Mosfellingur - 07.01.2016, Page 28

Mosfellingur - 07.01.2016, Page 28
Benjamín Gunnar fæddist 23. október 2015 og var 2938 gr. og 49 cm. Foreldrar hans eru Hera Brá Gunnars- dóttir og Njáll Reynisson. Benjamín á einn eldri bróður, Viktor. Fjölskyldan býr í Grundartanga. Einföld fiskisúpa Í eldhúsinu Berglind S. Harðardóttir leik- skólakennari á leikskólanum Huldubergi er í eldhúsinu að þessu sinni. „Ég þakka Björgu og Jónasi fyrir áskorunina. Þar sem flestir eru væntanlega búnir að fá nóg af kjöti eftir jólahátíðina er ég með einfalda og fljótlega uppskrift að fiski- súpu. Þessi er alveg sjúklega góð og hægt að bæta í hana t.d. meira grænmeti, bara eftir smekk hvers og eins.“ Fiskisúpa fyrir fjóra • 1 laukur • 3 frekar stórar gulrætur • 1 rauð paprika • 1 tsk karrý Grænmetið skorið smátt og steikt í smjöri. • 1 fiskteningur • 1 grænmetisteningur • Rúmlega 1 lítri af vatni • Salt og annað krydd eftir smekk • 1 haus brokkolí settur út í og látinn malla í 5 mínútur • 1 rjómaostur með kryddjurtum • 1 piparostur Ostarnir látnir bráðna í súpunni (það þarf að gefa piparostinum dálítið góðan tíma) Ýsa eða þorskur skorin í strimla og sett í pottinn (ég nota 2-4 flök). Ég set stundum rækjur og/eða humar í súpuna en þá bara rétt í lokin. Súpan tekin af hellunni og látin standa í 3-5 mínútur. Súpan verður dálítið sterk og hægt að skafa ofan af piparostinum ef þið eruð ekki mikið fyrir kryddaðan mat. Borið fram með góðu brauði. Verði ykkur að góðu. Berglind Harðardóttir skorar á Maríu Ómarsdóttur að deila uppskrift í næsta blað. Hver er fókus - punkturinn? Kæra mannvera, fallega sál, gleðilegt nýtt ár! Megi það verða að þínu besta hingað til. Mig langar til þess að minna þig á það sem þú veist dýpst í þínum hjartarótum . Mig langar til þess að minna þig á eilíf an sannleik: ÞÚ ert algjörlega einstök, st ór- kostleg vitsmunavera en þó hluti af gr íð- arstórri heild - öllu sem er! Þú ert 100 % verðug manneskja og átt allt gott skilið . Þú getur verið, gert og fengið ALLT sem þú vilt. Grundvöllur lífs þíns er frelsi og sæla er tilgangur þess. Náttúrulegt ástand þ itt er vellíðan og heilbrigði, en á endanum tekur vanlíðan og neikvæðar hugsanir á sig form líkamlegra kvilla eða andlegr a sjúkdóma. Það er þó að sjálfsögðu ald rei of seint að taka fókuspunktinn sinn af því sem kallar fram neikvæðar tilfinn- ingar og færa hann yfir á það sem veit ir manni gleði og þá mun líkami þinn og hugarfar endurheimta sitt heilbrigða o g náttúrulega ástand. Til þess að hjálpa okkur öllum við að halda okkur í jafnvægi og í jákvæðr i orku erum við með algjörlega skothel t svokallað „guidance system“. Það er tilfinningarnar innra með okkur sem mynda einskonar leiðsögukerfi sem v ið höfum val um að hlusta á eða ekki. Ef það sem við erum að veita athygli einmitt núna framkallar jákvæða tilfinningu, erum við á réttri leið. Ef það hinsvegar framkallar neikvæða tilfinningu, erum við þó í rauninni ekkert á rangri leið, en við værum allavega á mjög góðri le ið með að draga til okkar fleiri neikvæða r birtingarmyndir af lífinu. Eitt af aðal lögmálum alheimsins er lögmál aðdráttaraflsins. Orka af sömu tíðni dregst hver að annarri og ALLT e r orka. Ég er orka, þú ert orka, hugsanir n- ar okkar, náttúran, vindurinn, allt efn i og allar lífverur - allt sem er! Ef orkutíðn in sem þú, hugsanir þínar og tilfinning- ar, titra í er há og jákvæð, dregur þú (orkan þín), til þín fólk í sömu orku au k upplifana og hluta sem styðja við og auka þá háu, jákvæðu orkutíðni sem þ ú æfir mest. Það gerirðu með því að hafa fókuspunktinn oftar á því sem framka llar upplifun á vellíðan, gleði og þakklæti. Heimurinn skilur ekki hvað þú segir, heldur hvað þú meinar. Tilfinningarna r ljúga ekki. Láttu það hvernig þér líður, þig mestu máli skipta. Svanhildur - Heyrst hefur...28 Hjá Berglindi Harð ar Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Heyrst Hefur... ...Ingibjörg Pálma fyrrum ráðherra hafi þjónað til borðs á skötuhlaðborðinu í Hlégarði á Þorlák en hún er móðir Ísólfs verts á staðnum. ...að Bubbi hafi ekki mætt á aðventu- kvöld samfylkingarinnar vegna veikinda. ...að Þorrablót Aftureldingar verði haldið í íþróttahúsinu laugardaginn 23. janúar og er miðasala hafin á Hvíta riddaranum. ...að gríðarsterkur miðjumaður frá eistlandi sé væntanlegur til liðs við handknattleikslið Aftureldingar um helgina. ...að Mosfellingurinn Björgólfur thor hafi mætt með börnin í jólabaðið í Lágafellslaug á aðfangadag. ...að farin sé af stað undirskriftasöfn- un meðal sóknarbarna til að fá fram prestskosninu um lausa stöðu við hlið ragnheiðar sóknarprests. ...að nokkur hundruð manns séu búin að læka hvatningarsíðu á facebook undir nafninu svanþór á Bessastaði. ...að stormsveitin verði með sína árlegu þrettándatónleika í Hlégarði á laugardaginn. ...að siggi Borgar hafi verið valinn toppmaður uMfus í annað sinn. ...að ungir kylfingar úr golfklúbbnum séu að selja glæsilegt Mosó-dagatal. ...að Lalli ljóshraði hafi orðið sextugur á gamlársdag. ...að egill og Gyða eigi von á nýrri stelpu í fjölskylduna á árinu. ...að aldrei hafi nokkur maður hlotið eins skjóta frama innan Gufufé- lags Mosfellsbæjar og Guðbjörn sigvaldason. Hann var skipaður heil- brigðisfulltrúi og hlaut riddarakross félagsins á aðalfundi á gamlársdag. ...að biskup hafi búið til nýja stöðu fyr- ir sr. skírni sem hætti í Lágafellssókn á dögunum. staðan var ekki auglýst. ...að Mosfellingurinn steindi jr. hafi farið mikinn í áramótaskaupinu. ...að bandarískur ferðamaður sé búinn að fjárfesta í mosfellska sprotafyrir- tækinu IceWind fyrir tugi milljóna. ...að sigga Indriða sé að hætta störfum á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. ...að Bingi og Lotta hafi eignast stúlku í byrjun vikunnar. ...að Gústi Linn sé búinn að raka sig. ...að hægt sé að kjós íþróttamenn Mosfellsbæjar á www.mos.is ...að Völva Mosfellings spái því að hótel muni rísa í sunnukrika á árinu. ...að það hafi verið stappað og mikil stemning á Hvíta á áramótunum. ...að þorrablót Dalbúa verði haldið laugardaginn 30. janúar. ...að þrettándagleði Mosfellinga fari fram kl. 18 á laugardaginn. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.