Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 23
Litli-Bergþór 23 Næstu daga var norðaustan gola, bjart veður og hiti frá -2° niður í -10°, en fimmtudaginn 29. varð breyting á. Áfram héldu þeir þó og á endanum „bókstaflega rákust þeir á bæinn“ fimm tímum eftir að þeir lögðu af stað frá beitarhúsunum. Að lokum segir svo: Ég held að ég hafi aldrei komist í krappari dans á ævi minni. Þessi ofsi stóð í heilan sólarhring og linnti aldrei. Þá varð danskur maður úti skammt frá beitarhúsi í dalnum. Hann hafði farið frá Efstadal, en ekki náð heim til sín, að Reykjum í Biskupstungum. Þriðjudagurinn 20. Hvöss norðaustan, snjókoma og talsvert frost. Dimmviðri var svo mikið að ekki þótti fært nokkrum mann að leita Olavs. Sátu því allir heima og gátu ekkert aðgert. Miðvikudagurinn 21. Austan kaldi úrkomulaust en dálítið fjúk. Fjórir menn héðan af bæjunum fóru norður að Efstadal og vestur að Laugardalshólum til að vita hvort Olav hefði komið þangað en svo reyndist ekki vera. Leituðu þeir síðan hér á mýrunum meðan bjart var, en án nokkurs árangurs. Nú gerðu menn sér ekki von um að Olav væri lífs fyrst hann hafði ekki komist til þessara, áðurnefndra bæja. Var nú tekið að safna liði hér í nágrenni til að leita á morgun. Fimmtudagurinn 22. Austan strekkingur, krapahríð. Leitað var að Olav meirihluta dagsins. Við vorum átta sem tókum þátt í leitinni. Heim komum við án nokkurs árangurs. Eins og áður er sagt var krapahríð, enda urðum við mjög hraktir og kaldir. Á mýrunum var snjóinn ekki að sjá, en í skóginum og þar sem eitthvað afdrep var, var kafald og hin mesta ófærð. Okkur þótti fullvíst að leit væri árangurslaus meðan þessi snjókyngi væri á þessum slóðum, var því ákveðið að geyma hana uns þiðnaði. Föstudagurinn 23. Norðaustan gola, skýjað loft, úrkomulaust, að kvöldi var 4 gráðu frost. Við lögðum rör í 4 og 5 en létum okkar týnda vin og félaga hvíla í sinni hvítu og friðsömu sæng, óáreittan. Fimmtudagurinn 29. Allhvass að sunnan með dálítilli rigningu 2 gráðu hiti. Föstudagurinn 1. Hæg suðvestan átt éljaveður en bjart á milli. 1 gráðu frost. Lík Olavs heitins fannst. Var það á svokallaðri áveitu, sem er vestur af Efstadal. Hafði hann auðsjáanlega ætlað að rekja sig með girðingu sem liggur frá grundarhúsunum í Efstadal suður að Brúará, en sökum dimmveðurs tekið skakka girðingu og lent suður á áveituna. Grundarhúsin sem þarna eru nefnd eru að öllum líkindum svokölluð Flatarhús. Ekki ber heimildum saman um hver eða hverjir fundu lík Olavs, né nákvæmlega hvar. Ákveðnasta vísbendingin um þetta greinir frá því að Ingvar Sigurðsson, sem áður er nefndur, hafi verið við gegningar í beitarhúsum í svokölluðum Múla. Hann var með hund með sér. Hundurinn mun hafa tekið á rás niður á mýrarnar þar sem hann fann lík Olavs ekki langt frá Bleikhól, sem er merktur á meðfylgjandi korti. Það er í samræmi við það sem aðrir viðmælendur töldu. Laugardagurinn 2. Suðvestan kaldi, rigning af og til, 5 gráðu hiti. Gröf Olavs var tekin af Bergi. Systir Olavs heitins og maður hennar komu hingað. Bergur, sem þarna er nefndur, er Ingibergur Sæmundsson. Systir Olavs, Liv Gunnhild (1915-1951), hafði, tveim árum fyrr gifst Stefáni Þorsteinssyni (1913-1997), garðyrkjufræðingi, sem þetta ár hóf störf sem kennari við Garðyrkjuskóla Olav Sanden vinstra megin.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.