Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór
Snyrtimennskan blasir hvarvetna við
þegar keyrt er heim að Vatnsleysu
í Biskupstungum. Þar er þríbýlt og
blaðamaður Litla-Bergþórs er mættur
einn fagran haustdag í október
2015, til að spjalla við ábúendur
í Austurbænum, þau hjónin Höllu
Bjarnadóttur og Braga Þorsteinsson,
um lífið og tilveruna.
Í ár hefur saga kvenna á síðustu
öld verið í brennidepli vegna þeirra
tímamóta að 100 ár eru liðin frá því
að konur fengu kosningarétt á Íslandi
1915. Langar blaðamann sérstaklega
að forvitnast um það hvernig það
vildi til að Halla, sem alin er upp í
Reykjavík, flutti hingað í Tungurnar
og hvernig hún tókst á við gjörólíkt
samfélag hér fyrir austan fjall.
Þegar blaðamann ber að garði hafði Halla þurft að bregða sér af bæ smá stund svo við Bragi setjumst niður
yfir kaffibolla og kökusneið og ég spyr hann um uppvöxtinn á Vatnsleysu, skólagönguna og búskapinn.
Jú, foreldrar mínir voru þau Þorsteinn Sigurðsson, fæddur á Vatnsleysu 1893 og Ágústa Jónsdóttir fædd í
Laxárdal á Ströndum árið 1900 en hún ólst upp að Gröf í Bitru.
Geirþrúður Sighvatsdóttir:
Borgarstúlka í Biskupstungum
Viðtal við Höllu og Braga á Vatnsleysu
Við vorum níu systkinin, Þorsteinn Þór dó ungur, tæpra sjö
ára og Kolbeinn og Inga eru líka dáin. En við hin erum:
Sigurður (á Heiði), Steingerður, Einar Geir, ég, Sigríður
og Viðar. Það var skemmtilegt að alast upp á barnmörgu
heimili og svo var líka mannmargt í Vesturbænum og mjög
góður samgangur á milli heimilanna, enda Þorsteinn faðir
minn og Kristín kona Erlendar systkini. Við krakkarnir
lékum okkur mikið saman, oftast heima hjá okkur í eystri
bænum, því mamma var lítið að skipta sér af því þó allt
væri komið á hvolf!
Skólagangan eftir barnaskólann í Reykholti var ekki löng.
Ég var einn vetur í íþróttaskólanum á Geysi hjá Sigurði
Greipssyni þegar ég var 15-16 ára. Það var góður skóli.
Svo var ég einn vetur á Laugarvatni, annars lærði ég bara
af lífsins skóla. En það hefur allt blessast og maður er
skuldlaus, segir Bragi og brosir.
Ég vann á Keflavíkurflugvelli í einn vetur um tvítugt, síðan
hjá Mjólkursamsölunni í einn vetur á bílum, og hjá Osta-
og smjörsölunni í eitt og hálft ár. Annars hef ég verið hér á
Vatnsleysu í búskapnum.
Bragi er fæddur með fallega tenórrödd og undirritaðri
er minnisstætt þegar móðir mín, Margrét á Miðhúsum,
Horft yfir Vatnsleysubæina í nóvember 2015. Heiði í baksýn.
Halla og Bragi slaka á í garðinum.