Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 22
Þóra María maður leiksins í Póllandi Handknattleikskonan efnilega Þóra María Sigurjónsdóttir hélt til Póllands ásamt U17 ára landsliði Íslands og spilaði tvo vináttulands- leiki við pólska landsliðið en það er tveimur styrkleikaflokkum fyrir ofan Ísland. Stelpurnar biðu lægri hlut í fyrri leiknum, töpuðu með 7 mörk- um en gerðu jafntefli í þeim seinni 27-27. Þóra María okkar átti frábær- an leik þegar þær gerðu jafnteflið og var valin besti leikmaður leiksins. - Íþróttir22 Ljóst er að meistaraflokkur Aftureldingar í handknattleik mun leika í EHF Evrópu- keppni félagsliða í haust. Í keppninni taka þátt bikarmeistarar auk annarra toppliða í hverju landi sem vinna sér inn þátttökurétt. Því er um að ræða sterka keppni með öllum bestu liðum Evrópu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og það eru allir klárir í slaginn,“ segir Ásgeir Sveinsson formaður meistaraflokksráðs Aft- ureldingar. Hvernig öðluðumst við þátttökurétt? „Við fáum keppnisrétt vegna þess að Afturelding lék í bikarúrslit- um gegn Val í vetur. Valsararar fóru með sigur af hólmi en urðu jafnframt Íslands- meistarar í vor og öðlast þannig rétt til að leika í keppni meistaraliða.“ Er þetta eitthvað í líkingu við Áskorenda- keppni Evrópu? „Nei, þetta er talsvert sterkari keppni en Valsararnir voru í um daginn.“ Fylgir þessu ekki mikill kostnaður? „Jú, kostnaðurinn er gríðarlegur, 2-3 milljónir á hverja umferð, sem fer svolít- ið eftir því hvar við lendum. Við ætlum að borga hluta af þessu og strákarnir í liðinu ætla að borga 75 þúsund á mann í hverja umferð. Svo verður farið í miklar fjár- aflanir. Við erum auðvitað ekkert atvinnumanna- lið en ætlum að láta þetta ganga upp. Til stóð að fara í æfingaferð til Danmerkur en við ætlum að taka slaginn um Evrópu í staðinn. Þetta er virkilega spennandi og þroskandi fyrir okkar unga og efnilega lið því hjá okkur eru margir ungir leikmenn sem stefna að atvinnumennsku.“ Hafa lið verið að nýta sér þátttökurétt í þessum keppnum? „Það er allur gangur á því en er að byrja aftur núna. Haukarnir hafa verið duglegir í gegnum tíðina. Þetta er rosalega spenn- andi dæmi. Ef við komumst í 2. umferð get- um við mætt toppliðum í Þýskalandi eða Skandinavíu sem væri algjör draumur.“ Skiptir þetta einhverju máli fyrir okkur? „Já, þetta hefur mikla þýðingu og er stórt skref upp á við fyrir félagið. Afturelding hefur tekið þátt í keppninni áður en það er orðið ansi langt síðan. Spil- að var við Drammen rétt fyrir aldamótin og Bjarki Sig var seldur þangað í kjölfarið.“ Hvenær hefst svo keppnin? „Það fer eftir því hvernig þetta raðast í styrkleikaflokka. Við gætum átt fyrsta leik í byrjun september.“ Afturelding tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í haust • Draumur að mæta þýsku toppliði Skref upp á við fyrir félagið Afturelding lék til úrslitA í cocA colA bikArnum Ásgeir Sveinsson form. mfl. ráðs. Blakkrakkarnir voru á ferðalagi um síðustu helgi þegar þeir fóru í æfingabúðir til Dan- merkur. Krakkarnir flugu til Billund og byrjuðu á því að skreppa í Legoland áður en þeir tóku þátt í æfingabúðum danska blaksambands- ins ásamt dönskum blökurum. Æfingabúðirnar stóðu í þrjá daga, eða yfir Hvítasunnuhelgina, og var krökkunum skipt upp eftir getu. Þetta er mikil lærdóms- helgi fyrir blakarana og koma þeir heim aft- ur fullir af áhuga. Í landsliðsverkefnum Auk þess stóð landsliðsfólkið okkar í ströngu en það er búið að vera á tveggja vikna keppnistörn. Fyrst í undankeppni HM, þar sem stelpurnar spiluðu í mjög sterkum riðli í Póllandi og strákarnir spil- uðu í Frakklandi við bestu þjóðir heims. Eftir það mót héldu bæði lið beint á Smá- þjóðaleikana í San Marínó. Kvennaliðið á eitt mót eftir í lok júní þar sem þær taka þátt í úrslitakeppni smáþjóða sem spiluð verður í Lúxemborg. Afturelding á þrjá fulltrúa í kvennaliði Íslands og einn í karlaliðinu. Karatedeild Aftureldingar átti þrjá kepp- endur á alþjóðlegu móti sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð í byrjun maí. Alls tóku 634 keppendur frá tólf lönd- um þátt á mótinu. Keppt var í barna-, unglinga- og fullorðinsflokki. Liðsmenn Aftureldingar, þeir Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrysson unnu allir til verðlauna á mótinu. Máni vann silfur í sínum flokki í einstakl- ings kumite og Þórður tók bronsverðlaun. Matthías tapaði naumlega í baráttu um brons í kumite cadet -70 kg og lenti í fimmta sæti. Í einstaklingskeppni í kata hlaut Þórð- ur brons en Matthías og Máni lentu þar í fimmta sæti í mjög sterkum riðli. Loks hlutu þeir félagar brons og bikar í hóp kumite eftir að hafa tapað fyrir geysi- sterku liði frá Noregi sem vann til gullverð- launa í liðakeppninni. Blakkrakkar í æfingaferð spenntir krAkkAr á flugvellinum Unnu til verðlauna á Gautaborg Open Afreksiðkendur í kArAte mAtthíAs, máni og Þórður Í hálfleik á Aftureld- ing – Tindastóll á dögunum fór fram vítakeppni 5. flokks Markverðir Hvíta riddarans, þeir Heiðar Númi Hrafnsson og Arnar Freyr Gestson, stóðu vaktina í ramm- anum en drengirnir á yngra og eldra ári skiptu sér á mörkin og tóku skot. Sigurvegari yngra árs var Gunnar Maack og sigurvegari eldra árs var Arnar Daði Jóhannesson. Hlutu þeir að launum verðlaun frá knatt- spyrnudeild sem Hugi Sævarsson vítaspyrnu- keppnisstjóri veitti þeim. Vítakóngar verðlaunaðir vítAskyttur mosfellsbær Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Þjálfarar frá Liverpool FC – Íslenskir aðs- toðarþjálfarar – Sér hópur fyrir markmenn Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi er fyrir stráka og stelpur í 3.-7. flokki (6-16 ára) Knattspyrnuskóli LiverpooL ppselt

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.