Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 26
26 Litli-Bergþór Minningasjóði Biskupstungna. Er áætlaður kostnaður við hana um tvær og hálf milljón króna og er búið að afla vilyrða fyrir þeirri upphæð allri. Þrír vegarspottar voru lagfærðir og malbikaðir í sumar. Var það fyrir neðan Spóastaði þar sem lengi hefur verið hvimleið mishæð í veginum, spottinn frá Iðubrú út hlíðarfótinn og frá vegamótunum við Múla að Geysi. Í Bændablaðinu þann 19. nóv. mærir ráðunauturinn Jón Viðar Jónmundsson BS-ritgerð Jóns Hjalta Eiríkssonar frá Gýgjarhólskoti sem nefnist Tengsl kjötmats og ómmælinga, bætt kynbótamat og erfðaframfarir. Telur Jón Viðar ritgerðina í flokki allra bestu ritsmíða í íslenskum landbúnaðarrannsóknum frá upphafi vega og að hún hefði án vafa staðist mun æðri prófgráður við flesta erlenda háskóla ef því hefði verið að skipta. Íbúar í Bláskógabyggð verða bráðum aftur orðnir 1000 að tölu eftir að hafa fækkað mikið eftir hrunið 2008. Sveitarfélagið er nú í fjórða sæti yfir sveitarfélög þegar lagt er mat á hvar best er að búa miðað við rekstrarstöðu. Bjarnabúð varð 30 ára í ár og var fólki boðið upp á kaffi, súkkulaði og kökur í tilefni þess þann 12. desember. Af sveitarstjórnarmálum: Til stendur að byggja við fræðslumiðstöðina við Hakið á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir allt að 900 fm viðbyggingu á einni hæð. Verið er að skoða lagfæringar á húsnæði íþrótta- miðstöðvarinnar og hönnun á nýrri sundlaug og sundlaugarsvæðinu í Reykholti. Arkitektar Hjördís & Dennis voru fengin í verkið og þau kynntu síðan hugmyndir sínar á fundi sveitarstjórnar í byrjun september. Þá var skipaður vinnuhópur til að fara yfir þessar hugmyndir og skal hópurinn skila tillögum til sveitarstjórnar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016 – 2019. Sveitarstjórn hefur auglýst nokkrar byggingarlóðir fyrir íbúðarhúsnæði lausar til umsóknar: Flestar eru þær við Miðholt í Reykholti eða 13 lóðir. Ein lóð er við Lindarbraut á Laugarvatni og ein við Vesturbyggð í Laugarási. Þá voru einnig auglýstar garðyrkjulóðir við Ferjuveg í Laugarási. Tvær umsóknir um lögbýlisrétt voru afgreiddar frá sveitarstjórn: Það voru þau Erlendur Hjaltason sem fékk leyfi til að breyta nafni Höfða 2 í Höfða II og skrá það sem lögbýli og Fríður E. Pétursdóttur sem fékk leyfi fyrir lögbýli á garðyrkjulóðinni Laugargerði. Samið var við Jón Þormar Pálsson og Eyjólf Óla Jónsson um minkaveiðar í Biskupstungum. Samningur var gerður við sjónvarpsstöðina N4 um að halda áfram gerð þáttanna „Að sunnan“ sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni. Við verðum að standa okkur betur í bólinu ef við ætlum að ná toppnum! Það er ekki að spyrja að þeim fyrir sunnan. Þeir þurfa allt að gleypa. Vonandi stendur þessi biti í þeim. Sveitarfélagið hefur samið við Tónsmiðju Suðurlands um að greiða með allt að þrem nemendagildum vegna tónlistarnáms nemenda þar. Vegagerðinni var veitt framkvæmdaleyfi í byrjun september fyrir áframhaldandi lagfæringum á Kjalvegi. Um er að ræða endurbætur á 2,9 km kafla sem byrjar norðan Hvítár, frá enda þess kafla sem lokið var við 2014 og endar við Árbúðir. Mikil fjölgun hefur orðið á útleigu lítilla bíla sem hægt er að sofa í. Þeim er iðulega lagt utan vega þar sem alla hreinlætisaðstöðu vantar og veldur þetta nú þegar vandræðum vegna óþrifnaðar sem af þessu stafar. Byggðaráð Bláskógabyggðar gerði athugasemd við frumvarp til laga um náttúruvernd vegna þessa og vilja þau að leitað verði lausnar á þessum vanda í væntanlegu frumvarpi. Sveitarstjórn hefur veitt leyfi til gerðar fjalla- hjólabrautar í landi Skógræktarinnar ofan þjóð- vegar við Laugarvatn. Fyrirhugað er að brautin liggi frá gömlu skíðalyftunni og endi ofan við núverandi skógarstíg við innkeyrsluna að tjaldsvæðinu. Leyfið er háð samþykki landeiganda. Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum skv. gjaldskrá til 1. júní 2016, fyrir lóðir sem liggja að gatnakerfi þéttbýla í Bláskógabyggð. Innanríkisráðuneytið sendi fyrirspurn til Bláskóga- byggðar um hvort sveitarfélagið vildi taka á móti flóttamönnum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur sér það ekki fært á þessu stigi vegna skorts á stoðþjónustu, aðstöðu og faglegri sér- þekkingu á málefnum flóttafólks. Í sumar kom út skýrsla um stöðu íþrótta- og heilsufræðináms á Laugarvatni og var í henni öll tormerki talin á að það borgaði sig að halda úti þessu námi á þessum stað. Ekki eru allir sammála þessari skýrslu og hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýst yfir áhyggjum af hugmyndum um flutning námsins til Reykjavíkur. Hvetur hún rektor Háskóla Íslands og háskólaráð að halda starfseminni áfram á Laugarvatni, enda sé háskólastarf einn af hornsteinum og grunnstoð undir vöxt og eflingu landsbyggðarinnar. Afkoma sveitarsjóðs batnar sem nemur kr. 671.000 fyrir rekstrarárið 2015. Samþykkt var að útsvarshlutfall

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.