Mosfellingur - 23.08.2016, Qupperneq 12
- www.mosfellingur.is12
VÖFFLUKAFFI Í FMOS
Laugardaginn 27. ágúst kl. 14-17
ÓperUKÓr MOSFeLLSbæjAr SyngUr KL. 15:30.
Nemendafélag Framhaldsskóla Mos-
fellsbæjar verður með vöfflukaffi
í skólanum og rennur ágóðinn
til Reykjadals þar sem Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra rekur
sumar- og helgardvöl fyrir fötluð
börn og ungmenni.
Fimmtudaginn 25. ágúst opnar í Listasal
Mosfellsbæjar, í tengslum við bæjarhátíð-
ina Í túninu heima, sýningin Smiður eða
ekki. Sýningin hverfist um ævi og störf
Birtu Fróðadóttur (f. 1919 d. 1975) innan-
hússarkitekts og húsgagnasmiðs.
Birta var fædd Birte Brow Sørensen í
Danmörku árið 1919 og fluttist síðar til
Íslands árið 1945. Birta settist að í Mos-
fellsdal ásamt eiginmanni sínum Jóhanni
Kr. Jónssyni garðyrkjubónda í Dalsgarði.
Hún var fyrsta konan hér á landi menntuð í
innanhússarkitektúr og var þar að auki með
sveinspróf í húsgagnasmíði.
Dreymdi um að opna húsgagnaverslun
Segja má að á sínum tíma hafi Birta búið
yfir fátíðri og framandi sérþekkingu á viðum
bæði handverks og hönnunar hér á landi.
Hana dreymdi um að opna húsgagnaversl-
un og vera þar með lítið verkstæði þar sem
hún gæti dyttað að og gert upp mublur. En
í tímans rás þá varð starf hönnuðarins að
lúta í lægra haldi fyrir stóru búi og barna-
skara. Birta sinnti hlutverki sínu sem hús-
móðir af miklum eldmóð, tók virkan þátt
í kvenfélagsstörfum og var ávallt boðin og
búin að hjálpa sveitungum sínum.
Opnun sýningar á fimmtudaginn
Á sýningunni í Listasalnum er frekara
ljósi varpað á ævi og störf Birtu í gegnum
teikningar, texta og ljósmyndir. Opnun sýn-
ingarinnar verður fimmtudaginn 25. ágúst
kl. 17-19 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Á laugardaginn verður Birta á svæðinu með
leiðsögn um sýninguna kl. 13. Sýningin
mun standa yfir til 17. september og er opin
á opnunartíma Bókasafnsins.
Að sýningunni stendur sonardóttir Birtu
og alnafna, Birta Fróðadóttir arkitekt.
Birta Fróða setur upp sýningu um ömmu sína og alnöfnu
Smiður eða ekki
Ljón norðursins
á Gallerí Hvirfli
Á bæjarhátíðinni um komandi helgi mun Bjarki
Bjarnason lesa upp úr væntanlegri bók sinni
sem ber heitið Ljón norðursins og fjallar um ævi
Leós Árnasonar (1912-1995). Leó var á sínum
tíma umsvifamikill athafnamaður sem sneri sér
að myndlist og skáldskap á efri árum og tók upp
listamannsnafnið Ljón norðursins.
Upplesturinn fer fram á Gallerí Hvirfli í
Mosfellsdal á laugardaginn og hefst kl. 13.
Nokkur myndverk eftir Ljón norðursins verða
til sýnis á staðnum og að upplestri loknum mun
Kammerkór Mosfellsbæjar syngja nokkur lög.
Birta fróðadóttir
innanhúsarkitekt
og húsgagnasmiður
Birta og jói með
fjölskylduna
sína í dalsgarði
Sveinn Óskar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri og talsmaður
FGMOS, fulltrúaráðs grunnskóla-
foreldra í Mosfellsbæ, býður sig
fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokkins í Suðvesturkjör-
dæmi.
Auk þess að hafa starfað að fé-
lagsmálum um árabil hefur Sveinn
Óskar starfað innan Sjálfstæðisflokkins frá
unga aldri, formaður Fjölnis FUS í Rangár-
vallasýslu, sat í stjórn SUS um árabil fyrir
Suðurkjördæmi, í stjórn og sem formaður
Sjálfstæðisfélags Mosfellinga í Mosfellsbæ.
Sveinn hefur átt sæti í umhverfisnefnd
Mosfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Sveinn er fastur penni á Eyjunni og hefur
ávallt látið til sín taka um margvísleg mál-
efni. Sveinn ætlar sér að slá nýjan
tón innan vébanda Sjálfstæðis-
flokksins og á Alþingi Íslendinga
fái hann til þess brautargengi hjá
flokksfélögum sínum og kjósend-
um í Suðvesturkjördæmi.
Sveinn Óskar er 48 ára, hefur
BA gráðu í heimspeki og hagfræði,
MBA gráðu og MSc meistaragráðu
í fjármálum fyrirtækja. Helstu áherslur
Sveins eru fjölskyldumál, skólamál, málefni
aldraða og öryrkja. Sveinn leggur áherslu á
að efla gömul fyrirheit Sjálfstæðisflokksins
„stétt með stétt“.
Sveinn Óskar er búsettur í Mosfellsbæ
ásamt eiginkonu sinni Danith Chan og
tveimur dætrum þeirra hjóna, Sylvíu Gló
Chan 15 ára og Ingrid Lín Chan 13 ára.
Sveinn Óskar gefur kost á sér í 3.-4. sæti
Í tengslum við bæjarhátíðina verður sett
upp hernámssýning í gamla húsnæði Ís-
landsbanka, Þverholti 2.
Það er Tryggvi Blumenstein sem stendur
fyrir sýningunni en hann hefur frá unga
aldri safnað ýmsum munum sem tengjast
hernámsárunum á Íslandi. Til sýnis eru
ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og
annað sem tengist stríðsárunum í kringum
1939-1945 og þá sérstaklega Mosfellsbæ.
Áhuginn kviknaði snemma
„Afi minn var þýskur en bjó á Íslandi fyrir
stríð. Vegna þjóðernis síns var hann tekinn
til fanga af Bretum og settur í fangabúðir
á eyjunni Mön. Þetta hafði mikil áhrif á
pabba minn sem var ekki nema 10 ára
þegar faðir hans var tekinn frá fjölskyld-
unni og vissulega hefur þetta markað spor
fyrir fjölskylduna alla. Eftir stríð var afi
síðan sendur til Þýskalands og kom svo
þaðan aftur til Íslands,“ segir Tryggvi en
áhugi hans á hernáminu og stríðsminjum
kviknaði snemma.
Safnið stækkar hratt
„Ég hef fengið marga af þessum munum
gefins en annað hef ég keypt. Ég þigg með
þökkum allar ábendingar frá fólki, það
er nú oft þannig að það sem fólki þykir
kannski ómerkilegt gæti mér þótt vera
gersemi.
Safnið stækkar hratt en draumurinn er
að safnið verði að almenningssafni í fram-
tíðinni, þar sem þessum mestu umbrota-
tímum á Íslandi verði gerð góð skil. Ég held
úti heimasíðunni www.fbi.is þar sem má
finna ýmsar upplýsingar frá þessum tím-
um og hægt er að hafa samband við mig í
gegnum síðuna.“
Sýningin er opin frá fimmtudegi til
sunnudags og má finna nánari tímasetn-
ingar á dagskrá hátíðarinnar í miðopnu
blaðsins.
Áhugaverð sýning Í túninu heima • Munir frá stríðsárunum
Hernámssýning
Tryggva Blumenstein
tryggvi hefur safnað
stríðsmunum frá unga aldri