Mosfellingur - 23.08.2016, Side 40
- Virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja40
KFC KALLAR –
STARFSMAÐUR Í ELDHÚSI
KFC WZYWA –
PRACOWNIK KUCHNI
Við leitum að skipulögðum, hraustum og framtakssömum einstaklingi
sem hefur áhuga á að elda góðan mat og kann vel við sig í eldhúsinu.
Starfssvið
Yfirumsjón með kjötvörum, svo sem eldamennsku, talningu og
vörumóttöku. Umsjón með tækjum og tólum ásamt þrifum í eldhúsi.
Hæfniskröfur
Áhugasamir sendi umsókn með mynd og
meðmælum á barbara@kfc.is, á kfc.is/atvinna
eða á Facebook-síðu KFC á Íslandi.
Zakres
Wymagania
Skemmtileg störf í góðu starfsumhverfi
með hressu samstarfsfólki þar sem nákvæm
okkar endurspegla ábyrgð og árangur í starfi.
Starfsmenn Mosfellsbæjar stilltu saman
strengi á sameiginlegum starfsdegi allra
starfsstöðva bæjarins á fimmtudaginn í
síðustu viku.
Alls komu saman um 500 starfsmenn
í íþróttahúsinu að Varmá. Þar var unnið
með gildi Mosfellsbæjar en þau virðast
hafa staðist tímans tönn frá fyrri hluta
árs 2008.
Hjá Mosfellsbæ starfa að jafnaði um
650 starfsmenn á um 20 vinnustöðvum.
Störfin eru mörg hver afar ólík en þó hef-
ur verið sameinast um gildi Mosfellsbæj-
ar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni
og umhyggja til að veita góða þjónustu í
hvívetna.
Í takt að settum markmiðum
„Það er mikilvægt hjá sveitarfélögum
eins og öðrum þjónustufyrirtækjum að
gæta að því að starfsmenn upplifi sig
sem eitt lið og gangi í takt að settum
markmiðum,“ segir Hanna Guðlaugs-
dóttir nýráðinn mannauðsstjóri Mos-
fellsbæjar sem hafði veg og vanda af
undirbúningnum.
Haraldur Sverrisson tók í sama streng
og er þakklátur öllu því góða fólki sem
vinnur við að þjónusta íbúa Mosfells-
bæjar.
„Ég vona að það sýni framsýni af okkar
hálfu að boða til sameiginlegs starfsdags
allra starfsmanna sveitarfélags af þess-
ari stærð sem Mosfellsbær er orðinn. Ég
held að þessi dagur gefi tóninn fyrir vet-
urinn og er viss um að með gildin okkar
að leiðarljósi gerum við góðan vinnustað
enn betri,“ sagði Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri.
500 starfsmenn Mosfellsbæjar á starfsdegi í íþróttahúsinu að Varmá 18. ágúst
Sameiginlegur starfsdagur
allra starfsmanna bæjarins
Hanna og aldís stóðu í
ströngu við skiplagningu
góð stemning myndaðist bæjarstjórinn í fararbroddi