Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 20
 - Bókasafnsfréttir og skólahorn20 Nú er sumarið loksins komið og grunnskólarnir um það bil að ljúka störfum þennan veturinn. Fyrir okkur í Vinnuskólan- um þýðir þetta að nú förum við að taka á móti ungmennunum okkar í vinnu við ýmis mikilvæg verkefni innan bæjarmarkanna. Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefst í dag og þá má gera ráð fyrir að sjá unga fólkið okkar á götum úti að hreinsa og snyrta bæinn okkar. Margþætt mikilvægi skólans Vinnuskólinn er vinnustaður, Vinnu- skólinn er forvörn og Vinnuskólinn er skóli. Mikilvægi hans er því óumdeilt og margþætt. Þar taka margir sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum þar sem leitast er við að kenna meðal annars ný vinnu- brögð, hvað það þýðir að vera í vinnu, mikilvægi þess að mæta á réttum tíma, að vinna með öðrum, sýna öðrum tillits- semi og virðingu. Einnig hvaða réttindi og skyldur fylgja því að vera starfsmaður fyrirtækis. Sem launafólk læra þau á sín réttindi og skyldur, þau fá launaseðla, þau fá sína kaffi- og matartíma, sem oft þarf að taka úti undir berum himni, ekki í hlýrri kaffistofu eins og mörg okkar. Vinsamlega hafið í huga, þegar þið sjáið þau sitja sam- an í hóp að hlæja og skemmta sér, að þá eru góðar líkur á að þau hafi unnið sér þann tíma inn með góðri vinnu, eða er jafnvel eru þau í sínum lögbundna kaffi- eða matartíma. Fyrir stóran hluta af starfsmönnum Vinnuskólans er þetta fyrsta skiptið þeirra á vinnumarkaðinum. Sýnum þeim og störfum þeirra virðingu og tök- um vel á móti þeim. Bæjarfélagið á þeim heilmikið að þakka því að ekki bara fegra þau bæjar- félagið með sinni glaðværu, skemmti- legu og litríku tilveru heldur hjálpa þau okkur að halda því hreinu, fallegu og grænu og fyrir það ber að þakka. Njótið sumarsins. F.h. starfsmanna Vinnuskóla Mosfellsbæjar, Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar Mikilvægi Vinnuskólans SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Listasalur Mosfellsbæjar Litir eins og tónlist Sýning í Listasal Mosfellsbæjar á verkum Sigurðar Hauks Lúðvígssonar myndlistar- manns (1921-2006) hefur vakið verðskuld- aða athygli. Margir þeir eldri þekkja til hans og muna verkin hans, en fyrir þeim yngri er þetta ef til vill alveg nýtt og gluggi inn í verk eldri tíma. Sigurður var afkasta- mikill listamaður sem málaði með vatnslitum, acryl-málningu og olíu. Á sýningunni eru skiss- ur, myndir af útstilling- um og í sýningarskáp eru persónulegir mun- ir, penslar, málara- spjöld og postulínsverk. Á sýningunni eru líka tvær myndir sem hann málaði við ljóð Einars Benediktssonar; önnur þeirra við ljóðið Messan á Mosfelli. Sýningunni lýkur föstudaginn 16.júní. Bókasafn Mosfellsbæjar 9. bekkingar í heimsókn Föstudaginn 19. maí fengum við hressa og káta krakka í heimsókn í Bókasafnið. Þetta voru 9. bekkingar úr Lágafells- skóla og Varmárskóla sem komu til að hlusta á tvo þaulreynda og skemmtilega fyrirlesara sem ræddu við krakkana um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Stelpurnar mættu á undan og Kristín Tómasdóttir ræddi við þær. Síðan kom Bjarni Fritzson og spjallaði við strákana. Báðir hóparnir voru mjög áhugasam- ir og höfðu gaman af. Bæði Kristín og Bjarni hafa gefið út bækur fyrir stelpur og stráka, eins og til dæmis Stelpur: tíu skref að sterkari sjálfsmynd, Stelpur A – Ö: upplýsingabrunnur fyrir forvitnar stelpur, Öflugir strákar: árangur er engin tilviljun og Strákar: áhugamál, vinir, peningar, stelpur, fjölskyldan, útlitið og allt hitt. Listasalur Mosfellsbæjar Það sem er ósagt Sunnudaginn 25. júní klukkan 14-17 opn- ar Halla Birgisdóttir nýja sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýninguna kallar hún Það sem er ósagt og skapar í salnum frásagn- arrými þar sem hún veltir fyrir sér því sem er ósagt - því sem er lesið á milli lína - því sem er gefið í skyn - því sem er þagað um - því sem þarf ekki að segja upphátt – því sem við getum ekki sagt. Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands 2013. Hún hefur síðan þá haldið fjölmargar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um landið og erlendis. Bókasafn Mosfellsbæjar RafbókaútLán! Frá 1. júní tekur Bókasafn Mosfells- bæjar þátt í Rafbókasafni ásamt 13 öðrum almenningsbókasöfnum. Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Líkt og í öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis; bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn. Leiðbeiningar og upplýsingar eru á heimasíðu Bókasafnsins: www.bokmos.is /safnkostur/rafraent-efni/rafbokasafn Heilt bókasafn í vasanum Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safns- ins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. Vefslóð Rafbókasafnsins er www.rafbokasafnid.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.