Mosfellingur - 23.08.2016, Page 26
- Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós26
Davíð Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
GÓÐ ÞJÓNUSTA VIÐ
SÖLU FASTEIGNA
FRÍTT SÖLUVERÐMAT
SÍÐUMÚLA 23 108 REYKJAVÍK FASTBORG.IS SÍMI: 519 5500
Sími: 897 1533
david@fastborg.is
Kammerkór Mosfellsbæjar er þessa dagana að hefja nýtt starfsár.
Eins og oft áður verður fyrsta verkefni kórsins á haustönninni að
koma fram á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og flytja
þar nokkur lög.
Kammerkórinn hefur starfað í 14 ár undir stjórn Símonar H.
Ívarssonar, tónlistarmanns í Mosfellsbæ, og jafnan fengið góðar
viðtökur áheyrenda.
Kórinn er áhugamannakór sem hefur tekist á við fjölbreytta
tónlist úr ýmsum áttum, allt frá endurreisnartímanum fram til
nútímans og má þar m.a. nefna gospel og dægurlög. Árið 2014
sendi kórinn frá sér hljómdiskinn Mitt er þitt, þar sem uppistað-
an er annars vegar spænskættuð tónlist og hins vegar íslensk
kórverk og fékk hann mjög góðar viðtökur.
Kórinn getur bætt við sig söngfólki og hvetur alla sem hafa
gaman af söng til að slást í hópinn. Ekki er skilyrði að hafa mikla
reynslu af söng, en æskilegt er að hafa áhuga á að starfa með
hressum og glaðlegum hópi. Framundan er spennandi söngvetur
með skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum.
Nýtt starfsár Kammerkórsins
kórinn kemur fram
á bæjarhátíðinni