Mosfellingur - 23.08.2016, Side 48

Mosfellingur - 23.08.2016, Side 48
Mosfellingurinn Guðni Valur Guðnason tók þátt á Ólymp- íuleikunum í Ríó í kringlukasti. Guðni sem er aðeins tví- tugur hefur stundað kringlukast í tvö ár. Guðni æfir með ÍR og tók þátt á sínu fyrsta stórmóti í Amsterdam fyrr í sumar. Þar náði hann lengsta kasti sem Íslendingur hefur náð á stórmóti, en hann kastaði 61,20 metra og hafnaði í 22. sæti. Guðni Valur náði ekki lágmarks árangri inn á leikana en Ísland á rétt á einu sæti fyrir karls- kynskeppanda án lágmarka og hlaut Guðni það sæti. Guðni setur markið hátt, hann endaði í 21. sæti í Ríó og stefnir á verðlaunasæti á Ólympíuleikunum í Tokýó 2020. Guðni Valur tók einnig þátt á Norðurlandamóti í Finn- landi um síðustu helgi. Hann gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í kringlukasti í flokki 23 ára og yngri. Guðni kastaði 61,01 metra. Í júlí tók P-1 elsti keppnishópur fim- leikadeildar Aftureldingar þátt í fim- leikahátíðinni EuroGym sem haldin var í Ceské Budejovice í Tékklandi. Eurogym er evrópsk fimleikahátíð sem haldin er annað hvert ár en í sum- ar tóku 3.900 ungmenni á aldrinum 12- 18 ára þátt, þar af 120 íslenskir fimleika- iðkendur. Þátttakendur sýna atriði sem þeir hafa æft víðsvegar um borgina, auk þess sem þeir taka þátt í fjölbreyttum íþróttavinnu- búðum sem þeir fá úthlutað. Hátíðin stendur yfir í fimm daga og hefst með opnunarhátíð og endar síðan með gala- sýningu og lokahófi fyrir ungmennin. Þakkir til bæjarbúa Stelpurnar okkar sýndu glæsilegt atrið á útisviði við stærsta leikvang borgar- innar fyrir fjölmenni í dásemdarveðri. Ferðin var í alla staði vel heppnuð og stóðu stelpurnar sig með prýði og voru Aftureldingu til sóma. Stelpurnar í P-1 hafa undanfarið ár safnað sér fyrir ferðinni með fjáröflun- um og vilja þær þakka bæjarbúum kær- lega fyrir stuðninginn. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur verið í toppbaráttu í allt sumar og á góðri siglingu, í öðru sæti með 35 stig eftir 17 umferðir þar sem 5 leikir af síðustu 6 hafa unnist. Nú þegar 5 umferðir eru eftir, er liðið í dauðafæri að komast upp um deild og það stefnir í hörkuleik á móti Gróttu á Seltjarn- arnesinu á fimmtudaginn kl. 19:15. Liðin eru jöfn að stigum og um svokallaðan 6 stiga leik að ræða. Það verður gríðarmikil lyftistöng fyrir knattspyrnustarfið í Mos- fellsbæ ef liðið kemst upp um deild. Mos- fellingar eru því hvattir til að mæta á Sel- tjarnarnesið og hvetja strákana til sigurs. Nokkrir af ungu leikmönnum okkar hafa verið að blómstra í sumar, m.a. Arnór Breki Ásþórsson sem var valinn maður 16. umferðarinnar og á laugardaginn skoraði hann 2 mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á móti KF. - Íþróttir48 Guðni Valur á Ólympíuleikunum í ríÓ Guðni Valur kastar krinGlunni í ríó Fimleikastelpur í Tékklandi mosfellinGar á fimleikahátíð Knattspyrnudeild fær átta milljónir KSÍ hefur úthlutað styrkjum til knattspyrnufélaga úr EM sjóðn- um en það er sjóður sem skilaði sambandinu verulegum fjármunum í tengslum við gott gengi íslenska karlalandsliðsins á EM í knatt- spyrnu í sumar. Afturelding hlaut kr. 8.048.000. og er það krafa KSÍ að fjármununum skuli eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna. Þessar greiðslur eru því fengur til að efla starf knattspynudeildar Aftureldinga og munu allir iðkendur njóta góðs af. Gríðarlega mikilvægur leikur gegn Gróttu á fimmtudaginn • Liðin berjast um sæti í 1. deild afturelding í dauðafæri arnór breki hefur Verið á skotskónum í sumar

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.