Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7
Um tíma dvöldu foreldrar Sigmars,
Sigfús Jónsson (f. 15.06. 1903, d. 20.05.
1981), trésmiður, Henný J. K. Jónsson
(fædd Ekanger) (f. 10.10. 1906, d. 15.10.
1969) í Laugarási. Sigfús átti reyndar
frumkvæði að því að úr varð að Sigmar
og Sigríður fluttu í Laugarás. Hann fékk
á leigu, ásamt Henný, það land sem síðar
varð Varmagerði og austast í því landi
komu þau sér upp aðstöðu í gömlum
sumarbústað. Henný starfaði við
eldamennsku í Skálholti fyrir menn sem
unnu að byggingu dýralæknisbústaðarins
í Launrétt meðan þau Sigfús dvöldu hér,
en Sigfús vann við þá byggingu, auk þess
sem hann aðstoðaði Sigmar og Sigríði við
að byggja Sigmarshús.
Páll Halldórsson Dungal (f. 27.06. 1937, d. 22.10. 2015) og Hólmfríður
Auðbjörg Sigurðardóttir (f. 31.08. 1933) stofnuðu Ásholt 1962, en þau komu
frá Sólheimum í Grímsnesi, nýgift. Þau fluttu á staðinn íveruhús í heilu lagi,
en aldrei var byggt varanlegt íbúðarhús á landinu. Í Ásholti var nær eingöngu
stunduð útirækt á þeim tíma sem Páll var þar.
Páll og Hólmfríður skildu eftir 4 ár en hann var áfram í Ásholti til 1985. Þau
eignuðust þrjú börn, sem heita: Nanna Sigríður (f. 11.11. 1962), Pálmi Albert
(f. 24.02. 1965) og Halldór (f. 23.05. 1967).
ÁSHOLT 1962
Hreppsnefnd samþykkti árið 1991 að láta fjarlægja
„húsið“ sem Páll hafði dvalið í, á kostnað
þáverandi eiganda.
1987 keypti Jakob Havsteen, lögmaður (f. 26.04.
1941, d. 02.09. 2009) Ásholt en hann gerði ekkert
með landið eða byggingar. Það var svo árið 1996
sem Jóhann B. Óskarsson (sjá Ásmýri) keypti af
Jakob. Hann bjó þar fyrst einn, en frá 1999 ásamt
Sólrúnu Héðinsdóttur. Þau
byggðu 1100 m² gróðurhús
undir plastdúk árið 2000.
Stöðina ráku þau síðan til
2004, en byggðu íbúðarhús
í Ásmýri sem þau fluttu í
2001.
Eigendur og ábúendur
frá 2004 eru Ingvar Örn
Karlsson (f. 09.06. 1966) og
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
(f. 07.12. 1987) og þau eiga
soninn Úlfar Frank Skelli
(f. 25.07. 2013).
Sigmar lést 2001, en Sigríður býr áfram í húsinu.
Þau hjón eignuðust tvö börn, en þau eru: Ólavía (f. 11.05. 1956), sem býr á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og
Pétur (f. 16.12. 1979). Hann býr nú í Laugarási 3 (Helgahúsi).
Sigmarshús.
Páll H. Dungal.
Íveruhús Páls og Hólmfríðar.
Ásholt.