Mosfellingur - 15.01.2010, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 15.01.2010, Blaðsíða 4
Mosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins hafa hafi ð samstarf um nágrannavörslu í Mos- fellsbæ í samvinnu við íbúa. Fyrsta gatan til að taka þátt í nágranna- vörslu í Mosfellsbæ er Rituhöfði. Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og al- mennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið hefur úr veggjakroti. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og heimili öruggari. Með því móti er leitast við að draga úr innbrot- um, þjófnaði og skemmdarverkum. Nágrannavarsla hefur verið þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri bæði á Íslandi og víða erlendis. Á myndinni má sjá samheldin hóp íbúa í Rituhöfða taka við skilti frá Mosfellsbæ til staðfestingar þess að nágrannavarsla sé í götunni. Það er Bryngeir Jónsson götustjóri Rituhöfða sem tekur formlega við skiltinu úr höndum Haraldar Sverr- issonar bæjarstjóra. - Fréttir úr bæjarlífi nu4 KIRKJUSTARFIÐ 17. janúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson 24. janúar TAIZE - Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20. Sr. Skírnir Garðarsson 31. janúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson Sunnudagaskólinn er í Lágafells kirkju á sunnudögum kl. 13. www.lagafellskirkja.is www.lagafel lsk irkja. is Helgihald næstu vikna Hjúkrunarheimili í Víðinesi lokar Hjúkrunarheimilinu í Víði- nesi verður lokað 1. september samkvæmt ákvörðun félags- og trygginga málaráðuneytis. Heimilisfólk mun við lokunina fl ytjast á nýtt hjúkrunarheimili á Suðurlandsbraut sem stjórn- völd byggja nú í samstarfi við Reykjavíkurborg. Starfsfólk í Víðinesi mun njóta forgangs í störf á nýja hjúkrunarheimilinu. Rúmlega 160 manns starfa á heimilunum. Í Víðinesi eru tvær deildir fyrir 38 heimilismenn. Það var opnað eftir miklar endur- bætur árið 1999. Allar nánari upplýsingar um helgihald og safnaðarstarfi ð er hægt að nálgast á heimsíðu sóknarinnar: www.lagafellskirkja.is laugardagskvöldið 23. janúar 2010 INGÓ OG Forsalan er hafi n á N1 í Háholti Upplýsingar varðandi borðapantanir í síma 692-4005 (Anna Ólöf) Mosfellingar taka upp nágrannavörslu Samvinna nágranna Íbúar Rituhöfða hafa gert samning um ná- grannavörslu í götunni. Kvenfélag Lágafellssóknar fagnar þeim merkisviðburði nú um stundir að hafa verið starfandi í heila öld. Annan dag jóla árið 1909, kl. 12 á hádegi var stofnfundur Kvenfélags Kjalarneshrepps (síðar breytt í Kvenfélag Lágafellssóknar) haldinn á Völl um á Kjalarnesi, stofnend- ur voru 11 konur. Fyrsti formaður félagsins var Guðrún Jósefsdóttir frá Völlum. Samþykkt var á fyrsta fundi að félagið skyldi vinna að því að styðja og styrkja fátæka. Mosfellingar fyrr og nú hafa not- ið góðs af öllu því góða starfi sem kvenfélagið hefur innt af hendi og má til sanns vegar færa að félagið hafi lagt grunn að því samfélagi sem við búum nú í. Það hélt út öfl ugu starfi á sviði félagsþjón ustu, fræðslu og menningar og var í raun, ásamt ungmennafélaginu, kjölfestan í félags lífi Mosfellinga fram eftir 20. öldinni. Mosfellsbær tók saman afmælisrit í tilefni þessa merkisviðburðar sem hægt er að skoða á www.mos.is Eldri borgarar láta gott af sér leiða Þátttakendur í félagsstarfi eldri borgara gáfu fyrir jólin ágóða af sölu muna af jólabasar til Líknarsjóðs Lága fellssóknar að upphæð kr. 500.000. Úthlut- un fjárins er í samvinnu við Fjölskyldu svið Mosfellsbæj ar. Að sögn félagsmálastjóra bæj- arins, Unnar V. Ingólfsdóttur, má merkja fjölgun þeirra sem eiga erfi tt með að ná endum sam an með t.d. aukinni eftirspurn eftir fjárhagsaðstoð og því er gjöf þessi kærkomin. „Þar sem margir eldri borgarar muna tímana tvenna, er það þeim mikil ánægja að geta glatt þá sem þurfa á hjálp að halda,” segir Svanhildur Þorkelsdóttir, umsjónarmaður Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Stjórn kvenfélagsins: Frá vinstri, Sigrún Sigurðardótt ir, Ingimunda Loftsdóttir, Esther B. Gunn arsdóttir og Aðal- heiður Úlfsdóttir. Haldið var upp á aldarafmæli kvenfélags Lágafellssóknar í Hlégarði Kvenfélag Lágafellssóknar 100 ára Mosfellsbær færði kvenfél- aginu afmælisrit að gjöf sem má skoða inn á www.mos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.