Mosfellingur - 15.01.2010, Blaðsíða 14
Senda mikið magn
fata til Rússlands
Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt
sem framlag hjá Kjósarsýslu-
deild Rauða krossins unnu
hörðum höndum fyrir jólin við
að útbúa ungbarnapakka fyrir
hjálparstarf erlendis. Hópurinn
hefur verið starfræktur síðan í
vor og hefur prjónað, saumað
og heklað föt fyrir 0-12 mánaða
börn. Fötin hafa verið útbúin
af mikilli útsjónarsemi þar sem
garn og efni sem deildinni hefur
áskotnast er endurnýtt. Fimmtíu
pakkar voru sendir til Rúss-
lands í byrjun desember sem
allir voru troðfullir af hlýjum og
góðum fatnaði sem útbúinn var
af mikilli umhyggju og gleði.
Nemendur kynnast
ólikri menningu
Sjálfboðaliðar í nýstofnuðum
Menningarklúbbi AFS-skipti-
nemasamtakanna heimsóttu á
dögunum nemendur í 5. og 6.
bekk Lágafellsskóla. Markmiðið
er að kynna framandi lönd og
mismunandi menningu. Efl a
skilning þeirra á margbreytileg-
um viðhorfum ólíkra menningar-
heima og auka um leið víðsýni
þeirra og umburðarlyndi.
Fjórir sjálfboðaliðar sem eru
tiltölulega nýkomnir heim frá
dvöl sinni erlendis höfðu frá
ýmsu forvitnilegu að segja.
Börnin sýndu mikinn áhuga á
því sem sjálfboðalið arnir kynntu
fyrir þeim. Allt kynningar efnið
byggist á fræðslu og leikjum,
sem m.a. er ætlað að efl a með
krökkunum hópefl i og sam-
vinnu. Það er óhætt að segja að
starf sjálfboðaliða sé stór þáttur
í starfsemi AFS á Íslandi en um
300 slíkir leggja starfseminni lið
um land allt. Þrjár deildir eru
starfandi á landinu, í Reykjavík,
á Eyjafjarðarsvæðinu og á
Vestur landi.
- Hvað er að frétta?14
HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU 1290,-
Ungmennastarf Kjósarsýslu-
deildar fékk góða heimsókn á fyrsta
fundi ársins. Susan Yuen, 19 ára
sjálfboðaliði Rauða krossins frá
Hong Kong kom og sagði frá ung-
mennastarfi nu þar. Umgjörð starfs-
ins í Hong Kong er talsvert ólík því
sem þekkist hér á landi og margt
sem kom krökkunum á óvart.
Ungmennafundir eru haldnir
tvisvar í viku, á föstudagskvöldum
og sunnudagsmorgnum, og eru allir
klæddir í sérstaka búninga á þeim
fundum. Búningarnir eru mismun-
andi eftir aldri sjálfboðaliða og
hvaða stöðu þeir gegna. Eins er hægt
að safna á þá merkjum fyrir skyndi-
hjálpargráður og fl eira. Krakkarnir
furðuðu sig á því af hverju Rauði
kross Íslands væri ekki með sams-
konar búninga, en voru hins vegar
ekki tilbúnir að innleiða marseringu
í starfi ð!
Tveir ungmennahópar eru starf-
ræktir hjá Kjósarsýsludeild sem
vinna að fjölbreyttum og skemmti-
legum verkefnum í tengslum við
starfsemi og hugsjónir Rauða kross-
ins. Mórall er fyrir 13-16 ára krakka
sem hittist vikulega í Þverholti 7
á fi mmtudögum kl. 18-19:30. X-
hópur inn er fyrir 16 ára og eldri og
hittist hann síðasta fi mmtudag í
mánuði kl. 20. Allir áhugasamir eru
hjartanlega velkomnir.
Fjölbreytt starf ungmenna í Kjósarsýsludeild Rauða krossins
Fengu góða heimsókn frá Hong Kong
Björgunarsveitin Kjölur á Kjalar-
nesi hélt upp á 60 ára afmæli sitt
með opnu húsi í Þórnýjarbúð þann
29. desember s.l. Boðið var upp
á kaffi og meðlæti og voru meðal
ann ars hús, tæki, gamlir og nýir gall-
ar til sýnis. Þetta var hin ánægju-
legasta stund og um 150 manns
komu í heimsókn. Meðal gesta voru
forsvarsmenn Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, fulltrúar margra björg-
unarsveita og Slökkviliðs Höfuð-
borgarsvæðisins, Lögreglu, slysa-
varnadeildar kvenna í Reykjavík og
eldri félagar.
Björgunarsveitin fékk góðar
gjafi r og margar frómar óskir og
meðal ann ars afhenti Fríður Birna
Stef ánsdóttir formaður slysavarna-
deildar kvenna í Reykjavík sveit-
inni styrk að upphæð kr 500.000 til
viðgerða á Ford Econoline.
Tækifærið var einnig nýtt til að
festa á blað athugasemdir gesta og
eldri félaga við afmælisrit Kjalar sem
út kemur á næstunni, en fyrstu drög
þess lágu frammi í tilefni dagsins.
Þakkar Kjölur Kjalnesingum og öll-
um gestum kærlega fyrir komuna og
góðan stuðning við sveitina.
Tímamót í björgunar- og slysavörnum á Kjalarnesi
60 ára afmæli Kjalar
Fríður Birna Stefánsdóttir formaður Slysa-
varnadeildar kvenna í Reykjavík og Birgir
Þór Guðbrandsson formaður Kjalar.