Mosfellingur - 22.08.2017, Qupperneq 6

Mosfellingur - 22.08.2017, Qupperneq 6
H VÍ TA H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 22 91 Við bjóðum ykkur velkomin í útibú okkar í Mosfellsbæ þegar Bæjarhátíð Mosfellbæjar hefst föstudaginn ��. ágúst. Söngatriði frá Leikfélagi Mosfellssveitar kl. ��. Íbúar Sparilands, Bíbí, Blaki og Ari, mæta á svæðið og heilsa upp á gesti auk þess sem í boði verður andlitsmálun fyrir börnin milli kl. �� og ��. Hlökkum til að sjá þig! Hátíðarkveðjur, starfsfólk Arion banka í Mosfellsbæ Í túninu heima www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna „Í túninu Heima“ fögnum og höldum hátíð! guðsþjónusta sunnudaginn 27. ágúst í kirkjunni í dal skáldanna, mosfellskirkju í mosfellsdal kl. 11. Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og predikar. Karl Tómasson, Jóhann Helgason og Guðmundur Jónsson annast tónlistar- flutning, ásamt Kjartani Ognibene, organista og kirkjukór Lágafellskirkju. ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR! - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ6 Hópakstur traktora og fornvélasýning Wings’n Wheels fornvélasýning fer fram á Tungubakkaflugvelli í tengsl- um við bæjarhátíðina. Sýningin er haldin laugardaginn 26. ágúst kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis. Þar er hægt að virða fyrir sér gamlar flugvélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og kl. 16:30 verður kara- mellukastið sívinsæla. Þeir sem eiga spennandi tæki sem ættu heima á sýningu eru beðnir um að hafa samband við Sigurjón í s. 858-4286. Hátíðin hefst kl. 12 með hópakstri dráttarvéla, fornbíla og tækja um Mosfellsbæ. Fergusonfélagið stendur fyrir akstrinum og hvetur til þátttöku. Nánari upplýsingar hjá Sigga Skarp í s. 691-6117. Fjölbreyttur úti­ markaður í Kvosinni Markaðurinn í Álafosskvosinni verður á sínum stað Í túninu heima. Opið verð- ur föstudagskvöld kl. 19:30-22:30 og á laugardag kl. 12:00-17:00. Á föstudagskvöldinu fer fram ullarpartí í Kvosinni með skemmtidagskrá og brekkusöng. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá á sviðinu allan daginn. Afmælisdagskrá sem hófst á opinberri heimsókn Forseta Íslands þann 9. ágúst lýkur nú með okkar vinsælu bæjarhátíð. Íbúar koma saman eftir gott sumarfrí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgarinnar er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að venju eru það íbúar bæjarins sem bjóða heim og bera veg og vanda af há- tíðinni. Sífellt bætast nýir garðar við þar sem boðið er upp á skemmtanir. Að bjóða í garðinn sinn er sérstaða Túnsins en auk þess verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stór- tónleika á laugardagskvöld, götugrill og Pallaball. Frítt verður í leið 15 allan laugardaginn þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima. Heilsueflandi hátíð Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og íþróttatengdir viðburðir eru nokkrir. Fyrst ber að nefna Tindahlaup Mosfellsbæjar sem er sam- starfsverkefni bæjarins og Björgunarsveitarinn- ar Kyndils. Blakdeild Aftureldingar hefur einnig slegist í hóp- inn og mun starfa við mótið í ár. Nýverið var gerður samningur við Jeep sem verður aðalstyrktaraðili hlaupsins. Enn er stefnt að því að fjölga þátttakend- um og gaman að segja frá því að Guðni Th. Jóhannesson mun taka þátt í ár. Lagt er upp úr því að hafa umgjörðina veglega og markmiðið er að hlaupið verði eitt af vinsælustu náttúrhlaupum ársins. Fellin í kringum Mosfellsbæ, nálægðin við náttúru og þéttbýli gera hlaupið ein- stakt og aðlaðandi fyrir metnaðarfulla hlaupara bæði byrjendur og lengra komna. Nýjung í íþrótta- tengdum viðburðum er fjallahjólakeppnin Fellahringurinn sem fer fram á fimmtudags- kvöld. Skipulagning þess er í höndum heimamanna og byggir að sjálfsögðu einnig á náttúru Mosfellsbæjar og einstakri aðstöðu til útivistar. margir sem leggja sitt af mörkum Síðustu vikur hefur bæjarbúum staðið til boða að njóta þess besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Frábær þátttaka hefur verið í afmælisdagskránni og ljóst að Mosfelling- ar kunna vel við að skemmta sér saman. Mosfellsbær vill koma á framfæri sér- stökum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera forsetaheimsókn- ina þann 9. ágúst eftirminnilega. Einstaklingar, félagasamtök og forsvars- menn fyrirtækja sem hafa lagt hönd á plóg við að gera bæjarhátíðina Í túninu heima að þeirri stóru hátíðarhelgi sem hún er orðin ár hvert eiga líka skilið miklar þakkir. Verum stolt af bænum okkar og njótum samverunnar um helgina. Hátíð í Mosfellsbæ um helgina • Dagskrá um allan bæ • Mosfellingar bjóða heim Bæjarhátíðin Í túninu heima á 30 ára afmælisári bæjarins MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 20:00 - 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga. Fram koma: Rapparinn GKR og DJ. Aðgangseyrir: 800 kr. fIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERfISLITUM GULUR - Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar RAUÐUR - Tangar, Holt og Miðbær BLEIKUR - Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur BLÁR - Reykja- og Helgafellshverfi 19:00 fELLAHRINGURINN – fJALLAHJóLAKEppNI Hjólakeppni um stíga innan Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við Íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir, 16 km og 30 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn. 18:00 - 20:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAfELLSLAUG Fjölskyldan skemmtir sér saman. Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn með sína vin- sælu söngvasyrpu. Blöðrulistamenn sýna listir sínar og gera skemmtileg blöðrudýr. Wipe-Out brautin verður á sínum stað, frír ís í boði. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna. 20:15 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER Í HÁHOLTI Bílaklúbburinn Krúser safnast saman við Kjarnagrill í Háholti. Keyrður verður rúntur um Mosfellsbæ og svo stilla allir sér upp á planinu. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna verður á svæðinu ef veður leyfir. 21:00 STEBBI OG EYfI Í HLÉGARÐI Frábær kvöldstund með þessum einstöku listamönnum. Gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum. Miðasala á www.midi.is. fÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 10:00 OG 11:00 BóKASAfN MOSfELLSBÆJAR Leikhópurinn Lotta: Söngvasyrpa fyrir öll 5 ára börn í Mosó. Dagskrá í samstarfi við leikskólana. 10:00-11:00 AfMÆLISGJÖf TIL GRUNNSKóLABARNA Friðrik Dór mætir í grunnskólana og tekur nokkur lög. Allir krakkar fá buff í hverfalitunum í afmælisgjöf frá Mosfellsbæ. 13:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 15:00 ARION BANKI Krakkar frá Leikfélagi Mosfellssveitar syngja nokkur lög. Andlitsmálun fyrir börnin og Bíbí, Blaki og Ari verða á svæðinu. 18:00 - 19:00 KYNNINGARTÍMI Í GOLfI Á HLÍÐAVELLI Opinn kynningartími fyrir nýja kylfinga í Mosfellsbæ. Komið og kynnist golfíþróttinni og lærið helstu tökin. Victor Viktorsson golfkennari verður á æfingasvæðinu við gamla skálann á Hlíðavelli. Gott er að koma með kylfur, en einhverjar kylfur verða á staðnum fyrir þá sem það vilja. Frítt er í tímann og fríir golfboltar til að slá. 19:00 – 23:00 VINNUSTOfUR OpNAR Á ÁLAfOSSVEGI Vinnustofur ljósmyndaranna Bjarkar Guðbrandsdóttur og Guðbjargar Magnúsdóttur og myndlistarkonunnar Ólafar Oddgeirsdóttur verða opnar á neðri hæð Álafossvegar 20. 19:30-22:30 KAffIHÚS MOSVERJA Skátafélagið Mosverjar opnar kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á heitar vöfflur, kaffi og kakó. 19:30 - 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAfOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi. 20:00 BMX BROS Á MIÐBÆJARTORGINU Snillingarnir í BMX bros hita upp á Miðbæjartorginu áður en skrúðgöngurnar leggja af stað. Þeir munu sýna listir sínar með glæsilegri sýningu og bjóða upp á kennslu fyrir þá sem það vilja. 20:30 ÍBÚAR SAfNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR - Allir hvattir til að mæta í lopapeysu. 20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA Af STAÐ Í ÁLAfOSSKVOS Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu. 21:00 - 22:30 ULLARpARTÝ Í ÁLAfOSSKVOS Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina. Gummi og Felix taka lagið Hilmar og Gústi stýra brekkusöng. Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Björgunarsveitinni Kyndli. 22:00 - 23:30 UppISTAND Á HVÍTA RIDDARANUM Uppistand.is heldur sitt mánaðarlega uppistand með úrvals grínistum. Frítt inn. 23:30 - 03:00 – pApAR Í HLÉGARÐI Hinir ómótstæðilegu Papar slá upp dansleik í tilefni bæjarhátíðarinnar. Tryllt stemn- ing í Hlégarði, höfuðvígi Papanna á höfuðborgarsvæðinu. Miðasala er hafin á tix.is. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST • fRÍTT Í LEIÐ 15 Í STRÆTó ALLAN DAGINN • fRÍTT Í VARMÁRLAUG OG LÁGAfELLSLAUG Í DAG • fRÍTT Á GLJÚfRASTEIN 7:00 - 22:00 BAKKAKOTSVÖLLUR – fRÍTT Í GOLf Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður Mosfellingum að spila frítt á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslu GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á vellinum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda. 8:00 - 18:00 MOSfELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ilmandi ferskt brauð, bakkelsi og frábæra stemningu. Litríkar hverfamúffur, hátíðarkaka og frábærar hátíðarvöfflur. 9:00 - 12:00 BEIN ÚTSENDING Á RÁS 2 Útvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm verður í beinni útsendingu frá bæjarhátíðinni á Rás 2. 9:00 - 17:00 fRÍTT Á GLJÚfRASTEIN Gljúfrasteinn - hús skáldsins opnar dyrnar að safninu í Mosfellsdal. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Nýlega opnaði safnið á nýjan leik eftir miklar framkvæmdir. Frítt verður inn á safnið og munu starfsmenn glaðir skeggræða við gesti um nýafstaðnar framkvæmdir og hvaðeina sem snertir Gljúfrastein. 9:00 - 17:00 ÍÞRóTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna. 9:00 - 16:00 TINDAHLAUp MOSfELLSBÆJAR Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is. 9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12 Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með ketilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi. 11:00 WORLD CLASS - MOSfELLSBÆ Opinn tími í World Class fyrir alla Mosfellinga. Skemmtileg blanda af þol- og styrktaræfingum ásamt góðum teygjum. Kennarar eru Þorbjörg og Árni. Tökum á því í hverfalitunum! 10:00 - 16:00 MOSSKóGAR Í MOSfELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. Skila þarf inn sultum í keppnina fyrir kl. 12. 13:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 12:00 - 17:00 ÍS-BAND fRUMSÝNIR JEEp COMpASS Íslensk-Bandaríska frumsýnir nýjasta Jeep fjölskyldumeðliminn Jeep Compass í Þverholti 6. Stórglæsilegur og öflugur jeppi sem vert er að kíkja nánar á. Boðið verður upp á reynsluakstur á öllum Jeep jeppum. Kaffibarþjónar frá Lavazza galdra fram ítalskt eðalkaffi og gos og sælgæti verður í boði fyrir krakkana. 12:00 - 17:00 WINGS AND WHEELS - TUNGUBAKKAfLUGVÖLLUR Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka. 12:00 HópAKSTUR UM MOSfELLSBÆ Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ. 12:00-17:00 KAffIHÚS MOSVERJA Skátafélagið Mosverjar opnar kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á heitar vöfflur, kaffi og kakó. 12:00 - 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAfOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði. 12:00 Blaðrarinn mætir á svæðið með blöðrudýr fyrir börnin 12:30 Skósveinar (Minions) á vappi um svæðið 13:00 Krakkar úr Krikaskóla syngja 13:30 Kammerkór Mosfellsbæjar 14:00 Brassbandið Búbbert 14:30 Mosfellskórinn 15:00 Leikgleði flytur lög úr „Besta sýning ársins“. 15:30 Hljómsveit Ready (úr Tónlistardeild Listaskólans) 16:00 Hljómsveitin Piparkorn (úr Tónlistardeild Listaskólans) 13:00 – 17:00 VINNUSTOfUR OpNAR Á ÁLAfOSSVEGI Vinnustofur ljósmyndaranna Bjarkar Guðbrandsdóttur og Guðbjargar Magnúsdóttur og myndlistarkonunnar Ólafar Oddgeirsdóttur verða opnar á neðri hæð Álafossvegar 20. 13:00-15:00 EIRHAMRAR – fÉLAGSSTARf ALDRAÐRA Mosfellingar, FaMos-félagar og aðrir gestir velkomnir í heimsókn í þjónustumiðstöðina á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrardagskrá kynnt. Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka lagið um kl. 13:00. 13:00-13:30 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ Bíbí og Björgvin syngja töfrandi lög ævintýranna. Björgvin Franz mætir ásamt hinni heimsfrægu óperu- söngkonu Bíbí Markan. Dans, söngur og grín fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur frír. 13:00 - 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar um viðburð á Facebook. Skráning hjá Elísabetu í síma 898 4412. 14:00 ÁLAfOSS – STÁLÚLfUR AÐ VARMÁ Knattspyrnuliðið Álafoss mætir Stálúlfi á gervigrasinu að Varmá. Leikurinn er partur af Íslandsmótinu í 4. deild. 14:00 - 24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG 14:00 - 17:00 LISTASALUR MOSfELLSBÆJAR Sýning Rögnu Fróða í Listasal. Listamaðurinn verður á staðnum, spjallar við gesti og gangandi um sýninguna og fremur gjörning kl. 15.00. 14:00 - 16:00 KJÚKLINGAfESTIVAL - KJÚKLINGARÉTTIR fYRIR ALLA Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, Biggi Haralds, harmonikkuleikur, Mas Wrestling, uppistand og fleira. 14:00 - 16:00 ÍÞRóTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ - AfTURELDING KYNNIR VETRARSTARfIÐ Kynning á vetrarstarfi Aftureldingar. Fulltrúar deilda verða á svæðinu og kynna starfsemi sína. Aftureldingarbúðin verður opin. 14:00 - 17:00 VÖffLUKAffI Í fMOS Nemendafélag Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl. 15:30. 14:00 - 17:00 STEKKJARfLÖT – HOppUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 15:00 - 16:00 STEKKJARfLÖT – HESTAfJÖR Teymt undir börnum í boði Hestamannafélagsins Harðar. 15:00 - 18:00 OpIÐ HÚS Á REYKJAVEGI 84 Opið hús á leirvinnustofu Helgu Jóhannesdóttur, Reykjavegi 84. Kaffi á könnunni og snapsakynning frá Eimverk Distillery, í stuðlabergsstaupum. Allir hjartanlega velkomnir. 16:00 VARMÁRVÖLLUR – AfTURELDING - MAGNI Knattspyrnulið Aftureldingar tekur á móti Magna frá Grenivík. Leikur í Íslandsmótinu í knattpyrnu – 2. deild karla. Baráttuleikur í efri hluta deildarinnar. 16:00 DALATANGI 15 - MOSfELLINGAR BJóÐA HEIM Ari Brimar býður til tónleika með Kallabandinu. Bandið skipa: Brynjar Þór Jakobsson gítar, Hjörleifur Ingason hljómborð, Ari Brimar bassi/söngur og Brynjólfur Pétursson trommur. Framreidd verða lög eftir CCR, Santana og fleiri. 16:30 KARMELLUKAST Á fLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM 17:00 - 21:00 GÖTUGRILL Í MOSfELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins 21:00 - 23:00 STóRTóNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður öllum upp á tónleika á Miðbæjartorginu. Kynnar verða þeir Steindi Jr. og Dóri DNA. Fram koma: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Jógvan Hansen, Diddú, Stefanía Svavars, Stormsveitin, Stefán Hilmars, Páll Óskar, Biggi Haralds, Áttan og Stuðlabandið. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt björgunarsveitinni Kyndli. 23:00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ fLUGELDASÝNINGU 22:30 – 01:00 EINAR ÁGÚST Á HVÍTA RIDDARANUM Hinn eini sanni Einar Ágúst mætir með gítarinn og syngur fyrir hressa sveitunga. Frítt inn. 23:30 - 04:00 STóRDANSLEIKUR MEÐ pÁLI óSKARI AÐ VARMÁ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 7:00 - 22:00 HLÍÐAVÖLLUR – fRÍTT Í GOLf Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður Mosfellingum að spila frítt á Hlíðavelli. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslu GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á vellinum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda. 8:00 - 17:00 MOSfELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ilmandi ferskt brauð, bakkelsi og frábæra stemn- ingu. Litríkar hverfamúffur, hátíðarkaka og frábærar hátíðarvöfflur. 9:00 - 17:00 ÍÞRóTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna. 13:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 11:00 GUÐSÞJóNUSTA Í MOSfELLSKIRKJU Fögnum og höldum hátíð. Guðsþjónusta í dal skáldanna, Mosfellskirkju í Mosfellsdal kl.11:00. Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Karl Tómasson, Jóhann Helgason og Guðmundur Jónsson annast tónlistarflutning ásamt Kjartani Ognibene organista og kirkjukór Lágafellskirkju. Hjartanlega velkomin! 14:00 - 17:00 STEKKJARfLÖT - HOppUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 14:00 HLÉGARÐUR - HÁTÍÐARDAGSKRÁ Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017. Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2017. Verðlaunaafhending vegna ljósmyndasamkeppni í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar. Karlakórinn Stefnir flytur nokkur lög. Heitt á könnunni og allir velkomnir. 16:00 GLJÚfRASTEINN - STOfUTóNLEIKAR Tónlistarkonan Sóley flytur lög af nýjustu plötu sinni, Endless Summer, í bland við gömul lög. Meðleikarar hennar verða Albert Finnbogason á bassa og Katrín Helga Andrésdóttir á hljómborð. Aðgangseyrir: 2.000 kr. 17:00 BESTA SÝNING ÁRSINS Í BÆJARLEIKHÚSINU Afrakstur fjögurra vikna námskeiðs hjá Leikgleði í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Söngleikur sem var saminn af leikhópnum í samstarfi við Elísabetu Skagfjörð. Miðaverð 1.000 kr. Miðapantanir í síma 5667788. Da gs kr á Bæjarhátíð MosfellsBæjar 25.-27. ágúst laugardagur 26. ágúst11:00 GALLERÍ HVIRfILL Í MOSfELLSDAL Bjarki Bjarnason les úr væntanlegri ævi- sögu Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu. 13:30 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND Kvennakórinn Stöllurnar og María Guð-mundsdóttir bjóða til árlegrar garðveislu. 14:00 NJARÐARHOLT 10 Létt og lifandi tónlist í garðinum í Njarðarholti 10. Allir velkomnir á garðtónleika Í túninu heima. 15:00 AKURHOLT 21 Siggi Hansa og fjölskylda bjóða upp á tónleika í garðinum í Akurholti. Hljómsveit hússins leikur og fær til sín góða gesti. 16:00 ÁLMHOLT 10 Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika. Meðal gesta verða Einar Dagur, Hallveig Rúnarsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Óperukór Reykjavíkur undir stjórn Garðars Cortes. Davíð og Stefán taka svo fjöldasöng ásamt Helga Hannes-syni píanóleikara. 16:00 HAMARSTEIGUR 9 Hjónin Sigríður Stephensen og Pálmar S. Ólafsson bjóða til tónleika við heimili sitt að Hamarsteigi 9. Þar mun 18 manna „Big-band“ stórsveit Öðlinga spila ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. 16:30 SKÁLAHLÍÐ Útitónleikar í garðinum heima. Tríóið Kókos skemmtir í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð. Dægurlög sem allir þekkja. Mosfellingar bjóða heim 20 17 Í miðopnu blaðsins má sjá dagskrá hátíðarinnar. hátíðin nær hápunkti á miðbæjartónleikunum Höfðar, Hlíðar, Tún og Mýrar Tangar, Holt og Miðbær Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur Reykjahverfi og Helgafellshverfi HveRfasKReyTingaR Mosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit til að skreyta með. litskrúðugar í brekkusöng Fjallahjólakeppni er nýjung á bæjarhátíðinni í ár. Bryndís gefur ekki kost á sér í vor Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Al- þingi sl. haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. „Ég hyggst ljúka þessu kjörtímabili sem er mitt annað, en áður var ég varabæjarfulltrúi. Mosfellsbær er frábært sveitarfélag og það eru for- réttindi að fá að sitja í bæjarstjórn hér. Þetta hefur verið krefjandi en skemmtilegur tími. Ég hef átt gott samstarf við aðra bæjarfulltrúa og hjá Mosfellsbæ starfar frábært starfsfólk. Ég vona að vinna mín hafi skilað einhverju og mun halda áfram að vinna fyrir samfélagið og bæinn minn þótt það verði ekki innan bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili.“ sunnudagurinn 3. september Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn sunnudagaskólinn Hefst Í lágafellskirkju kl. 13:00 Létt stund fyrir alla fjölskylduna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.