Mosfellingur - 23.08.2016, Síða 50
Finndu okkur á
Faxafeni 11 Sími 534 0534
Fánalengjur úr plasti
á aðeins 990 kr
og fleira skraut í bleiku,
gulu, rauðu og bláu
- Aðsendar greinar50
Heilbrigðismálin verða í forgangi
hjá Sjálfstæðisflokknum á næsta
kjörtímabili eins og formaður
flokksins hefur boðað.
Ég fagna þeirri sýn og er þeirrar
skoðunar að enda þótt vægi heil-
brigðismála hafi aukist verulega
undir forystu núverandi ríkis-
stjórnar þurfi að gera enn betur á
næstu árum. Þar er að mörgu að hyggja.
Við þurfum að efla enn frekar heilsu-
gæsluna og styrkja okkar aðal sjúkrahús
Landspítalann við Hringbraut. Fyrir liggur
áætlun um meiriháttar endurbætur og end-
urbyggingu spítalans, auk kaupa á nýjum
tækjum. Hafin er bygging sjúkrahótels á lóð
spítalans við Hringbraut og miklu skiptir að
hefjast sem fyrst handa við byggingu nýrrar
bráðadeildar.
Mín skoðun er sú að einnig sé tímabært
að skoða og ræða byggingu annars full-
komins hátæknispítala, sem við Íslending-
ar þurfum að geta tekið í notkun eftir 20-30
ár. En það er verkefni númer tvö, á eftir því
að klára margsamþykkta uppbyggingu við
Hringbraut.
Eldri borgurum þessa lands fer hratt
fjölgandi á næstu árum og við þurfum að
geta hlúð að þeim, hvort heldur er með
heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.
Börn og unglingar eiga því miður í vaxandi
mæli við ýmis kvíðavandamál að stríða og
þeim vanda verðum við að mæta
og tryggja að þeim líði vel og þau
blómstri. Þau eru jú framtíðin.
Langveikum börnum fjölgar hér
á landi. Þau eru oft að kljást við
sjaldgæfa og mjög erfiða sjúkdóma
og eiga að fá bestu þjónustu sem
völ er á.
Þetta eru dæmi úr fjölbreyttri flóru við-
fangsefna heilbrigðisþjónustu sem þarf að
taka myndarlega á. Sjálfstæðisflokkurinn
lofar aukinni áherslu á bætta samfélags-
þjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga,
eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðis-
þjónustu með stórauknum fjárframlögum á
næsta kjörtímabili. Þetta getum við ekki síst
vegna þess að ríkissjóður stendur vel eftir
okkar ríkisstjórn.
Staðfesta í ríkisfjármálum er og verður
kjölfestan í okkar stefnu. Ríkissjóður hefur
verið rekinn með afgangi og áhersla lögð á
að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrð-
ina. Lækkun vaxtagreiðslna er fundið fé og
við munum einmitt uppskera af þessum
verkum á næstu árum.
Mitt aðalkeppikefli er að Íslandi geti í ná-
inni framtíð státað af heilbrigðisþjónustu í
fremstu röð. Annað er ekki í boði.
Kær kveðja, Elín Hirst alþingismaður.
Ég býð mig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæmi 10. september nk.
Heilbrigðisþjónusta
í fremstu röð Vonandi hafa allir notið sum-arsins í faðmi fjölskyldu og/eða
vina og náð að hlaða sig orku
og jákvæðni fyrir veturinn. Við
í Heilsueflandi samfélagi ætl-
um að halda áfram uppteknum
hætti og munu haustið og vetur-
inn bera ýmislegt spennandi og
skemmtilegt í skauti sér.
„Hugsaðu jákvætt, það er léttara“
Sýnt hefur verið fram á það að hafa já-
kvæðni í orði fyrir augunum hjálpar okkur
við að beina huganum á jákvæðar brautir
og þá verður lífið einhvern veginn auðveld-
ara. Margir hafa orðið sér úti um myndir
og skilti með alls kyns jákvæðni og hafa
þeir hinir sömu alveg klárlega upplifað
þessi áhrif á eigin skinni. Eitt síðasta verk
Vinnuskóla Mosfellsbæjar nú í sumar að
einmitt að mála jákvæð skilaboð til bæjar-
búa á gangstéttir bæjarins. Frábært framtak
til að hjálpa okkur að hugsa jákvætt því það
er í raun og sann léttara!
Í túninu heima
Bæjarhátíð okkar Mosfellinga, Í tún-
inu heima, verður haldin með pompi og
prakt núna um helgina. Þetta er sannköll-
uð fjölskylduhátíð með heilsueflandi ívafi
þar sem aðal markmiðið er að ungir sem
aldnir komi saman, auðgi andann og njóti
samverunnar með fjöldskyldu og vinum.
Dagskráin er að venju glæsileg en hana má
finna á heimasíðu bæjarins og að sjálfsögðu
hér í Mosfellingi.
Tindahlaupið
Eitt skemmtilegasta hlaup sum-
arsins, Tindahlaupið í Mosfells-
bæ, er framundan og verður einn
af hápunktum bæjarhátíðarinnar Í
túninu heima. Í þessu náttúru- og/
eða utanvegahlaupi verða fjórar út-
færslur í boði, þ.e. 7 tindar (37 km),
5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km)
og 1 tindur (12 km). Hlaupið verður laug-
ardaginn 27. ágúst og því tilvalið að reima
á sig skóna og velja sér áskorun við hæfi.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum
Mosfellsbæjar mos.is og hlaup.is
Fellaverkefni og ratleikur
Við munum í samvinnu við Ferðafélag
Íslands blása á ný til Fellaverkefnis nú í
haust með aðeins breyttu sniði þar sem
göngunum verður dreift yfir lengri tíma en
í fyrra. Við munum einnig ýta úr vör ratleik
sem við höfum verið að útbúa í samvinnu
við nemendur í Framhaldsskólanum í Mos-
fellsbæ og Ferðafélagið. Nánari upplýsing-
ar um þetta hvort tveggja verður að finna í
næsta Mosfellingi þannig að þið getið strax
farið að láta ykkur hlakka til.
Það verður sem sagt af nógu að taka og
hvetjum við ykkur sem fyrr til að taka þátt
í þessu frábæra verkefni sem Heilsueflandi
samfélag er. Hlúum að því sem okkur þykir
vænt um og verum til fyrirmyndar!
Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur
og verkefnisstjóri Heilsueflandi
samfélags í Mosfellsbæ
Upp, upp mitt geð
HÁHOLTI 14 I 270 MOSFELLSBÆ I SÍMI 586 1210 I NETFANG: bymo@internet.is
Kr. 400 -
BLÖÐRUR
10 stk.
BORÐAR
20 mtr.
Kr. 800 -
FÁNAR Á BANDI
30 stk. / 11 mtr.
Kr. 2.800 -
FÁNAR 140 x 90 cm. m/kósum - 2600 kr.
FÁNAR Á PRIKI - 46 x 32 cm. - 490 kr.
FÁNAR Á BÍLA - 640 kr.
LITASKREYTINGAR FYRIR BÆJARHÁTÍÐINA
ÚRVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA
GLÖS
8 stk. í pakka
Kr. 380 -
DISKAR
8 stk. í pakka
Kr. 380 -
ÍDRAGANLEGAR
SLAUFUR
3 stk.
Kr. 800 -
Kr. 650 -BUFFNÝTT
HÁHOLTI 14 I 270 MOSFELLSBÆ I SÍMI 586 1210 I NETFANG: bymo@internet.is
Kr. 400 -
BLÖÐRUR
10 stk.
BORÐAR
20 mtr.
Kr. 800 -
FÁNAR Á BANDI
30 stk. / 11 mtr.
Kr. 2.800 -
FÁNAR 140 x 90 cm. m/kósum - 260 .
FÁNAR Á PRIKI - 46 x 32 cm. 49 .
FÁNAR Á BÍLA - 640 kr.
LITASKREYTINGAR FYRIR BÆJARHÁTÍÐINA
ÚRVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA
GLÖS
8 stk. í pakka
Kr. 380 -
DISKAR
8 stk. í pakka
Kr. 380 -
ÍDRAGANLEGAR
SLAUFUR
3 stk.
Kr. 800 -
Kr. 650 -BUFFNÝTT
HÁHOLTI 14 I 270 MOSFELLSBÆ I SÍMI 586 1210 I NETFANG: bymo@internet.is
Kr. -
10 stk.
BORÐAR
20 mtr.
Kr. 800 -
F
30 stk. / .
. . -
FÁNAR 140 x 9 c .
FÁNAR Á P I I -
LITASKREYTINGAR FYRIR BÆJARHÁTÍÐINA
ÚRVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA
GLÖS
8 stk. í pak a
Kr. 380 -
DISKAR
8 stk. í pak a
Kr. 380 -
ÍDRAGANLEGAR
SLAUFUR
3 stk.
Kr. 800 -
Kr. 650 -BUFFNÝT
HáHolti 13-15 - Sími: 416 0100
Fæst nú í
Apótek MOS
Gleðilega bæjarhátíð!