Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 18
á hug minn allan Konfektið Hafliði Ragnarsson hefur haft kökukefli í höndunum svo lengi sem hann man eftir sér Fjölskylduhagir? Ég er giftur Ellisif A. Sigurðardótt- ur og á tvö börn Sigurð Erik 10 ára og Heklu Nínu 6 ára. Menntun? Ég útskrifaðist sem bakari árið 1993, fór svo í konditori nám til Dan- merkur árið 1995 þar sem ég vann í Roskilde í litlu bakaríi, lauk þar námi 1997 og kom heim til Íslands. Auk þess hef ég lokið nokkrum námskeiðum í súkkulaðigerð í Belgíu og Frakklandi. Af hverju bakari? Ég byrjaði að vinna við að sópa gólf í bakaríinu 12 ára og þrjóskaðist við að byrja að læra að loknum grunnskóla, en sennilega er þetta í gen unum þar sem langafi , afi og pabbi eru allir lærðir bakarar svo fékk ég allt í einu brennandi áhuga og dreif mig í námið og hélt áfram í kondi torinn þar sem ég fékk strax meiri áhuga á kökum og skreytingum. Hvenær var Mosfellsbakarí stofnað? Bakaríið var stofnað árið 1982 af foreldrum mínum Áslaugu Svein- björnsdóttur og Ragnari Hafl iða- syni og föðurbróður mínum Rafni Hafl iðasyni og eiginkonu hans Önnu Gestsdóttur. Nú rekið þið bakarí bæði í Mos- fellsbæ og Reykjavík hvernig hefur reksturinn gengið? Reksturinn byrjaði frekar brösug- lega í byrjun og hætti föðurbróður minn í rekstrinum eftir aðeins eitt ár en mamma og pabbi héldu áfram og náðu á næstu fi mm árum að snúa rekstrinum við og gekk mjög vel. Árið 1997 kom ég heim úr náminu og kom með þeim inn í reksturinn ásamt Ellisif eiginkonu minni og Lindu systur minni, þar sem við breyttum stefnunni í bakstrinum og gerðum nýja verslun sem var og er nokkuð sérstök að mínu mati alla- vega hefur gengið mjög vel síðan auk þess sem við keyptum síðan árið 2001 eitt elsta bakarí í Reykjavík á Háaleitis- braut 58-60 af Hermanni Bridde bakarameistara og breyttum því núna í nóvember í eitt glæsilegasta bakarí á landinu og gengur það mjög vel. Hvað starfa margir hjá fyrirtækinu? Hjá fyrirtækinu eru um 45 manns á launaskrá en það eru margir sem vinna hlutastörf eins og um helgar þar sem bakaríið er opið nánast alla daga ársins. Hafa Mosfellingar verið duglegir að sækja til ykkar þjónustuna? Þó að í byrjun hafi kannski gengið brösuglega þá hafa Mosfellingar staðið þétt við bakið á okkur og vil ég þakka sérstaklega fyrir það. Svo fundum við fl jótlega fyrir því að fólk var farið að koma úr nær- liggjandi sveitafélögum til að versla og koma og fá sér kaffi í helgarbíltúrnum þar sem fólkið talaði um að bakaríið væri sérstakt og hlýleg, þar má segja að hugmyndin að því að opna bakarí í Reykjavík hafi kviknað. Svo er líka allt- af gaman að sjá Mosfellinga koma í búðina í Reykjavík þar sem þeir sækja vinnu eða í helgarbíltúrnum. Nú stendur til að Mosfellsbakarí fari í nýtt húsnæði, hvenær verður af því? Já það stendur mikið til og miklar breytingar framundan. Þar sem vöxtur inn á fyrirtækinu hefur verið mikill er gamla húsnæðið hrein- lega orðið of lítið fyrir framleiðsl- una og búðin mætti líka vera stærri og eftir mikla yfi rlegu höfum við ákveðið að fl ytja allt bakaríið í nýjan versl unarkjarna í Mosfellsbæ sem nefnist Mosinn. Það verður að sjálf- sögðu erfi tt að kveðja gamla bakaríið og þá sérstaklega búðina, en við erum í samvinnu við Ítalskt fyrirtæki um að innrétta búðina og skapa sérstakt umhverfi og andrúmsloft þar sem fólk getur notið þess að koma skoða og versla í rólegheitum. Dagsetningin á opnuninni hefi r verið ákveðin 6. mars 2007 en það er einmitt 25 ára afmælisdagur bakarísins og er óhætt að segja að ég sé bæði spenntur og kvíðinn fyrir því en ég vona að Mosfellingar taki vel í breytingarnar og njóti þess að koma til okkar. Einhverjar nýjungar framundan? Að sjálfsögðu munum við bæta við nokkrum nýjungum. Fyrst nefni ég súkkulaðið það fær alveg sérstakt umhverfi , auk þess mun fást heima- lagaður ís sem ég er byrjaður að framleiða og bíð upp á í versluninni á Háaleitisbraut. Auk þess sem við munum setja upp sjónvarpsskjái sem sýna vöruna okkar eins og brúðkaups- tertur og fl eira og sýna myndir úr vinnslunni hvernig brauðið verður til. Og að sjálfsögðu margt fl eira sem kemur í ljós þegar opnar. Hver eru þín helstu áhugamál? Ja, það má eiginlega segja það að áhugamálið sé allt í kringum bakaríið og þá sérstaklega súkkulaðið hjá mér en ég hef framleitt konfekt sem pakkað er í tréöskjur undir mínu eigin nafni HR konfekt síðustu 3 ár og er óhætt að segja að það hafi gengið vonum framar. Ég tel að það séu mikl ir framtíðarmöguleikar í því, það er nú þegar í sölu í fríhöfninni í Leifs- stöð ásamt Vínberinu á Laugavegi og í Mosfellsbakaríi. Nú nýlega fjárfestum við í tækjum og bjuggum til frábæra aðstöðu fyrir súkkulaðiframleiðsluna á bak við verslunina á Háaleitisbraut og þetta verkefni á því hug minn allan. Þetta hljómar kannski frekar einhæft en það er bara svo ótrúlega gefandi að búa eitthvað til sem gleður fólk og litar lífi ð. Lífsmottó? Að upplifa draumana sína! Eitthvað að lokum? Já ég vil nota tækifærið og þakka öllu því frábæra starfsfólki sem við höfum í vinnu því að fyrirtækið er starfsfólkið. ruth@mosfellingur.is myndir: úr einkasafni Mosfellsbakarí heldur upp á 25 ára afmæli þann 6. mars 2007 við þau tímamót fl ytur bakaríið í nýtt húsnæði í Mosann. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar18 Hvenær kemst þú í jólaskap? MOSFELLINGUR Kjúklingabringu Fajitas fyrir tvo kr. 1990

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.