Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 14

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 14
14 Litli-Bergþór Þau munu hafa verið upplitsdjörf, ungu hjónin sem komu upp að Hlíðum fyrir margt löngu. Þorgerður Ketilbjarnardóttir og Ásgrímur Úlfsson voru fyrstu ábúendur í Úthlíð. Þau völdu sér bæjarstæði á sléttum bala í hallandi landinu og svo vel var það valið, að þar stóð bærinn um aldir og þar stendur Úthlíðarkirkja nú. Fyrstu ábúendur í Úthlíð Mér finnst sem ég sjái þessi ungu hjón standa þarna á balanum, þétt saman og virða fyrir sér hin undrafögru Hlíðalönd, sem þau höfðu fengið til búsetu. Alsholtið, þakið blómjurtum og berjalyngi. Mýrar og vötn með síkvikt fuglalíf, fisk og endalaus beitar- og slægjulönd. Og svo áfram holt og heiðar. Í austur og vestur teygir Hlíðin sig, eins langt og séð verður, vafin grasi og skógi. Þar er eldiviður. Þar er beitarland og skjól. Þar er torfrista og mótak. Þar er lax og silungur í Andalæk. Í norðri rísa heimafjöllin, há og tignarleg með sínar bláu hlíðar, svörtu hamrabelti og aflíðandi skriður. Og hvítur Langjökull að baki. Já, mér finnst ég sjá þau fyrir mér, þessi hjón, geislandi af þrótti, bein í baki og hnarreist. Gleði og trú, bjartsýni æsku og von voru þeirra veganesti. Mér finnst ég þekkja þetta fólk, svo oft hefur Björn í Úthlíð sagt mér frá þeim, þessum vinum sínum og forverum í Úthlíð. Afi og amma Ég sé fyrir mér önnur hjón, sem komu upp á þennan sama bæjarbala löngu, löngu seinna, árið 1916. Fyrir nákvæmlega 100 árum, tíu öldum á eftir Ásgrími og Þorgerði. Þetta voru afi og amma okkar Björns og systkina okkar í Úthlíð og Dalsmynni, þau Gísli Guðmundsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Jörðin hafði þá verið í eyði í tvö ár, svo allt var þar í niðurníðslu. Þau komu sunnan úr Laugarási með börnin sín tvö, kýr og hross og reiddu einhverja pinkla sem voru búsmunir þeirra. Kindurnar voru komnar á fjall. Þetta voru allar þeirra veraldlegu eigur. En þau áttu annað sem var mikils virði: Þau áttu gleði og von og trú sem entist þeim alla ævi. Þau áttu alltaf allt sem þau þurftu en aldrei neitt meira. Afi og amma lifðu mikla breytingatíma, þótt bú- sýslið þeirra breyttist í raun og veru ekki mikið. Öll búverk voru unnin á svipaðan hátt og gert hafði verið frá öndverðu. Þau ólu önn fyrir börnum sínum og búi og viku svo til hliðar fyrir nýrri kynslóð ábúenda. Þau Úthlíðarkirkja 10 ára Örn Erlendsson: Úthlíðarkirkja.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.