Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór Hann Þorsteinn litli var tveggja ára þegar við Bragi fórum með þeim Kristrúnu og Bjössa til Nýja Sjálands í 6 vikna ferðalag árið 2004 til að heimsækja fósturforeldra Bjössa, sem búa skammt frá Auckland á norður eyjunni. Bjössi hafði verið skiptinemi þar. Þetta var ógleymanleg ferð, hjónin fóru með okkur í húsbíl í eina viku um alla suður eyjuna, og við ferðuðumst líka með þeim um norður eyjuna. Þau vildu allt fyrir okkur gera. Þetta var ómetanlegur tími sem við áttum saman þar og dýrmætar minningar. L-B: Þú tókst mikinn þátt í félagsmálum sveitarinnar. Halla: Jú, ég var bara ný komin, þegar Ágústa kallaði á mig, hún var að fara á Kvenfélagsfund á Brautarhóli og sagði mér að koma með. Á fundinum var ég svo lesin upp sem nýr félagi, - ég var aldrei spurð! - En Kvenfélagið var góður vettvangur til að kynnast konunum í sveitinni. Það var geysileg vinna í kringum byggingu Aratungu, mikið um fundakaffi og veitingar. Leikritið bjargaði mér svo alveg annan veturinn. Við settum upp Lénharð fógeta undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar og það voru stífar æfingar sem byrjuðu ekki fyrr en eftir mjaltir. En Ágústa og Þorsteinn höfðu skilning á því að þetta var mér mikils virði. Ég hafði alltaf verið með í leikritum fyrir sunnan og langaði í leiklistarskólann, en þorði ekki. En þetta var ósköp gaman og gaman að kynnast fólkinu. Rafmagnið var þá komið í Reykholt, en þegar við Bragi komum heim af æfingum kveiktum við á olíulampanum. Ég var með í mörgum uppfærslum eftir þetta og oft gaman. Var um tíma í leiknefnd með Sveini Sæland og þá settum við upp tvö metnaðarfull leikrit, „Gísl“ og síðan „Íslandsklukkuna“, sem Sunna Borg leikstýrði. Það var síðasta leikritið sem ég lék í, ætli það hafi ekki verið 1976. Sú uppfærsla tókst mjög vel. Sr. Guðmundur var um tíma með kvöldvökur í Skálholtskirkju, þar sem við lásum upp úr ýmsum verkum. Eftirminnilegast er þegar við leiklásum bút úr Skálholti eftir Guðmund Kamban, þar sem ég leiklas Ragnheiði. Fjölskyldumynd tekin í 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra Höllu og Braga árið 2009. Efri röð: Sigurður, Inga Birna, Bragi Steinn, Eymundur, Ragnheiður, Björn, Kristrún og Katrín. Sitjandi: Bragi og Halla og fyrir framan þau Þorsteinn og Halla. Á málverkinu fyrir aftan t.h. má sjá Þorstein heitinn Bragason.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.