Mosfellingur - 23.08.2016, Page 54
Vaka Sóllilja kom í heiminn 4. nóv-
ember 2015 og var 15 merkur og
52 cm. Stóri bróðir heitir Þorsteinn
Flóki og er 4 ára. Foreldrar eru
Yrsa Örk og Högni Valur.
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Taco-súpa fyrir haustið
Í eldhúsinu
Kristjana Einars og Jóhann
Þór deila hér með okkur
haustsúpu sem ávallt vek-
ur mikla lukku á heimili
fjölskyldunnar í Brekku-
tanganum.
• 500 gr nautahakk
• 2 rauðlaukar
• 2 paprikur
• 3 hvítlauksrif
• 2 tómatar
• 1 lítil sæt kartafla
• 3 msk tacokrydd
• 1 kjúklingateningur
• 1 krukka mild chunky
salsa (350 gr)
• 2 msk tómatpúrra
• 1 l vatn
• 2 msk rjómaostur
• 2 msk rjómi
Aðferð: Skerið rauðlauk,
papriku og hvítlauk smátt.
Hitið stóran pott og brúnið nautahakkið í
pottinum. Bætið grænmetinu út í og látið
krauma þar til það mýkist aðeins. Kryddið
með tacokryddinu og setjið gróft skorna
tómatana út í. Setjið salsasósuna, tómat-
púrru, kjúklingatening og vatn út í og hleyp-
ið suðunni upp. Skerið sætu kartöfluna í litla
teninga og bætið út í. Látið sjóða við hægan
hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum og
rjómaostinum saman við og smakkið til með
salti og pipar ef ykkur
finnst þurfa. Mér finnst
svo gott að stappa að-
eins sætu kartöflurnar í
súpunni með gamaldags
kartöflustappara, áður
en ég ber hana fram, þá
þykknar súpan aðeins.
Súpan er góð strax, en
enn betri daginn eftir
svo það er upplagt að
gera auka fyrir nestið
eða í matinn seinna.
Berið súpuna fram með
meðlætinu góða og
kreistið dálítinn límónu-
safa yfir hverja skál.
Njótið í botn!
Meðlætið:
• 5 tortillakökur
• Avocado í bitum
• Rifinn maríbó ostur
• Smátt saxaður vorlaukur
• Límónubátar
Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
Staflið tortillakökunum upp, skerið í tvennt
og svo í mjóar ræmur. Leggið á ofnplötu,
dreifið örlítilli olíu yfir og sjávarsalti og
blandið vel saman. Bakið í 15 mínútur og
hrærið aðeins í kökunum einu sinni eða
tvisvar yfir bökunartímann. Látið kólna og
berið fram með súpunni.
Úr einu
í annað
Þá er komið að þessum tímamótum
sem við sveitungar bíðum spennt eftir
á
hverju ári: Þjóðhátíð Íslendinga... eða
okkar Mosfellinga Í túninu heima. Það
er
troðfull dagskrá alla helgina og úr næ
gu
góðgæti að kjamsa á þetta árið eins og
önnur ár. Þessi hátíð sýnir að við þurf-
um ekki að að leggja land undir fót eð
a
yfirgefa bæjarmörkin til að upplifa gó
ða
skemmtun eða góða bæjarhátíð.
Enski boltinn er byrjaður að rúlla enn
eitt árið kannski eins og við var að búa
st
á þessum árstíma og ætti ekki að kom
a
mikið á óvart. Við púlarar, flestir held
ég, tökum þetta tímabil með blendnu
m
hug enda var síðasta tímabil ekki að fy
lla
neinar bikarhillur þó svo að tveir hafi
verið ansi nálægt því að enda í skápun
-
um í Bítlabænum. Ekki er nú að búast
við því að margir rati þangað í ár þótt
við vonum það besta og krossum okka
r
fingur og tær. Enda er orðið langt síða
n
sá titill sem okkur þyrstir mest í hefur
verið hjá okkur. Bara að hann endi ek
ki í
Manchester-borg hjá þeim rauðklædd
u.
Strákarnar okkar í boltasparkinu eru
búnir að eiga gott sumar og eru þeir í
næstefsta sæti þegar fimm leikir eru e
ftir
og þetta VERÐUR ÁRIÐ sem við förum
upp. Strákarnir í Hvíta Riddaranum e
ru
langefstir í sínum riðli og eru ekki bún
ir
að tapa leik. Well done. Stelpurnar í
Aftureldingu og Hvíta Riddaranum er
u
því miður ekki búnar að eiga eins gott
sumar og strákarnir, því verður að gan
ga
betur næst.
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég
pistil um að það væri stærðfræðilegur
möguleiki á að Donald Trump gæti or
ðið
næsti forseti Bandaríkjanna og það
mætti alls ekki gerast. Þá var sagt við m
ig
„ertu eitthvað klikkaður, hann fær ald
rei
svo mörg atkvæði til að hljóta tilnefnin
gu
repúblikanaflokksins“. En kvikindið n
áði
kjöri og er ekki lengur með stærðfræð
i-
legan möguleika heldur er MJÖG nálæ
gt
því. Bandaríkjamenn, eru þið klikkað
-
ir? Ætlið þið virkilega að láta þennan
rugguhest verða forseta ykkar? Ekki v
eit
ég hvað er í gangi þarna vestur frá, hvo
rt
loftið sé svona mengað, drykkjarvatni
ð
eða hvað þetta fólk er búið að vera að
reykja en hárkollan er hættulega nálæ
gt
þessu og þetta er ekki fyndið lengur. N
ú
fer maður að vera smeykur. Ég bíð bar
a
eftir að einhver segi „Nei, djók, þetta v
ar
bara grín, hann verður aldrei valdame
sti
maður í heimi.“
En gleðilega bæjarhátíð.....
Högni Snær
Hjá Kristjönu og j
óHanni
- Heyrst hefur...54
Rebekka Líf Ólafsdóttir og Steinunn
Eva Óladóttir 9 ára héldu tombólu
fyrir utan Lágafellslaug og söfnuðu
1.053 kr. Afraksturinn afhentu þær
Rauða krossinum í Mosfellsbæ.
hlutavelta
Kristjana og Jóhann skora á Sólveigu hörpu og Sigurð að deila með okkur næstu uppskrift
Sendið okkur myndir af nýjum
Mosfellingum ásamt helstu
upplýsingum á netfangið
mosfellingur@mosfellingur.is
Heyrst Hefur...
...að Victoría Beckham hafi fengið sér
kaffi og krap í Ice, boost and burgers
í Háholtinu í sumar. David Beckham
beið úti í bíl á meðan.
...að Hanna sím hafi haldið mikla
fimmtugsafmælisveislu á Hvíta
riddaranum á dögunum og fengið
gjöf frá höfuðstöðvum Liverpool.
...að túristar hafi verið myndaðir með
rassinn upp í loftið við að gera þarfir
sínar í Álafosskvosinni.
...að búið sé að opna nýja apótekið
í Krónuhúsinu.
...að handboltastrákarnir fari í
æfingaferð til finnlands um helgina í
boði Litháans Gintaras sem lék með
Aftureldingu á gullaldarárunum.
...að bestu Pókemonana í Mosó
sé að finna í Völuteigi.
...að Björgólfur thor sé búinn að kaupa
sér lóð í Desjamýri undir dótakassa.
...að Ólafur ragnar, Dorrit og sámur
séu flutt á reykjamel og uni sér vel.
...að Hildur Péturs og Hjölli
eigi von á barni.
...að Þrándur Gísla sé búinn að setja
handboltaskóna á hilluna.
...að 100 bílar séu fluttir úr Þverholt-
inu en þar muni koma í staðinn nýtt
bílaumboð fyrir fiat og Chrysler.
...að knattspyrnudeild Aftureldingar
fái rúmar 8 milljónir af því eM
framlagi sem KsÍ deilir nú út til
aðildarfélaga.
...að sjoppan við Bónus í Kjarna
heiti nú Lukku-Láki.
...að Jökull í Kaleo sé kominn
með kærustu frá Búðardal.
...að uppselt sé á afmælistónleika
Papanna sem fram fara í Hlégarði
3. september.
...að Mosfellingur ársins og ermar-
sundgarpurinn sigrún Geirs hafi
hlaupið heilt reykjavíkurmaraþon
um síðustu helgi.
...að fyrsti heimaleikur strákanna
í handboltanum verði að Varmá
fimmtudaginn 8. september.
...að Ólafur ragnar sé orðinn
fastakúnni í fiskbúðinni.
...að mikill hiti hafi verið á síðasta
bæjarstjórnarfundi þegar rætt var
um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ.
...að skátarnir séu að fara flytja sig
í Kvosina á Álafossveg 18.
...að Bryndís Haralds sé hætt sem
stjórnarformaður strætó og ætli
að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðis-
flokksins til Alþingiskosninga.
...að Arnór trommari og María
eigi von á barni.
...að útileguhópur frá Garðabæ sé bú-
inn að að koma og skoða aðstæður á
tjaldstæðinu fyrir bæjarhátíðina.
...að 1970-árgangurinn ætli að hittast
á Hvíta riddaranum 8. október.
...að Kaleo hafi náð á topp Billboard
listans í Bandaríkjunum og velt red
Hot Chilli Peppers úr sessi.
...að Gummi Makker verði fimmtugur
á fimmtudaginn.
mosfellingur@mosfellingur.is