Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 Undirritaður hefur verið samstarfssamn- ingur Mosfellsbæjar og Specialisterne á Íslandi. Markmið Specialisterne er að auka at- vinnumöguleika einstaklinga á einhverfu- rófi. Einhverfa getur birst í mismunandi myndum og því er talað um einhverfuróf. Þessir einstaklingar þurfa að takast á við ýmsar áskoranir, t.d. færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum, færni í máli og tjáskiptum og áráttuhegðun. Margþættur ávinningur Starf Specialisterne felst í atvinnuþjálf- un, mati á vinnufærni og milligöngu um útvegun atvinnu fyrir þátttakendur. Ávinningur starfsins er margþættur og má þar nefna bætta líðan þátttakenda og aðstandenda þeirra. Aukna þekkingu á styrkleikum einstaklinga á einhverfurófi meðal atvinnurekenda ásamt þjóðfélags- legum ávinningi sem felst í því að þeir séu virkir á vinnumarkaði. Byggir á danskri fyrirmynd Starfsemi Specialisterne á Íslandi má rekja til ársins 2010 en hún byggir á danskri fyrirmynd. Þátttakendur í starfinu á Íslandi hafa verið um 100, um helmingur (38) þeirra hefur fengið vinnu eða stundar nám (10). Flestir sem hafa tekið þátt í starfinu eru á aldrinum 21-25 ára og þeir eru einnig flestir þeirra sem hafa fengið atvinnu eftir þátttöku í starfinu. Eintaklingar á einhverfurófi takast á við ýmsar áskoranir Markmiðið að auka atvinnumöguleika Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri Specialisterne við undir- ritun samstarfssamningsins. Að baki þeim standa Kristbjörg Hjaltadóttir, Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir og Unnur V. Ingólfsdóttir starfsmenn fjölskyldusviðs og Theódór Kristjánsson formaður fjölskyldunefndar. Helgina 28.-30. mars fór fram Hrollur – æv- intýraleg útivistaráskorun dróttskáta, skáta á aldrinum 13-15 ára. Hvað er Hrollur? - Það er útivistarkeppni sem er haldin við skátaskálann Hleiðru á Hafravatni og á svæðinu þar í kring. Mark- miðið er að þátttakendurnir safni stigum yfir helgina með því að keppa í hinum ýmsu þrautum og að keppni lokinni eru sigurliðin verðlaunuð með glæsilegum vinningum. Að þessu sinni voru það 25 hressir þátt- takendur sem mættu í roki og rigningu og gistu í tjöldum yfir helgina. 16 skátar lifðu af Á laugardagsmorguninn lagði fyrsta lið út í snjóinn og rokið klukkan 07:30 til að leysa pósta og lenda í ævintýrum. Hin liðin fylgdu síðan fljótt á eftir. Orðarugl, slúð- urgerð, fjallgöngur, súrringar úr spagettí, prjón án prjóna, bootcamp og #TanSelfie var á meðal þrautanna sem liðin þurftu að leysa á leiðinni til að safna stigum. Þegar krakkarnir mættu aftur upp í skála að göngu lokinni klukkan 17:00 kom í ljós að aðeins 16 skátar höfðu „lifað af“ laug- ardaginn. Það voru nefnilega 9 skátar sem „dóu“ á leiðinni. Ekki örvænta, að „deyja“ á Hrolli þýðir einfaldlega að gefast upp og fara heim... Það voru því aðeins fimm lið (í stað níu í byrjun keppninnar) sem fengu hamborgaraveislu að göngu lokinni og tóku þátt í sleikjukeppninni um kvöldið. Hvað ætli það sé? Í sleikjukeppninni fá liðin fimm mínútur til að sleikja upp for- ingjana og láta þeim líða sem best. Því betri sem sleikjan er, því fleiri stig. Herra Hrollur í Garðabæ Þegar búið var að ganga frá öllu á sunnu- dagsmorgninum var komið að óvæntu sunnudagskeppninni. Þar kepptust liðin um að vera fyrst til þess að leysa hinar ýmsu þrautir og fá sem flest stig. Í ár þurftu krakkarnir að elda súpu á prímus, róa á kajökum á Hafravatni og súrra þrífót – allan tímann klædd í björg- unarvesti. Að lokum var komið að verðlauna- afhendingunni. Í fyrsta sinn í sögu Hrolls fór Herra Hrollur, farandsverðlaunagripur- inn, ekki heim í Mosfellsbæinn heldur til liðsins Penguinsquad úr Víflum í Garðabæ. Mosverjaliðið Mammaþín lenti í 2. sæti og TF-stuð úr Kópum lentu í 3. sæti. Dróttskátar héldu Hroll fyrir krakka á aldrinum 13-15 ára Ævintýraleg útivistar­ áskorun við Hafravatn Búið að safna stigum í hinum ýmsu þrautum skátarnir klárir í Bátana Krikaskóli tekur þátt í Erasmus+ verkefni með skólum frá Wales, Svíþjóð og Finn- landi. Í maí fékk skólinn heimsókn 13 kennara frá þessum löndum sem dvöldu á Íslandi í viku. Markmið verkefnisins er að miðla þekkingu milli kennara og kynna hvert fyrir öðru það sem vel er gert í hverjum skóla. Gestirnir fengu að kynnast teymisvinnu, útikennslu og stærðfræði með ungum börnum í Krikaskóla. Þetta er einstakur hópur kennara í yngri barna kennslu sem hefur það að markmiði að efla sérfræði- þekkingu sína. Heimsóknin tókst sérstaklega vel og gestirnir höfðu á orði að Krikaskóli væri einstaklega glaðvær skóli (happy school), bæði börn og starfsmenn. Starfsfólk Krikaskóla hafði áður heimsótt Finnland fyrr í vetur og fékk þar kynningu á þemavinnu með leikrænni tjáningu. Næsti viðkomustaður er Svíþjóð þar sem unnið verður með stærðfræði og tæknimennt. Myndin er tekin í Krikaskóla er hluti starfsmanna eldaði íslenskan kvöldverð fyrir hópinn. Tóku á móti kennurum frá Wales, Svíþjóð og Finnlandi Krikaskóli tekur þátt í Erasmus+ verkefni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.