Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Klara Pétursdóttir Knoche er svo sannarlega alvöru Mosfellingur! Hún fæddist þann 18. mars á heimilinu okkar að Stórateigi 35. Hún var 53 cm og 3.920 grömm. Foreldrar hennar Pétur Ásgeirsson og Katharina Knoche, ásamt eldri systkinum Pálu (9) og Ágústi (6), eru alsæl yfir þessari litlu prinsessu. það er Comið sumar ? Þá erum við stödd hér aftur, enn og af t- ur á þessum yndislegu tímamótum. Þa ð er komið sumar. Já, ég ætla að halda þ ví fram hér á síðum Mosfellings að ÞAÐ SÉ komið sumar og hana nú. Ég spái því að júní-, júlí- og ágústhretið með næturfrosti og snjókomu láti standa á sér í ár, svo öruggur er ég. Sá gamli (ég ) er meira að segja búinn að slá og fá eit t móðursýkiskast við að koma helvítis trampólíninu upp. Að setja svona dras l saman er ekki minn tebolli, ég tala nú ekki um þegar maður er með 10 þuma l- putta eins og ég, þá hlakka ég til þessa ra vorverka álíka mikið og að þurfa fara til tannlæknis eða í verslunarferð með konunni í Kringluna. En þetta sumar, gott fólk, verður skráð í sögubækurnar „Sumarið 2017 !“ Það verður ekki bara í sögubókum fyr ir þær sakir að íslenska kvennalandsliði ð verður Evrópumeistari í fótbolta (sem vonandi verður) eða að Ísland vinni Króata á Laugardalsvelli 5-0 þann 11. júní (sem ég einnig vona, en sætti mig við 1-0). Nú eða að Afturelding og Hvít i Riddarinn fari upp um deild í sumar (og ég hef öruggar heimildir fyrir því að það muni gerast) Nei, þetta sumar fer í í sögubækurnar fyrir þær sakir að hér opnaði Costco. Á klakann mættu sólbrúnir Bretar og Ameríkanar með skottið fullt af vörum og drasli til að selja sveitavarginum á gjafverði. Svo ódýrt mun allt draslið verða að við erum tilbúin að borga 4.800 á ári bara til þess að fá inngöngu í húsið til að versla. En nú brá Kananum, Íslend- ingurinn mætti með veskið fullt af peningum, aukaheimild á kortinu og yfirdrátturinn hefur ekki farið svona hátt síðan 2007. Röðin af bílum og fólk i náði nánast upp á Akranes og við tóku m okkur til og tæmdum sjoppuna á fyrst u dögum opnunar. Meira að segja bangs - ar á stærð við vörubíla sáust í eftirdrag i út um alla borg. Meira að segja 400 þú s- und króna gíraffinn sem var í búðinni er kominn upp í Hlíðar og einhver situ r heima grátandi yfir því að hafa hugsað málið og ráðfært sig við konuna hvort þetta væru kjarakaup... nei, hann er uppseldur. Olíufélögin höfðu sko ekki áhyggjur af þessari búllu enda hafa þe ir haldið því fram í mörg ár að það sé ek ki hægt að lækka lítrann... Svo mætti Costco og... in your face... lengi lifi samkeppnin. Högni Snær KLiDDi.BLOg.iS Kjúklingabringur með parmaskinku og mozzarellaosti Í eldhúsinu Edda Rún Knútsdóttir og Ísleifur Örn Sigurðsson deila hér með okkur ljúffengri kjúklingaupp- skrift sem er vinsæl á þeirra heimili. Hráefni: • 4 stk kjúklinga- bringur • 4 sneiðar parmaskinka • 1 kúla mozzarellaost- ur (skorin í 4 sneiðar) • maldon salt • pipar • 2 stk egg • hveiti • ljóst brauðrasp • 1 stk sítróna • ólífuolía • 50 gr. smjör Skerið vasa í bringurnar. Vefjið einni sneið af skinku utan um einn ostbita og fyllið bringurnar. Veltið bringunum upp úr hveiti, síðan pískuðum eggjum og að lokum raspi. Bræðið smjör á pönnu ásamt ólífuolíu og brúnið kjúklingabringurnar við meðalhita þar til þær eru gylltar. Kryddið með salti og pipar og setjið í 180 C heitan ofn í um 12 mínútur. Kreistið sítrónusafa yfir. Kartöflusalat: • 10-15 stk. kart- öflur • lítil dós majónes • 3/4 rauðlaukur • 1 stk rauð paprika • súrar gúrkur (magn eftir smekk) Sjóðið kartöflur, kælið og afhýðið. Skerið því næst kartöflur, rauðlauk, papriku og súrar gúrkur í hentuga bita og blandið majónes- inu saman við. Mjög gott að hafa ferskt salat með! hjá Eddu Rún og ÍslEi fi Edda Rún og Ísleifur skora á Jönu og Magga að deila næstu uppskrift með Mosfellingum - Heyrst hefur...28 hEyRst hEfuR... ...að Addi og Gerða séu búin að selja Álafossbúðina í Kvosinni og nýir rekstraraðilar teknir við. ...að til standi að halda fjallahjóla- keppni í upphafi bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. ...að Kristján Davíð hafi dúxað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. ...að Mugison ætli að vera með tónleika í Lágafellskirkju sunnu- dagskvöldið 30. júlí. ...Sálin verði með þjóðhátíðarball í Hlégarði að kvöldi 17. júní. ...að sr. Kristín Pálsdóttir muni leysa sr. Ragnheiði af hólmi þegar hún fer í leyfi næsta vetur en Kristín hefur áður leyst af í Mosfellsprestakalli. ...að vellauðug fjölskylda frá Singapúr sé búin að kaupa jörðina Þúfu í Kjós og hyggur þar á hótelrekstur. ...að síminn hennar Ásu í íþróttahús- inu hafi sprungið nánast í höndunum á henni. Hún þurfti að slökkva eldinn í batteríinu með eldvarnarteppi. ...að Nova standi fyrir rapptónleikum á Esjunni í kvöld. ...að leikfélagið í samstarfi við tónlistarskólann sé að undirbúa sýningu vetrarins sem byggð verður á tónlist Ellu Fitzgerald. ...að 271 tillaga hafi borist um nafn á nýrri íþróttamiðstöð golfklúbbsins. ...að brúðusýningin Á eigin fótum í uppfærslu Agnesar Wild og systr- anna Sigrúnar og Evu Bjargar Harðar sé tilnefnd til Grímunnar. ...að íbúafjöldi í Mosfellsbæ sé alveg að detta í 10.000 manns. ...að á lokahófi handboltastelpnanna hafi Þóra María verið valin efnilegust og Jónína Líf best. ...að uppselt sé í Liverpoolskólann sem fram fer á Tungubökkum í næstu viku og biðlistinn orðinn langur. ...að brotist hafi verið inn hjá Bubba í Kjósinni en þýfið hefur mestallt skilað sér til baka. ...að búið sé að opna tjaldsvæðið við gagnfræðaskólann. ...að Rúnar kokkur hafi handleggs- brotnað í Blálónsþrautinni um helgina en kláraði samt síðustu 30 kílómetrana handleggsbrotinn. ...að hið árlega Álafosshlaup fari fram mánudagskvöldið 12. júní. ...að stefnt sé að því að opna íþrótta- miðstöð golfklúbbsins á næstu dögum og með enn formlegri hætti um næstu mánaðarmót. ...að DV hafi verið að taka saman laun bæjarstjóra á landinu þar sem okkar maður í Mosó sé meðal þeirra sem slagi í laun forsætisráðherra. ...að stofutónleikaröðin á Gljúfrasteini sé hafin en á sunnudögum kl. 16 í allt sumar verður boðið upp á viðburði. ...að uppistand.is verði með uppistand á Hvíta Riddaranum að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní mosfellingur@mosfellingur.is Hrein upplifun Íslenskar froðusápur sem sótthreinsa og mýkja húðina Miana handsápur fást í verslunum og apótekum um land allt

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.