Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 18

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 18
18 Litli-Bergþór Íslenska sveitin bregst aldrei. Þar er ferskleiki á hverjum hól og þar fær SS besta hráefni sem völ er á. Handbragð sterkra fagmanna SS gerir góða vöru enn betri og góð vara er lykillinn að góðum stundum. Veldu SS steikina með handbragði fagmannsins. Íslenska sveitin og SS – fyrir þig. MEÐ HANDBRAGÐI FAGMANNSINS Á R N A S Y N IR Fréttst hefur að til standi að virkja Tungufljót í landi Brúar í Biskupstungum. Sló Litli-Bergþór því á þráðinn til Margeirs Ingólfssonar bónda og ferðamálafrömuðar á Brú og spurði hann frétta af virkjunarframkvæmdum og hvar þær væru á vegi staddar. Samkvæmt Margeiri er það HS-orka sem hyggst byggja þarna rennslisvirkjun, og verður framkvæmdin alfarið í höndum þeirra. Öll helstu mannvirki verða í landi Brúar en það er Skógrækt Ríkisins sem á landið handan fljótsins og því vatnsréttinn á móti Brúarbændum. Ekki verður neitt uppistöðulón heldur verður byggð stífla í fljótið efst í landi Brúar og áin þar tekin í niðurgrafna pípu um 1.700 metra. Fallhæðin á þeirri leið er um 60 m. Árfarvegurinn verður þó ekki vatnslaus, því strax fyrir neðan stífluna kemur aftur vatn í farveginn og eftir að vatnið kemur úr stöðvarhúsinu verður rennsli fljótsins eins og það er í dag. Ásýnd Tungufljótsins frá brúnni við Brúarhvamm verður því óbreytt. Gert er ráð fyrir að Brúarvirkjun eins og hún er kölluð, skili 9,9 megavöttum. Virkjun af þessari stærðargráðu þarf ekki að fara í umhverfismat, en þrátt fyrir það var ákveðið að fara með framkvæmdina í slíkt mat til þess að kanna öll möguleg áhrif sem hún gæti haft. Í tengslum við matið og eins vegna fyrirhugaðra framkvæmda, hafa því farið fram miklar rannsóknir í landi Brúar síðustu 2 árin. Umhverfismatsskýrslan var síðan lögð fyrir Skipulagsstofnun í júní sl., en stofnunin skilaði áliti sínu 20. september. Niðurstaða umhverfismatsins var mjög jákvæð og setti Skipulagsstofnun einungis tvö skilyrði fyrir framkvæmdinni, en það er að gerð verði áætlun um endurheimt votlendis og að kanna verði hvort straumönd hafi verpt í væntanlegu stíflustæði og ef svo er, að kanna hvert hún færi sig. Þessa dagana er síðan verið að vinna að breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins, en breyta þarf framkvæmdasvæðinu úr landbúnaðarsvæði í iðn- aðarsvæði. Vegur hefur verið lagður að væntanlegu virkj- unarstæði og hefur hann nú þegar komið Brúarbændum að góðum notum við að nýta sitt land. Að framkvæmdum loknum verður kominn vegur langleiðina inn að afréttargirðingu og mun það opna ýmsa möguleika hvað varðar nýtingu á Brúarjörðinni. Nú er reiknað með að framkvæmdir hefjist næsta vor og að um 25 mánuðum síðar hefjist rafmagnsframleiðsla í virkjuninni. Rafmagnið verður lagt í jarðstreng í spennistöðina í Reyk- holti. Rarik hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga segir Margeir, enda kemur þessi viðbót til með að styrkja raforkudreifingu hér í uppsveitunum, öllum til hagsbóta. Virkjun Tungufljóts í landi Brúar Geirþrúður Sighvatsdóttir: Yfirlitskort af svæðinu.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.