaði að leika með sínu uppeldisfé- lagi Aftureldingu í janúar síðastliðinn og er hann mjög öflugur leikmaður í vörn og sókn. Það verður gaman að fylgjast með þessum sterku leikmönnum í úrslitakeppn- inni sem hefst á mánudaginn og jafnframt á næsta tímabili. Þá hefur Mosfellingurinn Einar Ingi Hrafnsson ákveðið að leika með uppeld- isfélaginu sínu á næsta tímabili. Einar Ingi er öflugur línumaður sem leikið hefur í Noregi síð- ustu fjögur árin. Úrslitakeppnin hefst á mánudaginn Lokaumferð Olís- deildarinnar fór fram á þriðjudag og hafnaði Afturelding í 4. sæti. Liðið mætir Selfoss í 8-liða úrslitum Ís- landsmótsins og fer fyrsti leikur fram að Varmá á mánudag kl. 20. Leikur númer 2 fer fram á Selfossi á miðvikudag kl. 19:30 og ef til oddaleiks kemur þá verður hann leik- inn í Mosfellsbæ laugardaginn 15. apríl. Mosfellingar eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja strákana í baráttunni sem fram undan er. LykiLmenn framLengja Afturelding hefur samið við Erni Hrafn og Mikk Pinnonen ernir og mikk ásamt ásgeiri formanni meistaraflokksráðs Einar Ingi Hrafsson 18 einstaklingar heiðraðir á aðalfundi Aftureldingar Dagný áfram formaður Aðalfundur Ungmennafélags Aftureldingar fór fram fimmtudaginn 30. mars. Dagný Kristinsdóttir var endurkjörin formaður en hún tók við formennsku fyrir tveimur árum. Breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Einar Grétarsson og Ólafur Thor- oddsen gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Kjartan Reinholdsson og Sigurður Rúnar Magnússon koma inn í í þeirra stað. Hefð er fyrir því að veitt séu viðurkenn- ingar fyrir störf í þágu félagsins. Alls hlutu 18 einstaklingar brons- eða silfurmerki Aftureldingar í ár. Framlag þessara ein- staklinga til Aftureldingar er ómentanlegt. Ljóst er að án sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda úti því frábæra starfi sem deildir félagsins inna af hendi á ári hverju. Eftirtaldir einstaklingar voru heiðraðir á aðalfundinum: Brons: Guðmundur Birgisson handbolti, Sigurjón Gunnlaugsson handbolti, Alma Ragnarsdóttir karate, Anna Olsen karate. Úr þorrablótsnefnd hlutu brons: Ása Dag- ný Gunnarsdóttir, Bylgja Bára Bragadóttir, Helga Sævarsdóttir, Jón Smári Pétursson, Oddný Þóra Logadóttir, Svanþór Einars- son, Thelma Dögg Haraldsdóttir og Vilborg Jónsdóttir. Silfur: Þórey Björg Einarsdóttir blak, Steinn Guðni Einarsson blak, Helena Sveinbjarnardóttir handbolti, Ingimund- ur Helgason handbolti, Leifur Guðjónsson handbolti, Arnar Þór Björgvinsson karate, Valdimar Leó Friðriksson aðalstjórn. silfurmerkishafar aftureldingar Sannkölluð bikarhelgi er framundan í blak- inu en bæði úrvalsdeildarlið Aftureldingar í blaki munu leika í undanúrslitum á föstu- daginn 7. apríl. Stelpurnar eiga titil að verja en þetta er í fyrsta skipti sem strákarnir komast í Laugardalshöllina. Stelpurnar leika gegn Þrótti Nes. kl. 14 á föstudag og Strákarnir spila gegn Vestra Ísafirði kl. 20. Markmið beggja liða er að leika til úrslita en úrslitaleikirnir fara fram á sunnudegin- um í Laugardalshöll. Það er því mikilvæg helgi framundan hjá blakdeildinni og því er stuðningur Mosfellinga og Afturelding- arfólks gífurlega mikilvægur. Miðasala á úr- slitahelgina er í fullum gangi og hægt er að nálgast miða í afgreiðslunni í íþróttamið- stöðinni að Varmá. Úrslitaleikirnir á sunnudaginn í Laugar- dalshöllinni hefjast með úrslitaleik karla kl. 14:00 og konurnar leika síðan kl. 16:00. Íslandsmeistaratitill kvenna í húfi Úrvalsdeildarlið kvenna er búið að tryggja sér réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir öruggan sigur á Þrótti Neskaupsstað í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn sem var leikinn að Varmá vannst örugglega 3-0 og seinni leikinn í Neskaups- stað unnu stelpurnar 3-1. Úrslitakeppnin hefst þann 19. apríl og leika stelpurnar við HK, en þessi lið hafa verið í sérflokki í deildinni í vetur. Fyrsti leikurinn fer fram í Fagralundi en fyrsti heimaleikur Aftureldingar er 21. apríl. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum og alveg ljóst að úrslitarimman verður jöfn og spennandi eins og leikirnir í vetur. Kjörísbikarinn fer fram í Laugardalshöll um helgina Bæði karla- og kvennalið aftureldingar í úrslitum strákarnir leika í höllinni í fyrsta skipti stelpurnar eiga titil að verja Skoruðu báðir með U21 Axel Óskar og Arnór Gauti axel óskar og arnór gauti á skotskónum í georgíu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.