Mosfellingur - 09.11.2017, Síða 2
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Í þá gömlu góðu...
héðan og þaðan
Íþróttahúsið að Varmá
Í ljósmyndasafni Áhaldahúss
Mosfellsbæjar kennir margra
grasa og þegar hafa allnokkrar
myndir verið birtar á þessum
vettvangi. Íþróttahúsið (gamla)
var byggt á árunum 1975-1977.
Húsið var vígt við hátíðlega
athöfn 4. desember 1977.
Myndirnar sýna menn
sem komu þar að verki:
1) Ólafur Friðriksson smiður,
Hreinn Þorvaldsson bygging-
arstjóri og aðalverkstjóri og
Sigurður Einarsson (Siggi píp)
sá um pípulagnir.
2) Svo þarf alltaf að hreinsa
timbur, handlanga fyrir iðn-
aðarmenn, sópa og halda öllu
á sínum stað. Það og margt
fleira sáu þessir heiðursmenn
um. Gísli Magnússon frá Vatni
(Leirvogsvatni) og Guðmundur
Jónsson frá Laxárnesi.
Áfram Afturelding
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 30. nóvember
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Nú er bæjarfulltrúum tíðrætt um einelti og að samskiptum sé
ábótavant. Auðvitað á fullorðið fólk
sem kosið er til þessara verka að geta
unnið saman. Ekki ætla ég
að dæma um það hvort
einelti eigi sér stað enda
sem betur fer ekki á
staðnum.
En ef á annað borð er verið
að ræða einelti
kjörinna fulltrúa
mætti kannski
rifja upp
þegar
ágætur maður hér í bæ ákvað að taka
þátt í meirihlutasamstarfi með sínum
flokki ásamt Sjálfstæðisflokknum í
bæjarstjórn. Þá gekk nú ekkert lítið á.
Jafnvel hjá sama fólkinu og situr við
borðið í dag?
#stayclassy
Svona leiðindi eru meðal þess sem gerir þetta starf óeftiróknarvert
og fráhrindandi. Farið í menn frekar
en málefni. Berum virðingu fyrir
skoðunum annarra.
Í dag eru 200 dagar til sveitarstjórnar-
kosninga og miðað við umræðurnar í
heita pottinum þá styttist í lýðræðis-
veisluna. Verum jákvæð!
Girðum okkur í brók
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2
21