Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 18
Herdís Sigurjónsdóttir hefur frá unga aldri haft áhuga fyrir nær-umhverfi sínu. Hún er menntuð í lífeinda-, umhverfis- og auðlindafræðum og er reynslumikill ráðgjafi á sviði neyð- arstjórnunar vottað af Alþjóðasamtökum hamfarasérfræðinga IAEM. Herdís hefur einnig látið stjórnmál sig varða og sat í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í tæp 15 ár en baðst lausnar árið 2013. Herdís Sigurjónsdóttir fæddist í heima- húsi á Siglufirði 8. desember 1965. Foreldr- ar hennar eru þau Ásdís Magnea Gunn- laugsdóttir húsmóðir og alþýðulistakona og Sigurjón Jóhannsson skipstjóri. Sigurjón lést árið 2010. Herdís á þrjú systkini, þau Kristínu, Jó- hann og Sigurjón, en hann lést árið 1973. Léku sér á ruslahaugunum „Ég ólst upp á Siglufirði sem var í þá tíð ævintýri líkast fyrir krakka. Síldin var farin og eftir stóðu ónýtar bryggjur, verksmiðj- ur og braggar sem var gaman að leika sér í. Okkur þótti líka gaman að leika okkur á ruslahaugunum og segi ég nú oft í gríni að það sé þess vegna sem ég hef svona mikinn áhuga á úrgangsmálum í dag. Ég elskaði að vera í bústaðnum okkar við Miklavatn. Mamma var með okkur systkin- in þar öll sumur á meðan pabbi var á sjón- um, þarna lærði maður að lifa í núinu. Við fjölskyldan fluttum yfir á Raufarhöfn og þar bjuggum við í eitt ár. Pabbi starfaði sem skipstjóri á Rauðanúpi.“ Er enn smá pönkari í mér „Ég gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og fór svo í gagnfræðaskólann. Það var gaman í skólanum, skemmtilegast þótti mér í raun- greinum og listum. Haustið 1981 fór ég í Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði. Í skólanum var ná- inn hópur 100 nemanda og við vorum eins og fjölskylda, deildum sorg og gleði. Þarna eignaðist ég nokkra af mínum bestu og tryggustu vinum. Á þessum tíma var ég svart- hærð og burstaklippt og ég verð að játa að ég er enn smá pönkari í mér,“ segir Herdís og glottir. Vann á togara í Alaska Herdís flutti suður og fór í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifast þaðan vorið 1985. „Eftir stúdenspróf fór ég til Ameríku til að vera bróður mínum og mágkonu til halds og traust þar sem þau áttu von á frumburði sínum. Mér var síðan boðin vinna á togara og ég sló til og var á sjó í Alaska einn vetur en þar voru einnig nokkrir aðrir Íslending- ar við störf. Ég sótti um inngöngu í Tækniskólann áður en ég fór heim því mér hafði borist til eyrna að heima vantaði meinatækna svo mér fannst það tryggur kostur. Í skólanum kynntist ég Ella mínum, Erlendi Fjeldsted, sem er héðan úr Mosfellsbænum. Hann byrjaði á sama tíma og ég og fór í bygginga- tæknifræði. Á sumrin starfaði ég á sjúkra- húsinu á Siglufirði og sem bar- þjónn á ferjunni Norrænu. Það var frábær skemmtun, ekki síst þegar það þurfti að æfa björgunaræfingar á færeysku.” Vann við fisksjúkdómarannsóknir „Eftir útskrift 1989 fór ég að vinna við fisksjúkdómarannsóknir á Keldum. Við Elli fluttum í Mosó árið 1990 og giftum okkur með pompi og prakt sama ár. Frumburð- urinn, Ásdís Magnea, leit dagsins ljós árið 1992, Sturla Sær árið 1995 og svo fæddist Sædís Erla árið 2003 og er sómi okkar og ljómi eins og eldri systkini hennar. Um aldamótin byggðum við fjölskyldan okkur hús í Rituhöfðanum.“ Besti skóli sem ég hef farið í Herdís hefur látið stjórnmál sig varða og sat í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í tæp 15 ár. „Mér bauðst 3. sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ í bæjarstjórnarkosn- ingum árið 1998 og tók þá fyrst sæti í bæj- arstjórn. Ég hef gaman af því að umgangast fólk og gefa af mér og fyrir slíkt fólk eru bæjarmál, þátttaka í pólitík og félagsstörf yfir höfuð skemmtileg. Það er náttúrulega dásamlegt að búa í Mosfellsbæ og ala hér upp börn. Það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ég segi oft að þáttaka mín í sveitarstjórnarmálun- um sé sá besti skóli sem ég hef farið í.“ Veiktist af svínaflensu Herdís varð að hætta störfum á Keld- um vegna ofnæmis. Hún byrjaði að vinna hjá Rauða krossi Íslands árið 1998 og starf- aði þar til ársins 2007 við hin ýmsu störf. Hún fór í meistaranám í umhverfis- og auð- lindafræðum í HÍ og útskrifaðist vorið 2009 og byrjaði síðan í doktorsnámi. Um haust- ið veikist hún og fjölskylda hennar öll af svínaflensu. Herdís var þá nýbyrjuð í starfi hjá VSÓ ráðgjöf. „Ég hef aldrei náð mér eftir að ég veikt- ist. Fyrst á eftir hélt ég að breytingaskeiðið væri að kikka svona rosalega inn en svo var nú ekki. Ég fékk svo endalausar sýkingar og leið alltaf eins og ég væri með flensu. Mér fannst ég einhvern veginn vera bara skugg- inn af sjálfri mér.“ Átti mörg samtöl við Guð „Pabbi minn lést árið 2010 og fékk það mikið á mig. Annað áfall reið yfir í fjölskyld- unni þegar litli frændi minn lést 2012, eins og hálfs árs. Þetta var óskaplega erfiður tími og maður átti mörg samtöl við Guð á þessum tíma. Árið 2013 fékk ég veirusýkingu í mið- taugakerfið sem ég hef ekki enn náð mér af. Ég varð viðkvæm fyrir hávaða og gekk með sólgleraugu jafnt inni sem úti. Ég sat í bæjarstjórn á þessum tíma en baðst lausn- ar vegna orkuleysis.“ Jákvæð og bjartsýn að eðlisfari „Það var ekki fyrr en sumarið 2015 að ég var greind með taugasjúkdóminn ME eða síþreytu eins og hann er kallaður á íslensku. Ég kom mér strax í samband við forsvars- menn ME félagsins en félagið var stofnað árið 2011. Ég gekk í vísindahóp og fór að afla mér upplýsinga um sjúkdóminn. Í dag er ég virk í félaginu sem er mjög gefandi. Nú er verið að undirbúa ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hótel 28. september n.k. Þar munu erlendir sérfræðingar fræða íslenskt heilbrigðisfólk og sjúklinga um ME sjúkdóminn. Þar verður einnig rætt um Akureyrarveikina sem gekk yfir árið 1950 og er skráð sem faraldur í ME sögunni. Staða mín í dag er sú að ég er óvinnufær en nýti nú tímann minn í að vinna í dokt- orsritgerðinni minni sem ég hef ekki snert á í tvö ár. Þessi ganga mín undanfarin ár hefur vissulega verið erfið og er mikil kúvending en ég reyni að nýta reynsluna mér til góðs og hjálpar því ég er jákvæð og bjartsýn að eðlisfari.“ - Mosfellingurinn Herdís Sigurjónsdóttir18 Fjölskyldan í Rituhöfðanum, Ásdís Magnea, Sturla Sær, Sædís Erla, Erlendur og Herdís. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Heida HB, Rut og úr einkasafni. Þessi ganga mín undanfarin ár hefur vissulega verið erfið og er mikil kúvending en ég reyni að nýta reynsluna mér til góðs og hjálpar því ég er jákvæð og bjartsýn að eðlisfari. Herdís Sigurjónsdóttir smitaðist af svínaflensu árið 2009 og hefur glímt við erfið veikindi síðan HIN HLIÐIN Bestu kaup sem þú hefur gert? Klárlega rafmagnsbíllinn minn, litla laufið sem ég er búin að eiga í rúm 3 ár og er enn alsæl með. Sakna þess ekkert að kaupa bensín. Hvað finnst þér að betur megi fara í landinu? Opinber stjórnsýsla og ég hugsa mér að stuðla að úrbótum með doktorsrannsókn minni. Hver er besta setning sem þú hefur heyrt? Að lifa lífinu lifandi, hefur verið mitt mottó ansi lengi. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Leirurnar eru minn staður, sumar, vetur vor og haust, sérstaklega kvöldsólin og fuglalífið. Hvað heillar þig í fari fólks? Persónuleikinn. Hver kom þér síðast á óvart og hvern- ig? Sturla Sær sonur minn, þegar hann vakti mig með gulum rósum á mæðra- daginn. Besta bíómyndin? Klárlega Schindler’s List. Hún rifjaðist upp í fyrra þegar ég var á tökuslóðum í Kraká í Póllandi og skoð- aði Auschwitz útrýmingarbúðirnar. Hvað er fegurð? Eitthvað sem hrífur mig, ég er mjög tilfinninga- og hrifnæm og því getur fallegur söngur auðveldlega framkallað tár og gæsahúð. Var skugginn af sjálfri sér á miklavatni með pabba og jóhanni bróður á rannsóknar stofunnibrúðhjónin 1990

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.