Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 25
Aðsendar greinar - 25 Yndislegt líf Sungið fyrir Umhyggju til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna í Langholtskirkju, sunnudaginn 19. nóvember kl. 16:00 Tökum þessa stund frá, hlýðum á frábæra listamenn og styrkjum gott málefni. Stórtónleikar Fram koma: Kaffi og konfekt í hléi Aðgangseyrir kr. 2,500.- Kammerkór Reykjavíkur Kór Árbæjarkirkju Góðir grannar Ópus 12 Húnakórinn Söngfuglar Karlakór Kjalnesinga Þrjár klassískar Margrét Einarsdóttir Viðar Gunnarsson Signý Sæmundsdóttir Ólafur M. Magnússon Mikill árangur hefur náðst í forvörnum hér á landi á síðustu 20 árum í að draga úr unglingadrykkju og reykingum ungmenna. Það er margt sem skýrir þennan árangur en nefna má gott forvarnarstarf, aukna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi og síðast en ekki síst samverustundir með fjölskyldunni. Í dag glímum við við nýjar áskoranir en kvíði og van- líðan er að aukast á meðal barna og unglinga eða loks farið að opna augun fyrir þeim vanda. Hagir og líðan barna Mosfellsbær hefur líkt og mörg önnur sveitarfélög lát- ið gera kannanir á högum og líðan barna frá 5.- 10. bekk. Einnig eru gerðar kannarnir varðandi notkun á áfengi og tóbaki. Niðurstöður síðustu ára sýna að mikill árangur hef- ur náðst og hefur Mosfellsbær stutt vel við íþrótta- og tóm- stundastarf í bænum. Á síðust vorönn var lögð könnun fyrir nemendur í 5. – 7. bekk um hagi og líðan og voru niðurstöður kynntar fyrir fræðslunefnd. Niðurstöður þessarar könnunar eru ekki góðar og kemur fram að börnin vilji meiri tíma með foreldrum sínum, að mörg börn eiga ekki vini og of mörgum börnum líður illa. Þetta er ekki gott. Sagt er að miðstigið, 5. – 7. bekkur, sé hið nýja ungl- ingastig. Á miðstiginu eru börnin farin að máta sig við aðra og það sem skiptir máli í lífinu er góð fjöl- skylda, góð sjálfsmynd, góðir félagar og góð líðan í skólanum. Ef þetta þrennt er í lagi gengur námið betur. En því miður er það ekki alltaf raunin og þá verður fullorðna fólkið að grípa inní. Matartíminn er mikilvægur Börn eru á ábyrgð foreldra en að segja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn er ekki orðum aukið. Reglur á heimilinu eins og matartími og háttatími eru börnum afar mikilvægar. Matartíminn er mikilvægur því þá gefst tæki- færi til að ræða saman og þjálfa góð samskipti. Börn eru ekki sérfræðingar í samskiptum og þurfa þjálf- un í þeirri list. Börn þurfa hlustun, fá að kvarta og væla undan öllu. Það er allt í góðu. Þau þurfa ekki endilega svör en sannarlega hlustun. Fái barnið hlustun og virðingu í samskiptum lærir það að treysta þeim fullorðna og tekur framkomuna til fyrirmyndar sem eykur líkur á að barnið velji rétt. Fjölskyldan er mikilvægust sama hvernig hún er samsett og eldhúsborðið þarf ekki að vera merkilegt. Við foreldrar Gott foreldrastarf í skólunum, samstaða í bekk, umburð- arlyndi og gleði bætir líðan barna í skólanum. Í grunnskól- um Mosfellsbæjar hefur nýtt fólk boðið sig fram í stjórnir foreldrafélaganna og þar ríkir mikill metnaður. Foreldra- starfið er mikilvægur stuðningur við störf umsjónarkenn- arans og við félagstarfið í skólunum. Allir nemendur eiga að finna að þeir eru velkomnir og tilheyra hóp þar sem virðing er borin fyrir bekkjarfélagan- um. Skólinn er líka staður þar sem vönduð samskipti eru æfð og stunduð. Góður bekkjarandi og heilbrigð skóla- menning er gríðarlega mikil forvörn. Þar spila kennarar stærsta hlutverkið. Það er einlæg trú mín að foreldrastarfið í grunnskólum bæjarins eigi enn eftir að eflast og styrkjast, börnum okkar til framdráttar. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Máttur eldhúsborðsins www.fastmos.is Sími: 586 8080 Örugg og góð þjónusta Útgáfudagar til áraMóta 30. nóveMber 21. deseMber Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is eign vikunnar MOSFELLINGUR 13. tbl. 16. árg. fimmtudagur 19. október 2017 DrEift frítt inn á öll hEiMili og fyrirtæKi í MoSfEllSbæ, á KjalarnESi og í KjóS Ástu-Sólliljugata - fjórbýlishús Nýjar fullbúnar 5 herbergja íbúðir með sérinngangi í fjórbýlishúsi. Fjögur svefnherbergi, baðherbergi/þvottaher- bergi, forstofa, rúmgóð geymsla með glugga, eldhús, stofa og borðstofa. Rúmgóðar svalir eða steypt verönd í suðvestur með fallegu útsýni. Steypt bílaplan og bakgarður tyrfður. Íbúð 01-01. 166,1 m2, 5 herbergja íbúð V. 58,9 m. Íbúð 01-02. 165,7 m2, 5 herbergja íbúð V. 58,9 m. Íbúð 02-01. 171,8 m2, 5 herbergja íbúð V. 62,9 m. www.fastmos.is www.fastmos.isFyrir bæjarráði Mosfellsbæjar liggur nú til samþykktar tillaga um byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss sem staðsett verði austan við núverandi íþróttamannvirki við Varmá. Um er að ræða svokallað hálft yfirbyggt knatthús þar sem eldri gervisgrasvöllur að Varmá er nú. tæplega 500 börn og unglingar æfa knattspyrnu Mosfellsbær mun byggja og eiga húsið og er áætlaður byggingarkostnaður 308 milljónir króna. Uppbyggingin er í takt við framtíðarsýn Aftureldingar en tæplega 500 börn og unglingar iðka knattspyrnu hjá félaginu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við húsið hefjist á næsta ári. Ráðist verður í byggingu fjölnota íþróttahúss •Framkvæmdir hefjast á næsta ári Knatthús að Varmá að veruleika tölvugerð mynd af útliti hússins R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabaS tjónaskoðun ný skiptum um framrúður Mosfellingurinn Steingrímur Bjarnason akstursíþróttamaður Hef alltaf haft mikinn áhuga á mótorsporti 22 laust við kaupsamning knatthúsið mun rísa næst íþróttahúsinu4 Þverholti 2

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.