Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 20

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 20
20 Litli-Bergþór Ég var kennari við Reykholtsskóla frá hausti 1979 til vors 1986. Í lok fyrsta ársins var farið af stað með mikið „project“ um árnar í sveitinni. Yngri nemendurnir fjölluðu um Brúará og sennilega Tungufljót, en þeir eldri tóku Hvítá fyrir. Rússajepparnir sem þá voru skólabílar fluttu hópana á ákveðna staði þar sem krakkarnir fengu leiðsögn fræðaþula. Þannig hittu þau Einar í Holtakotum, Sigga á Heiði, Guðmund Ingimarsson, Einar í Auðsholti og Ingólf á Iðu. Þetta var allt saman myndað í bak og fyrir, bæði vettvangsferðirnar og síðan úrvinnslan. Grímur Bjarndal, skólastjóri, Jósefína Friðriksdóttir og ég mynduðum verkefnavinnuna að mig minnir. Þessar myndir eru úr því safni. Ég var búinn að steingleyma þessu, en þar sem ég var að skoða filmumöppu sem ég notaði fyrir tíma rafrænnar ljósmyndunar, rakst ég á þessar myndir og smám saman fór að birta. Enn uppgötvaði ég mikilvægi þess að halda nútímanum til haga fyrir framtíðina. Ég held að á þeim tíma sem verkið var unnið hafi mér ekki þótt það neitt sérstakt, en 36 árum seinna horfir þetta öðruvísi við. Myndir úr Reykholtsskóla 1980 Páll M. Skúlason: Hallur Sighvatsson Miðhúsum, Bryndís Malmo Bjarnadóttir Helgastöðum, Sigurjón Njarðarson Brattholti, Stella Björk Guðjónsdóttir Reykjavöllum. Jenný Gísladóttir Kjarnholtum, Jóna Dísa Sævarsdóttir Heiðmörk, Sig- urður Ólafur Ingvarsson Birkilundi, Þórarinn Þorfinnsson Spóastöðum. Róbert Sveinn Róbertsson Brún, Jóhannes Helgason Rauðaskógi, Helga Salbjörg Guðmundsdóttir Launrétt 3, Arnbjörg Traustadóttir Einiholti. Ingvar Ólafsson, Arnarholti, Ágústa Traustadóttir Einiholti, Ragnhildur Petra Helgadóttir Rauðaskógi, Þorsteinn Páll Sverrisson Ösp.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.