Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 Þýðing: Ólafur Stefánsson Gleðileg jól og farsælt komandi ár upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum sendi okkur þýðingu sína á ljóði eftir austurríska skáldið og háðfuglinn Georg Kreisler. Ljóðið heitir Barbara, en svo vill til að Georg Kreisler og Ólafur eiga báðir sína Barböru. „Hér kemur hún Barbara í sínu besta pússi“ segir Ólafur. „Þið finnið lagið á You tube undir Georg Kreisler og Barbara“. Á hverjum degi hugsa ég til Barböru þó hún sé aðeins til í kolli mér Og hverja nótt þá næ að hitta Barböru og nálægð hennar skýr í draumnum er. Að morgni til þá tala ég við Barböru er tínir hún á borðið morgunverð. Svo fæ á leið til vinnu fylgd hjá Barböru þá finnst mér aldrei vera einn á ferð. Draumar eru dásemd í dagsins gráu önn, lita óspart lífið og lyfta upp um spönn Vakan eintóm útgjöld en yndi í draumi býr. Friðar niðdimm nóttin og nauð í allsnægt snýr. Barbara Er kvelda tekur kem mér heim til Barböru, sem kankvís er og brosir ljúf við mér. Og upp í rúmi á ég von á Barböru sem er að bíða þess ég hiti sér. Margir mæta í bíó mest þó inn á bar. Flestra hjóna freistar band þó finni sig varla þar. Ýmsir eignast börnin en oft eru kjörin naum. Einn á yfirdrifið og engan þarf því draum. Einfalt líf og ódýrt hef með Barböru svo eyðslugrönn og engin tekur laun Því megi flestir finna sína Barböru, fullkomnari í draumi en í raun.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.