Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 12
Kristinn Magnússon fjallar um fornleifar í Mosfellsbæ Í brekkunni suðaustan og austan við húsnæði eldri deildar Varmár- skóla eru rústir húsa sem tilheyrðu Varmárbænum. Í örnefnalýsingu segir: „... en bærinn stóð austan í móti, í brekku, sem hallaði niður að ánni, en hún heitir Varmá. Af þeirri á dró bærinn nafn sitt.“ Heim ildir greina að kirkja hafi verið að Varmá. Elstu heimildirnar eru frá 1367. Kirkjan var Péturskirkja, þ.e. hún var helguð Pétri postula. Kirkjunnar er getið í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397 og eru þar m.a. taldar upp eigur hennar. Viðeyjarklaustur eignaðist kirkjuna árið 1395. Ekki er með vissu vitað hvenær hún var afl ögð en talið að það hafi verið á árabilinu 1553 – 1584. Í túni Varm ár bæjarins stóð hóll sem talið var að geymdi rústir kirkjunnar að Varmá. Á árunum fyrir 1970 voru uppi áform um byggingu Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar svo nærri hólnum að ekki þótti víst að hann mundi sleppa óskaddaður frá þeim framkvæmdum. Kirkjurústin grafi n upp Árið 1968 var því ráðist í forn leifa- uppgröft á staðnum. Sveinbjörn Rafnsson stjórnaði uppgreftrinum en honum til aðstoðar var Helgi H. Jónsson. Sveinbjörn skrifaði grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1970 þar sem hann gerði grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna. Í hóln- um fundust leifar þriggja húsa frá mismunandi tímum. Efst var tóft sem var um 3 metra löng og um 1,5 metra breið. Dyr voru á vesturgafl i. Tóftin var nokkuð vel varðveitt og í henni var hellugólf. Engar áreiðan- legar vísbendingar fundust um til hvers það hús sem þarna stóð hafði verið notað. Líklegast þótti að að um hafi verið að ræða ein hverskonar útiskemmu eða kofa yfi r búpening. Í tóftinni fannst m.a. eirhani með skrúfu eða handfangi. Hanar af þess ari gerð komu fram á síðmiðöld- um og héldust lengi í notkun. Þeir voru reknir í öltunnur þegar tappa skyldi af þeim. Sveinbjörn Rafnsson taldi að kofi nn hafi verið reistur ein- hvern tíma á 19. öld. Undir þessari tóft var önnur. Hún var byggð úr torfi og grjóti. Í tóftinni voru þykkar gólf- skánir og í norðvesturhorni tóftar - inn ar fannst eldstæði. Þar fund ust járngjalls molar sem rekja má til járnsmíði. Ljóst þótti að hér hafði staðið smiðja. Í smiðjunni fannst fjöldi muna. Margir þeirra voru úr eir, t.d. tappi sem talin er vera skrúfu- ventill úr ölhana. Fimmtán rauðir jaspissteinar lágu saman í hrúgu í smiðjunni. Þar voru tilhöggnir stein- ar sem virtust vera sleggjuhausar. Nokkuð fannst af glerbrotum, bæði úr rúðugleri og fl öskum og einnig fundust allmörg brot af leirkerum sem tímasett voru til 18. aldar. Í rúst- inni fannst öskulag sem Sveinbjörn Rafnsson leiddi líkur að að væri úr Kötlugosi frá 1721. Staðsetningu lagsins taldi hann sýna að smiðjan hafi verið reist skömmu eftir árið 1721. Und ir smiðjutóftinni kom þriðja tóftin í ljós. Voru þar komnar leif ar kirkjunn ar sem eitt sinn stóð að Varmá. Kirkjan hefur verið mjög lítil, aðeins 5 x 3 metrar að innan- máli eða 15 fermetrar. Undirstöður veggjanna voru úr grjóti og mjög vandaðar. Við austurgafl inn var u- lög uð steinaröð sem myndaði kór kirkjunnar. Kirkjan var gerð úr torfi og grjóti. Að innan var hún senni- lega þiljuð og með timburgólfi . Lík- lega hefur verið upphækkun í kór kirkjunnar og þrep upp á hana. Á vesturhlið kirkjunnar hefur líkast til verið timburstafn. Grafi r fundust við norður- og suðurvegg kirkjunnar og lágu þær eins og tóftin. Í kirkjutóft- inni fundust m.a. tvær eirþynnur sem haldið er saman af þremur eirnöglum, eirhanki, sennilega eyra af potti, brot af eggjárni, ljá eða sigð, snældusnúður úr klébergi og græn- leitt steinbrot sem í hefur verið rist- ur hringur. Eru rústir kirkju og kirkju- garðs enn varðveittar? Svo virðist sem enginn hafi leng- ur vitneskju um nákvæma stað- setningu kirkjurústarinnar, sem grafi n var upp árið 1968. Rústin var þó skilin eftir sem næst í sama ástandi og komið var niður á hana við uppgröftinn. Í áðurnefndri grein Sveinbjarnar Rafnssonar seg ir: „Skýrt skal þó tekið fram, að ekki var allsstaðar grafi ð í botn á óhreyft und- ir rústum þessum... Kom þar einkum til, að við það hefði hin vandaða steinhleðsla undir kirkj unni verið gjöreyðilögð... Verði nú ekki skóla- byggingin byggð beint ofan í tóft- ina, er óhætt að hylja hana mold og geyma þannig í jörð að mestu óskemmda.“ Um 1980 fór fram forn- leifaskráning í Mosfellssveit. Þá var leitað að rústinni án árangurs. Um þetta segir skársetjari: „Við byggingu skólans, sem er þarna vestan við, hefur verið ýtt fram mikilli möl og mold, þann ig að nú er allhár bakki vestan við rústirnar [þ.e. rústirnar sem enn eru sýnilegar í brekkunni upp af Varmá]. Líklega er kirkjan öll eða að hluta komin undir þennan bakka.“ Fróðlegt væri ef hægt reynd- ist að fi nna kirkjutóftina að nýju. Ef svæðið er ennþá lítt raskað eru miklar líkur á kringum kirkjutóft- ina sé órannsakaður kirkjugarður. Í grein Sveinbjarnar er ekki sagt frá því hvort bein fundust í gröfunum sem lágu við langveggi kirkjunn ar. Uppgröftur hans takmarkaðist að mestu við rústirnar í hólnum. Í Ár- bók hins íslenska fornleifafélags 1969 fer Þór Magnússon þáverandi þjóðminjavörður nokkrum orðum um rannsóknina. Hann segir m.a.: „Umhverfi s [kirkjutóftina] mótaði fyrir kringlóttum garði og á þremur stöðum varð vart grafa, en vegna smæðar garðsins hefur ekki verið um að ræða nema tiltölulega fáar grafi r í garðinum. Kirkjugarðurinn sem slíkur var ekkert rannsakaður.“ Kristinn Magnússon fornleifafræðingur Sögukornið Kirkjan að Varmá Handverkshúsið komið í jólabúning Jólaandinn sveimar nú yfi r Handverkshúsinu og úrval hand- unna jólagjafa hefur aldrei verið betra. Opnunartími hússins er nú þannig að á þriðjudögum til föstu- daga er opið frá kl. 15-20 og um helgar frá kl. 14. Handverkshúsið er sem fyrr í Háholti 24, í gamla húsnæði Krónunnar. Styrkur afhentur Þann 1. nóvember var fundur hjá Kiwanisklúbbnum Geysi. Á fundinum var Björgunar sveitinni Kili á Kjalarnesi afhentur styrkur fyrir kaupum á nýjum Zodiac bát. Forseti Kiwanisklúbbsins, Stein- grímur Ólasson, afhenti Her- manni Þorsteinssyni for manni Kjalar, ávísun á fjölmennum fundi. Í síðasta blaði Mosfell- ings var ranglega farið með nafn Kiwanisklúbbsins og er beðist velvirðingar á því. Jólagjafi r fyrir fátæk börn Börnin í frístundaheimilum bæjarins tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa á vegum KFUK og KFUM. Börnin söfnuðu jólagjöf- um fyrir fátæk börn í Úkraníu. Þetta framlag barnanna er frábært og mun gleðja margt barnið í Úkraníu. Kirkjan að Varmá gæti hafa litið svona út. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar12 Frjálst og óháð bæjarblað Mosfellingur kemur næst út 22. desember

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.