Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 9

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 9
Litli-Bergþór 9 til. Hinrik frá Útverkum á Skeiðum kom og var í þrjá daga að hjálpa Ragnheiði að koma þessu í gang. Ákveðið var að koma saman í Kistuholti á fimmtudögum og yrði fyrsti fimmtudagur í hverjum mánuði heldur veglegri samkoma með einhverri dagskrá. Aðra fimmtudaga í mánuðinum yrði einnig komið saman og föndrað, prjónað eða spilað, o.fl. eftir áhuga fólks. Öllum samkomum lyki svo með sameiginlegri kaffidrykkju. Hefur þetta haldist í stórum dráttum síðan. Í mörg ár sagði Ragnhildur Magnúsdóttir til við að tálga í tré allskonar gripi, men, skepnur og allskonar fugla, meðan henni entist heilsa til. Ingólfur Jóhannsson á Iðu sagði mönnum til í útskurði á undan henni. Snemma á stjórnarárum Sigurðar fór hann að standa fyrir ferðalögum um landið, oftast í öndverðum júní, áður en ferðamenn fylltu alla gististaði. Var ýmist gist eina nótt, tvær eða þrjár nætur og er búið að skanna sviðið frá Grímsey í norðri að Papey í austri, til Trékyllisvíkur í vestri. Mjög hefur þrengst um þessa ferðamöguleika hvað varðar gistingu og rútumöguleika vegna fjölgunar ferðamanna. Síðastliðið sumar var farið í dagsferð um Rangárþing. Leiðsögumaðurinn var Einar Magnússon kennari. Kvenfélag Biskupstungna og sveitarfélagið hafa undanfarin haust boðið eldri borgurum í dagsferð á áhugaverða staði. Að vetri er reynt að fara í leikhúsferð ef eitthvað áhugavert er að sjá í leikhúsunum. Undanfarna vetur hefur félagið staðið fyrir leikfimi við hæfi eldri borgara í íþróttahúsinu og nú hefur „Boccia“ bæst við, en Lionsklúbburinn færði félaginu Boccia sett í haust. Félagið hefur frá upphafi haft aðstöðu í Bergholti, kjallaranum í Kistuholti 3. Vetrarstarfið hefst oftast í byrjun október og lýkur í byrjun maí. Ég vil að lokum hvetja þá sveitunga sem eru orðnir 60 ára og eldri til að ganga i félagið því léleg nýliðun hefur hrjáð félagið undanfarið. Þetta er skemmtilegur félagsskapur sem gaman er að starfa með. „Það er oft gott sem gamlir kveða“ Guðni Lýðsson formaður. Frá ferð eldriborgara og kvenfélagsins 1. okt. 2016, til Hveragerðis. Myndin er tekin í gömlu Skyrgerðinni, þar sem ferðafélagarnir þáðu kaffiveitingar. Á fremsta borði sitja Oddný á Brautarhóli, Elín í Rima og Geirþrúður á Miðhúsum. Á næsta borði fyrir aftan eru Gýgja og Örn í Lindatungu (fjær), Konráð í Rima og Haraldur í Einholti (nær). Á langborði aftast má þekkja f.v: Laufeyju frá Drumboddsstöðum, Sigurbjörgu á Galtalæk, Guðrúnu í Hlíðartúni, Guðna Lýðsson í Kistuholti, Njörð á Galtalæk, Áslaugu og Þorfinn á Spóastöðum, Guðjón í Tjarnarkoti og Sigurjón í Kistuholti. Við borð t.h. sitja Ólafur og Guðrún í Kistuholti og Kristinn og María (standandi) í Fellskoti.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.