Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 26
 - Skógræktarfélag Mosfellsbæjar - www.skogmos.net26 FréttabréF Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 30. tölublað • apríl 2017 AðAlfundur Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2017 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 10. apríl kl. 20.00. dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf 2. Önnur mál 3. Erindi. Bjarni Diðrik Sigurðsson: Vatnið og skógurinn. Þar ræðir hann um eitt mikilvægasta umhverfismál samtímans sem eru vatnsmálin og fjallar um mikilvægi skógarins í því samhengi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar verða á staðnum. Skógar félagsins Frá stofnun félagsins hafa verið gróðursettar um 1,4 milljónir plantna. Fyrsta plöntun félagsins var kringum Hlégarð vorið 1956. Fljótlega fékk félagið reit í Hamra- hlíðinni. Árið 1990 hófst hið svokallaða Landgræðsluátak en þá fóru skógræktarfélögin að fá plöntur án endurgjalds, en við það jókst útplöntun félagsins til muna. Gerðir voru samningar bæði við bæjarfélagið og einkaaðila um land til skógræktar. Síðan þá er búið að klæða mörg fellin og myndar það hluta af hinum Græna trefli sem umlykja á allt höfuðborgarsvæðið. Í dag er ekki lögð eins mikil áhersla á að gróðursetja nýskóg heldur hefur þörfin á umhirðu skógarins aukist eftir því sem skógarnir hafa vaxið og dafnað. Mikil þörf er á grisjun skóganna og gerð göngustíga til að hægt sé að nota þá til útivistar. Svæði sem félagið hefur plantað í eru: Hamrahlíð, Þor- móðsdalur, Úlfarsfell, Lágafell, Reykjahvolshlíð, Helga- fell að norðan, Norður Reykir, Æsustaðhlíð, Varmaland, Háaleiti og Langihryggur. Ár hvert er haldinn fræðslufundur í samráði við Mos- fellsbæ, en hann hefur verið í byrjun maí. Í byrjun júní er vinnukvöld félagsins. Árleg skógarganga er um miðjan júní. Hægt er að fylgjast með á síðu félagsins www.skogmos.net Til félagsmanna og nýrra félaga Afsláttarkort fyrir 2017-2018 eru komin og verða afhent skuldlausum félögum á aðalfundinum eða send heim eftir aðal- fund. Nýir félagar geta gengið í félagið á fundinum, en einnig í gegnum heimasíðu félagsins www.skogmos.net eða senda póst á skogmos@internet.is. Þá er í gangi netfangaleikur Laufblaðs- ins. Allir félagar í skógræktarfélögum sem skráðir eru með netfang fara í pott í leiknum og þann 15. maí verða svo þrír heppnir félagar dregnir út í leiknum og fá gjafakort að verðmæti 7.500 kr. Um Skógræktarfélag Mosfellsbæjar Skógræktarfélag Mosfellssveitar síðar Mosfellsbæjar var stofnað 20. maí 1955. Stofnfélagar voru 88 og þrjú félagasam- tök gerðust meðlimir: Ungmennafélagið Afturelding, Kvenfélag Lágafellssóknar og Skógræktarfélag kvenskáta við Hafravatn. Fyrsti formaður félagsins var Guðjón Hjartarson á Álafossi. Fyrst var félagið hluti af Skógræktarfélagi Kjósarsýslu en varð síðan sjálfstætt félag til þess að geta átt beina aðild að Skógræktarfélagi Íslands. Núverandi formaður er Kristín Davíðsdóttir. Hamrahlíð - útivistarskógur og jólatrjáasala Hamrahlíðin er stærsti skógarreitur félagsins. Gerðir hafa verið göngustígar í hlíðinni og sameinast þeir samgöngustígnum sem lagður var gegnum Hamrahlíðina og er mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Mikið er um að fólk gangi sér til skemmtunar í skóginum enda er alltaf gott veður í skóginum. Jólatrjáasala félagsins hefur verið í Hamrahlíð frá árinu 1983 og hefur afraksturinn verið nýttur til þess að bæta og fegra skóginn. Einnig hefur verið tekið á móti hópum sem vilja koma og höggva sín eigin tré í Æsustaðahlíðinni. Fólk velur sér íslensk jólatré í auknum mæli, enda er það að öllu leyti hagkvæmari og vistvænni kostur en að flytja inn tré langa leið svo ekki sé talað um óvistvæn plasttré. Félagið vill koma á framfæri þakk- læti til allra sem koma í skóginn og kaupa tré af Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. meltúnsreitur við teigahverfi Meltúnsreitur - náttúrugarður í uppbyggingu Þegar skógræktarfélagið varð 60 ára var ákveðið að gera Meltúnsreitinn að náttúrugarði en þar hafði félagið verið með aðstöðu til uppeldis á plöntum og geymslusvæði fyrir plöntur. Um var að ræða samstarf á milli skógræktarfélagsins og Mosfellsbæjar, en gerð var þriggja ára áætlun þar sem svæðið var skipulagt og hófust framkvæmdir sumarið 2015. Byrjað var á því að gróðursetja skrautrunna, ásamt því að grisja gamlan víði og illa farin tré. Flötin var sléttuð síðasta sumar og sett upp grill. Nú í sumar er lokaáfanginn og þá verða gerðir bekkir og borð og sett upp leiktæki. Þetta verður góð viðbót við önnur útivistarsvæði bæjarins. unnið í meltúnsreit árið 1992 fyrsta gróðursetning í lágafelli 19. maí árið 1990 skógi vaxið lágafell í dag hamrahlíð 1954 hamrahlíð 2017 Heimili ykkar geta nú fengið hraðasta internet á Íslandi með ljósleiðara frá Hringdu. Hægt er að ganga frá pöntun á hringdu.is eða í síma 537-7000 Aðaltún, Akurholt, Arkarholt, Álmholt, Ásholt Þverholt, Barrholt, Bergholt, Bjartahlíð, Blikahöfði, Brattahlíð, Brattholt, Byggðarholt, Dvergholt, Fálkahöfði, Flugumýri, Grænamýri, Hamratún, Háholt, Hjallahlíð,Hlíðartún, Hulduhlíð, Klapparhlíð, Lágholt, Litlikriki, Lækjartún, Markholt, Miðholt, Melgerði, Njarðarholt, Rauðamýri, Skálahlíð, Skeljatangi og Þrastarhöfði. ÁRÍÐANDI TILKYNNING TIL ÍBÚA EFTIRFARANDI GATNA:

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.