Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 23
HREYSTINÁMSKEIÐ Hreystinámskeið Eldingar er fyrir krakka sem voru að klára 6. og 7. bekk og vilja fjölbreytta, skemmtilega og einstaklingsmiðaða þjálfun. Nánari upplýsingar gefur Halla Heimis, íþrótta- og lýðheilsufræðingur (halla@fmos.is) uSaIN bolT SpRETT- og lEIKjaNÁMSKEIÐ Frábært fyrir alla krakka 6-9 ára og 10-12 ára. Þetta er hefðbundið leikjanámskeið með áherslu á frjálsar íþróttir. Þjálfarar námskeiðsins eru m.a. Íslandsmeistarar og aldursflokkameistarar. 6-9 ára fyrir hádegi, frá kl.9:00 - 12:00, 10-12 ára eftir hádegi, frá kl.13:00 - 16:00. Skráning á netfanginu ingvijon77@gmail.com , Upplýsingar í síma 6664924. RITlISTaRNÁMSKEIÐ Ritlistarnámskeið fyrir 10-12 ára börn verður 8.-10. júní eftir hádegi fimmtudag og föstudag og fyrir hádegi laugardag. Námskeiðið verður í Bókasafninu. Gerður Kristný rithöfundur stýrir námskeiðinu. Boðið verður upp á hressingu, ávexti og ávaxtasafa. Námskeiðið er frítt. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að! Skráningarblað má sækja í afgreiðslu safnsins og skila því þangað sem fyrst. SuNdNÁMSKEIÐ Sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju. Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og Lágafellslaug fyrir börn fimm ára (fædd 2011) frá 8. – 21. júní. Nánari upplýsingar á heimasíðu Mosfellsbæjar og skráning í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754. SuMaRSMIÐjuR 10-12 ára (2004, 2005 og 2006) Þriðjudagar eru í Lágóbóli frá 10 – 14:30. Fimmtudagar eru í Varmábóli frá 10 – 14:30. Skráning á bolid@mos.is golfNÁMSKEIÐ Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Námskeiðin verða með nýju sniði en þau verða byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Skráning á námskeiðin hefst 1. maí á heimasíðu GM, www.golfmos.is. Nánari upplýsingar um námskeiðin í gegnum netfangið dg@golfmos.is SuMaRlEIKja- NÁMSKEIÐ ÍToM Íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar verður með námskeið fyrir nemendur í yngstu 4 bekkjum grunnskóla og einnig fyrir börn sem hefja skólagöngu á komandi hausti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á mos.is og í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566- 6754. Skráning hefst 2. maí. KNaTTSpYRNuSKólI Knattspyrnuskólinn verður haldinn á vegum Afturelding- ar. Meginmarkmið er að börn á aldrinum 7 til 15 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Sex námskeið verða í boði yfir sumarið. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar í gegnum netfangið bjarki@afturelding.is KöRfubolTaSKólI Körfuboltaskóli Aftureldingar og Subway. Leikjanámskeið fyrir 7 – 10 ára þar sem markmiðið er að hafa gaman með körfubolta í hönd. Sumaræfingar fyrir 10 – 12 ára þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaðar æfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar. Nánari upplýsingar og skráning á www.afturelding.is ÆvINTýRa- og úTIvISTaRNÁMSKEIÐ Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir námskeiðum sem tilvalin eru fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nánir upplýsingar á harpa@mosverjar.is og í síma 896-33455. Skráning fer fram á www.mosverjar.is/aevintyranamskeid lEIKglEÐI Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu leik- og tónlistarnámskeiðum í bæjarleikhúsinu í sumar. Í boði verða námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúa að leikhússtarfi. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði,www.leikgledi.is REIÐSKólI Reiðskóli Hestamenntar er í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ. Reiðnámskeið fyrir 6 – 14 ára hefst 12. júní til 18. ágúst. Stubbanámskeið fyrir 4 – 6 ára hefst 17. – 21. júlí. Nánari upplýsingar á hesta- mennt.is og í síma: 899-6972- Berglind. Skráningar eru sendar á netfangið hestamennt@hestamennt.is dREKaÆvINTýRI Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumar- námskeiðum fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára í sumar. Boðið verður upp á tvö tveggja vikna námskeið 12.-23. júní og 7.-19. ágúst. Frekari upplýsingar gefur Haukur í síma 776-4778 og í gegnum netfangið taekwondo@ afturelding.is SuMaRöNN Í fIMlEIKuM Fimleikadeild Aftureldingar býður upp á sumarönn í fimleikum. Námskeiðið er opið börnum frá 6 ára aldri og er engin krafa gerð um að börn hafi æft fimleika eða aðra íþrótt áður. Skráning fer fram á afturelding.felog.is. Nánari upplýsingar á www.afturelding.is/fimleikar eða á fimleikar@afturelding.is. SvEITaSÆlaN Á Hraðastöðum fer fram námskeið fyrir börn 6 ára og eldri. Markmiðið er að börnin læri að umgangast og hugsa um dýrin og njóta þess að vera í sveitinni. Nánari upplýsingar á facebook Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum eða hradastadir@simnet.is MYNdlISTaRSKólI Námskeiðin skiptast í aldurshópana 6-8 ára, 8-10 ára, 9-11 ára, 10-12 ára, 11-13 ára og unglingahópa Nánari upplýsingar á myndmos.is og myndmos@myndmos.is HaNdbolTaSKólI Er haldinn 8.- 11. ágúst og 14.- 18. ágúst. Börn fædd 2004 – 2010. Farið verður yfir sendingar, grip og skot, sóknar- og varnarleik og ýmsar tækniæfingar. Skipt verður í hópa eftir aldri. Handboltagestir koma í heimsókn. Skráning í sigrunmas@gmail.com SuMaRlESTuR Sumarlestur fyrir börn hefst 22. maí og stendur til 8. september. Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og auka þannig lesskilning og orðaforða. Skráning verður í afgreiðslu Bókasafnsins uKulElE ÆvINTýRI Ukulelenám fyrir byrjendur. Vikunámskeið fyrir börn 6 – 12 ára. Kennari er Berglind Björgúlfsdóttir, Álafossvegi 23, 3.hæð. Skemmtilegt ukulelenám á Álafoss, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Þegar veður leyfir verður farið í göngutúra í Reykjalundarskógi, spilað, sungið og borðað nesti. Skráning á ljomalind@gmail.com og í síma 660-7661 NáNari upplýsiNgar um NámskeiðiN á mos.is Frístundasvið í samvinnu við fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill benda foreldrum á að boðið er upp á stuðning fyrir börn og ungmenni með sérþarfir inn á öll sumarnámskeið og sumarvinnu sem í boði er í Mosfellsbæ. Oddrún Ýr Sigurðardóttir þroskaþjálfi hefur yfirumsjón með þeim stuðningi. Foreldrum þeirra barna er hefja skólagöngu í haust er sérstaklega bent á þetta úrræði sem stendur þeim og öllum öðrum grunnskólabörnum til boða. Oddrún Ýr er með netfangið oddrun@mos.is og veitir nánari upplýsingar. Afturelding tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í haust • Draumur að mæta þýsku toppliði Skref upp á við fyrir félagið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.