Mosfellingur - 29.06.2017, Síða 10

Mosfellingur - 29.06.2017, Síða 10
Sunnudaginn 18. júní afhentu Hollvina- samtök Reykjalundar endurhæfingamið- stöðinni nýtt öndunarmælingartæki, hið fullkomnasta á landinu. Um er að ræða afar mikilvægt læknatæki í þágu lungna- sjúklinga um allt land. Kemur það í stað eldra tækis sem var orð- ið tæplega 20 ára gamalt og úr sér gengið. Móttakan fór fram á Reykjalundi að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Hafa aflað búnaðar fyrir 40 milljónir Hollvinasamtök Reykjalundar voru stofnuð í nóvember 2013. Markmiðið var að safna saman dyggum hópi velunnara stofnunarinnar sem átt hefur verulega undir högg að sækja síðan fjárframlög rík- isins voru skorin niður við efnahagshrunið 2008. Þrátt fyrir batnandi efnahagsástand hafa þau ekki verið aukin á ný. Félagar í Hollvinasamtökunum eru nú tæplega fjögur hundruð, bæði einstakling- ar og fyrirtæki. Með árlegu félagsgjaldi sínu hafa þessir aðilar gert samtökunum kleift að styðja við bakið á starfsemi Reykjalundar með reglulegum kaupum á ýmsum búnaði sem Reykjalundi eru nauðsynleg í starf- seminni. Á þeim stutta tíma sem samtökin hafa starfað hafa þau engu að síður aflað Reykjalundi margvíslegs búnaðar sem er að verðmæti yfir 40 milljónir króna. Stærsta endurhæfingarstofnunin Reykjalundur er stærsta endurhæfingar- stofnun landsins þar sem þúsundir ein- staklinga hafa sótt sér endurhæfingu eftir veikindi eða slys. Stofnunin er því mikil- vægur og ómissandi hlekkur í velferðarkerfi landsmanna. Starfsemi Reykjalundar er þjóðhagslega hagkvæm enda sýna rannsóknir að hver króna sem ríkið setur í endurhæfingu skil- ar 8-9 krónum til baka vegna sparnaðar í bótakerfinu þegar hægt er að koma í veg fyrir eða seinka ótímabærri örorku. - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Mikilvægt tæki í þágu lungnasjúklinga • Hollvinasamtök Reykjalundar öflug Hollvinasamtökin afhentu nýtt öndunarmælitæki málin rædd á reykjalundi guðni prófar nýja tækið fjölmenn athöfn þann 18. júní formaður hollvinasamtakanna og forstjóri reykjalundar fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Verið hjartanlega velkomin HáHolti 13-15 • s. 564 4500 Opið alla daga kl. 12:00-23:00

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.