Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu sumaropnun félagsstarfsins Opið verður alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga í júní. Lokað fyrstu vikuna í júlí, 3.-7. júlí. Opnum aftur 10. júlí.  Kærleikskveðja,Félagsstarfið Kvennahlaupsganga Eins og undanfarin ár verður farin sérstök kvennahlaupsganga frá Eirhömrum miðvikudaginn 14. júní kl. 14:00. Umsjón- armenn verða Alfa og Halla Karen. Bolirnir kosta 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 fyrir 12 ára og yngri. Þeir verða seldir á skrifstofu félagsstarfsins á Eirhömrum kl. 13:00-16:00 12. ,13. og 14. júní. Hvetjum sem flesta til að mæta, börn, barnabörn og fjölskyldur vel- komnar að labba með ömmu/mömmu. Heiðursmenn afhenda verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/göngu. atH Vegalengd verður miðuð við getu hvers þátttakanda Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. Kaffi verður selt að hlaupi loknu á 400 kr. í matsal. Vetrarstarfi Famos lokið Vetrarstarf Íþróttanefndar FaMos er nú lokið. Við þökkum öllum þátttakendum í vetur fyrir góðar stundir. Lokaverkefni vorsins var keppni í Ringó á Hvolsvelli 21. maí sl. Þar vann fjögurra manna sveit Ringó félaga úr FaMos til silfurverðlauna. Við viljum minna á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði 23. – 25. júní 2017. Hittumst hress og kát í haust þar sem starfið verður kynnt í ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Við tökum vel á móti nýjum félögum í íþróttastarfið. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Björgvinsbelti komið við Meðalfellsvatn Björgunarsveitin Kjölur afhenti á dögunum Kjósverjum Björg- vinsbelti til uppsetningar við Meðalfellsvatn. Sjóvá, Vegagerðin og Slysavarnafélagið Landsbjörg koma að dreifingu og uppsetningu beltanna til þess að auka öryggi við sjó og vötn. Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli, umkringt sumar- húsabyggð og vinsælt til veiða og útivistar. Vatnið er jökulsorfin dæld og mesta dýpi um 19 metrar. Á myndinni tekur Guðný Ívarsdóttir við Björgvinsbeltinu fyrir hönd hreppsnefndar. Beltinu verður fundinn staður við Sandsá, þar sem áin rennur í Meðalfellsvatn. Útsendingar um ör­ bylgjuloftnet hætta Vodafone mun í júnímánuði loka endurvarpsstöðvum sem til þessa hafa dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Breytingin kemur til að kröfu Póst- og fjarskipta- stofnunar. Þeir sem sjá stöðvarnar RÚV+ eða Hringbraut í gegnum Digital Ísland myndlykil þurfa að gera ráðstafanir sem fyrst. Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarps- útsendingar um örbylgjuloftnet. Slökkt verður í Mosfellsbæ mánu- daginn 19. júní. Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsár- angur: Arnar Franz Baldvinsson fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í kvik- myndafræði og Valgeir Bjarni Hafdal fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfisfræði. Fyrir góðan árangur í sálfræði fékk Björn Bjarnarson viður- kenningu. Fyrir góðan árangur í dönsku, ís- lensku, spænsku, og náttúrufræði fékk Kristján Davíð Sigurjónsson viður- kenningar. Viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku og íslensku fékk Rakel Anna Óskarsdóttir. Mosfellsbær veitti jafnframt Kristjáni Davíð viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Útskriftvor2017.Efsta röð frá vinstri:GesturÓlafurIngvarsson,KristjánDavíðSigurjónsson,StefánFannarJónsson,BerglindSaraBjörnsdóttir,ÁrniValur Þorsteinsson,RúnarSindriÞorsteinsson,BenediktSvavarsson,DavíðSigurjónsson,AntonÞórSævarsson,AndreaÓskFinnsdóttirogRakelAnnaÓskars- dóttir.Miðröð frá vinstri: ArnarFranzBaldvinsson,BrynhildurSigurðardóttir,LáraBjörkJónsdóttir,FreyjaLindHilmarsdóttir,VölundurÍsarGuðmundsson, EggertSmáriÞorgeirsson,KristínDísGísladóttir,SandraRósJónasdóttir,MagneaÁsaMagnúsdóttir,MargrétPhuongMyDuogÁrsólÞöllGuðmundsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: GuðrúnGuðjónsdóttiraðstoðarskólameistari,GeirGunnarGeirsson,SigursteinnBirgisson,BrynhildurÞórðardóttir,KarenSunna Atladóttir,BryndísSigurðardóttir,ÁsgerðurElínMagnúsdóttir,ValgeirBjarnihafdal,HafþórAriGíslason,AlídaSvavarsdóttirogGuðbjörgAðalbergsdóttir skólameistari.Ámyndinavantar:BjörnBjarnarsonogHallHermannssonAspar. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hélt útskriftarhátíð • Kristján Davíð með hæstu einkunn 33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum Kristján Davíð er Dúx fmos

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.