Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 19
á hug minn allan Konfektið 19Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur „Gísli Skúlason „Fyrsti vísirinn að jólastemn- ingu í mínum huga er þegar jólaskreytingar taka að lýsa upp skammdegið. Þegar bókatíðindi hafa svo verið borin í hús fi nnst mér eins og það sé opinberlega búið að hringja inn jólin. Þá er tími til þess kominn að anda að sér stemningu og aðdraganda jólanna með því að taka þátt í jólaverslun og / eða setjast niður og skrifa jólakort til vina og ættingja, helst með heitt kakó, góða tónlist, hvíta jörð og kertaljós í bakgrunni. Þá er ég kominn í jólaskap!“ Hlynur Tómasson „Tja - er maður ekki alltaf í jólaskapi? En það eykur að sjálfsögðu á stemminguna þegar jólalögin fara að heyrast - eins og White christmas með Bing Crosby nú eða bara hann Laddi okkar með snjókornin sem falla. Og toppurinn er náttúrulega þegar hamborgarhryggurinn er inni í ofni og allir pakkarnir komnir á sinn stað undir trénu.“ Jóhanna Baldursdóttir „Jólaskapið kemur með aðventunni og þegar jólaljósin fara að lýsa upp skammdegið þá kemur jólastemningin. Besta leiðin til að njóta aðventunnar er að sleppa öllu stressi, vera innan um gott fólk, fara á kaffi hús og tónleika. Ganga Laugaveg- inn og syngja jólalögin með Álafosskórnum.“ Eva Björk Sveinsdóttir „Það er margt sem kemur mér í jólaskap, meðal annars eru það jólalögin í útvarpinu í byrj- un desember, baka smákökur með strákunum mín um, skrifa jólakort, setja upp jólaskraut og kaupa jólagjafi r. Í desember er svo mikið um að vera, jólahlaðborðin eru ómissandi, öll ljósadýrðin og skraut alls staðar. Þetta er alveg frábær tími. Það sem kemur mér þó pottþétt í hörku jólaskap er ef það snjóar í desember. Það er ekkert eins jólalegt og nýfallinn snjór sem situr á trjánum svo greinarnar svigna. Karl Friðriksson „Jólin hafa langan aðdraganda hjá mér. Hugleiðingar um jól byrja við upphaf rjúpna- vertíðarinnar. Þannig má segja að 15. október ár hvert sé byrjun á jólunum, þegar ég ásamt tveimur félögum mínum förum til veiða eins og við höfum gert síðastliðin 25 ár. Það er alltaf farið á fyrsta degi og aldrei skotið meira en rétt fyrir kvöldverð á aðfangadag. Frá 15. október er síðan notað hvert tækifæri fram að jólum til að komast í enn frekara jólaskap.“ Hvenær kemst þú í jólaskap? MOSFELLINGUR Kjúklingabringu Fajitas fyrir tvo kr. 1990 Alltaf heitur heimilismatur í hádeginu Steik og ís á föstudögum Munið bílalúguna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.