Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór Gerður Dýrfjörð: Að skemmta sér, hitta aðra unglinga, hlæja, vera í góðum hópi án þess að hafa sérstaklega skilgreint markmið, er mikilvægur hluti af lífinu. Við höfum öll þörf fyrir að tilheyra hópi og vera með jafningjum. Það er sérlega mikilvægt að skapa aðstöðu fyrir unglinga til að vera saman í öruggu umhverfi og í umsjá fullorðinna því rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þátttaka í skipulögðu frístundastarfi sem er í umsjón fagfólks, hefur mikið forvarnargildi. Hvað er að gerast í félagsmiðstöðinni? Sameiginleg félagsmiðstöð er rekin fyrir unglinga í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar er opið einu sinni í viku, ýmist á Borg, Laugarvatni eða Reykholti, auk þess sem farið er á sameiginlega viðburði SAMFÉS (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) og svo verða aðrir unglingar í sveitum Suðurlands vonandi heimsóttir í ár líkt og í fyrra. Félagsmiðstöðvaráð var kosið á dögunum en hlutverk fulltrúa þess er að virkja aðra unglinga til að taka þátt í starfinu, að leita eftir hugmyndum frá öðrum unglingum og að skipuleggja og halda utan um viðburði í félagsmiðstöðinni í vetur. Framboðsfundur var haldinn á Laugarvatni á dögunum og var tilefnið nýtt til að leiðbeina um almenn fundarsköp. Þeir unglingar sem buðu sig fram stigu í pontu og kynntu sig, var síðan gengið til kosninga. Fulltrúar í Félagsmiðstöðvaráði eru Anthony Karl Flores, Daníel Máni Óskarsson, Glódís Pálmadóttir, Harpa Rós Jónsdóttir, Samúel Guðmundsson og Sigríður K. Halldórsdóttir. Hitað upp fyrir framboðsfund. Skipaðir voru 2 fundastjórar og 2 ritarar fundarins. Fundarmenn hlýða á kynningu félaga sinna.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.