Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500 Sunnudaginn 3. des heldur Karla- kór Kjalnesinga og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar sameiginlega tónleika í íþróttahúsinu að Varmá. Að sögn Jóns Magnúsar, formanns kórsins, er markmið tónleikanna að vekja athygli á aðbúnaði eldri borgara og þá sér- staklega hjúkrunarheimilis málum. Dæmi séu um að aldraðir eigi erfitt með að fá pláss og þurfi jafnvel að leita langt út fyrir heimabæ sinn eftir því. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er eldri borgurum boðið á þá. Ragn- heiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Gréta Aðalsteinsdóttir formaður félags eldri borgara, munu allar taka til máls við þetta tækifæri. Jón Magnús fékk hugmyndina að þessum tónleikum fyrir skömmu og við spurðum hann, af hverju þetta málefni? „Jú, eftir að ég og fjölskylda mín lentum í því að þurfa að koma gömlum manni inn á hjúkrunar- heimili sá ég ástæðu til þess að vekja athygli á stöðunni. Kórfélagarnir og lúðrasveitin tóku vel í þetta og margir hafa sögu að segja þegar kemur að málefnum aldraðra. Þegar jafnvel þarf að slíta fólk úr því umhverfi sem þeir hafa verið í alla sína ævi til að koma því á hjúkrunarheimili þá verður manni hugsað til gamla fólksins“ Aðspurður segist hann ánægður með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fjölga hjúkrunarrýmum í Mos- fellsbæ og auðvitað vilja Mosfell- ingar eyða ævikvöldinu í heimabæ sínum. „Sex ára börn eiga frátekið pláss þegar skólaganga þeirra hefst og þannig ætti það einnig að vera fyrir eldra fólkið þegar þau þurfa á hjálp að halda. Þetta vandamál er víða til staðar og að því ber að huga. Umræðan á að vera uppi á borðinu og með þessum tónleikum viljum við vekja athygli á þessu og kalla eftir stefnu og hugarfarsbreytingu í garð eldra fólks. Nú er bara að mæta á tónleikana og láta gott af sér leiða, fylgja eftir þeim loforðum sem gefin hafa verið til næstu ára og hamra járnið á meðan það er heitt.“ sagði Jón Magnús að lokum. Viggó Valdimarsson Ég er mjög ánægður og með alla þjónustu. Hrefna Valdimarsdóttir Ég hef ekkert annað en gott um það að segja en það vantar hjúkrunarheimili sem fyrst hér í Mosfellsbæ. Auður Laxness Ég er mjög ánægð í alla staði með þjónustuna en það vantar hjúkrunar- heimili í Mosfellsbæ. „Mér finnst vel búið að öldruðum hér í Mos- fellsbæ. Núna eru 20 íbúðir fyrir í þjónustuhúsi aldraðra við Hlaðhamra en þar er sólarhrings- þjónusta. Þar er hægt að kaupa mat og heimaþjónustu í formi þrifa og þvottar. Eftir áramótin verða teknar í notkun 39 öryggisíbúðir fyrir aldraða í viðbygginu við Hlað- hamra. Þetta mun breyta miklu hvað varðar öryggi þeirra sem þangað flytja. Mosfellsbær veitir mörgum heimilum aldraðra í bæn- um heimaþjónustu sem fellst aðal- lega í þrifum og matarsendingum. Við höfum ekki alveg getað sinnt öllum beiðnum um aðstoð og vantar mig starfsmann í um 50% starf til að geta sinnt öllum sem sótt hafa um þjónustu . Félagsstarf aldraðra, sem er staðsett í þjónustuhúsi aldraðra við Hlaðhamra, er mjög vel sótt af eldri borgurum. Þeir hittast að minnsta kosti tvisvar í viku og vinna handavinnu eða binda inn bækur og skera út í tré. Kór eldri borgara, Vorboðarnir, er með æfingar þar einu sinni í viku. Dagvist er í boði fyrir þá sem þurfa þess með og er hún stað- sett í þjónustuhúsinu. Í dag höfum við leyfi fyrir níu plássum. En því miður, hér er enn ekkert hjúkrunarheimili og er dálítill kvíði í mögum, sem fljótlega munu hafa þörf fyrir hjúkrunar- vist, um hvað verði um þá við þessi tímamörk í lífi þeirra. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að finna þessu fólki hjúkrunarvist sem næst heimili þeirra en því miður hefur ekki alltaf tekist að verða við því. Nú horfum við þó björtum augum til framtíðar hvað þetta varðar því heil- brigðisráðuneytið hefur samþykkt byggingu 20 rúma hjúkrunardeildar hér í Mosfellsbæ og mun hún bjarga mörgum í framtíðinni. Þetta er það helsta sem ég get sagt um aðbúnað aldraðra í Mosfellsbæ en betur má ef duga skal.” Valgerður Magnúsdóttir forstöðu- maður heimaþjónustu Mosfells- bæjar og þjónustuhúss aldraðra við Hlaðhamra. Magnea Magnúsdóttir Ég er mjög ánægð en það vantar hjúkrunarheimili sem fyrst. Hvernig er búið að öldruðum? Karlakór Kjalnesinga og Skólahljómsveitin halda tónleika í þágu aldraðra Aldraðir eiga betra skilið Hvernig er búið að öldruðum í Mosfellsbæ? Hjúkrunarrýmum fjölgar um 174 Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur kynnt áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á árunum 2006 til 2010 en þeim mun fjölga um 174 á landinu. Ákvörðunin byggist á niðurstöðu nefndar stjórnvalda og fulltrúa Landssambands eldri borgara. Tuttugu hjúkrunarrýmanna verða á Sjúkrahúsi Suðurlands, fjörutíu og fjögur rými verða í Kópavogi, tuttugu verða í Mosfellsbæ, þrjátíu í Reykjanes- bæ og í Hafnarfirði, tíu á Ísafirði, og tuttugu í Garðabæ.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.