Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar16 Styrktartónleikar kirkjukórsins Jólaljós, stórtónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20.desember kl. 20.00. Tónleikarnir eru til styrktar ungri konu í Innri-Njarðvík og þremur börnum hennar en þau misstu fjölskylduföðurinn í bíl- slysi í sumar sem leið. Kirkjukór Lágafellssóknar ásamt hópi lista- manna halda tónleikana. Nánar auglýst síðar. Stjórnandi kórsins er Jónas Þórir Leikfélag Mosfellssveitar hélt upp á 30 ára afmæli sitt þann 11. nóvember í Hlégarði. Þar komu saman leik- félagar og velunnarar leikfélagsins og áttu ánægjulega kvöldstund. Skemmtiatriði á vegum félagsins þóttu vel heppnuð og eftir þau lék stórhljómsveit Bigga Haralds fyrir dansi. Þá hélt Leikfélagið einnig skemmtikvöld þann 18. nóvember í leikhúsinu. Þar var boðið upp á gömul og góð skemmtiatriði sem og ný í bland. Nú er Leikfélagið að sýna nýtt leikrit í leikhúsinu sem ber nafnið Varaðu þig á vatninu. Verkið er í leikstjórn Guðjóns Pálmarssonar. Næsta sýning verður 3. desember. Samstarf Gljúfra steins og Þórbergsseturs Þann 25. nóvember var undir- ritaður samstarfssamningur hjá Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Samingurinn felur í sér að stofn an irnar taka höndum sa man í að efl a áhuga á íslenskum bókmennt um og menningu. Glæsilegur árangur Þann 4. nóvember síðastliðinn var haldin nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Keppnin var haldin í 15. skipti. Fjölmargar hugmyndir komu frá nemendum í Varmárskóla. Þrír nemendur úr skólanum komust í úrslit. Anna Lilja Ægisdóttir vann 2. verðlaun fyrir hugmynd í fl okki hugbúnaðar fyrir tillögu sína Latabæjarorka og vandræði. Þá komust þeir Ingavar Þór Garðars- son og Davíð Hafsteinsson í úrslit með hugmynd sína, grjónapúði með baki. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin. Glæsilegur árangur hjá börnunum og greini- lega margir góðir hugmynda- smiðir sem leynast í bænum. Táknmyndir Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir í Listasalnum Glæsileg afmælisveisla leikfélagsins Dagur íslenskrar tungu á Hlaðhömrum Dagur íslenskrar tungu var þann 16. nóvember. Börnin á leik- skólanum Hlaðhömrum gerðu sitt til þess að halda upp á daginn og mættu í skólann í náttfötum og með uppáhaldsbangsann sinn. Öll börnin hittust síðan í salnum og þar ræddi Dóra Wild við börnin um dag íslenskrar tungu og íslensku skáldin okkar. Þá var einnig sungið og mikil gleði það sem eftir lifði dags. Myndlistasýningin Táknmyndir er nú til sýnis í Listasalnum. Verkin eru eftir Ólöfu Oddgeirsdóttur. Ólöf útskrifaðist úr Myndlis- ta og handsmíðaskóla Íslands árið 1994 og hefur því starfað við myndlist í rúm 16 ár. Sýningin er níunda einkasýning Ólafar en hún starfar og býr í Álafosskvos og starfrækir þar einnig sýningarsal. Sýningin er öllum opin á opnunartíma bókasafnsins.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.