Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 44
- Íþróttir og aðsent efni44
Þú?
Félaginn kemur á verkstæðið til bifvélavirkjans
vinar síns og sest inn á kaffistofuna.
Bifvélavirkinn hellir uppá og þeir fara að
spjalla. „Áttu eitthvert bakkelsi?“ spyr félaginn.
„Nei, því miður,“ svarar bifvélavirkinn. „Ég er
að reyna að passa línurnar.
Og talandi um það, rosalega
hefur þú lagt af.“ „Já, takk
fyrir það,“ svarar félaginn, hálf
vandræðalegur yfir hrósinu.
„Ertu búinn að vera í rækt-
inni eða eitthvað?“ „Nei, alls
ekki,“ svarar hinn í flýti. „Ég
hef engu breytt í matnum og
hreyfi mig ekki neitt. Ég hef bara enga orku í
hreyfingu. Kem bara heim úr vinnunni, leggst í
sófann og ligg þar fram eftir kvöldi. Satt best að
segja er þetta orkuleysi óþolandi.“
„Hmm, ertu nokkuð líka alltaf þyrstur og alltaf
á klósettinu?“ sagði bifvélavirkinn.
Félaginn varð svo hissa að augun ætluðu út úr
höfðinu á honum. Á endanum spurði hann vin
sinn hálf máttlaus: ,,Hvernig vissir þú þetta?“
Bifvélavirkinn svararði engu heldur stóð upp,
náði í blað úr prentaranum og byrjaði að skrifa
• Þyngdartap
• Þreyta
• Slen
• Oft að míga
• Sífellt þyrstur
„Kannastu við þessi einkenni?“ spurði bif-
vélavirkinn. Félaginn las punktana hvern á fætur
öðrum og sagði svo: „Talaðu, maður!“
„Sko, ég vil ekki hræða þig,“ sagði bifvéla-
virkinn, „en ég er búinn að vera með sykursýki í
nokkur ár og því þekki ég helstu einkennin. Auð-
vitað gæti eitthvað annað hrjáð þig en ég myndi
í þínum sporum panta mér tíma hjá lækni hið
snarasta.“
Án þess að hugsa sig tvisvar um þreif félaginn
upp símann og sló inn númerið á heilsugæsl-
unni og rauk út.
Bifvélavirkinn leit á símann sinn og sá að
hann er að verða of seinn í fótaaðgerð. Sykur-
sjúkir þurfa að hugsa betur um fæturna sína því
fætur þeirra eru viðkvæmari
en annarra. Lítið sár getur
valdið því að fjarlægja
þurfi útlim á endanum.
Bifvélavirkinn er staðráð-
inn í að halda öllum sín-
um útlimum sem lengst
og mætir því reglulega í
fótaaðgerð.
JónaBjörgÓlafsdóttir
Löggilturfótaaðgerða-
fræðingur
Líkamiogsál
K y n n i n g
Mikill stígandi hefur verið í kvennaliði
Hvíta Riddarans í síðustu leikjum og kom
að því að fyrsti sigur liðsins kom í höfn í leik
gegn Skínanda sem fram fór á Varmárvelli
6. ágúst. Vannst sá leikur 2-0 með mörkum
frá Hildi Ýr Þórðardóttur og Auði Lindu, en
sú síðarnefnda hefur skorað fjögur mörk í
sumar og verið hluti af mikilvægum kjarna
liðsins frá upphafi.
Mikill meðbyr hefur verið með starfinu
það sem af er sumri og vilja stelpurnar
og aðstandendur liðsins koma sérstökum
þökkum á framfæri til styrktaraðila. Síðasti
leikur tímabilsins hjá stelpunum fer fram á
Víkingsvelli á miðvikudaginn kl. 18:00
Flottasta lið 4. deildarinnar
Karlalið Hvíta Riddarans hefur gert það
að venju sinni að komast í úrslitakeppnina
síðustu ár sem býður upp á sæti í 3. deild-
inni. Í ár er engin breyting þar á, enda liðið
taplaust eftir tíu leiki þegar þetta er skrifað.
Hafa þeir unnið níu þeirra og gert eitt jafn-
tefli sem staðsetur þá í efsta sæti riðilsins
með sex stiga forskot á það næsta.
Breiður hópur hefur haldist til lengri
tíma sem stuðlar að samkeppni í liðið, flott
stemning myndast og góð störf hafa verið
unnin innan félagsins sem skilar flottasta
liði 4. deildarinnar. Haukur Eyþórsson hef-
ur farið hamförum í markaskorun og skor-
að sextán mörk í tíu leikjum. Markatala
liðsins er ótrúleg eða 53-11.
Leika gegn Ísbirninum á fimmtudaginn
Næsti leikur liðsins fer fram fimmtudag-
inn 25. ágúst kl. 18:30 á Varmárvelli þegar
Ísbjörninn kemur í heimsókn. Eftir hann
tekur við úrslitakeppnin sem gefur laust
sæti í 3. deild á næsta ári. Hefst hún laug-
ardaginn 3. september en ekki er komið í
ljós hver mótherjinn verður.
Hvíti Riddarinn vill minna bæjarbúa á
Facebook síðu sína og hvetur alla til þess að
koma og styðja við bakið á báðum liðum í
komandi leikjum og skapa brjálaða stemn-
ingu í kringum komandi úrslitakeppni.
Stuðningur Mosfellinga skiptir máli.
Hvíti Riddarinn hefur átt góðu gengi að fagna