Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 25

Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 25
Litli-Bergþór 25 varð til þess að við ákváðum að hjálpast að við að hreyfa við eignarhaldi og skipulagsmálum. Ég hvatti landeigendur til að mynda félagsskap sín á milli svo þeir hefðu vettvang til að samræma sjónarmið og tala einu máli. Jafnframt þessu hóf ég samræður við ríkisvaldið um Geysissvæðið enda mikilvægt að koma því á hreint hver bæri ábyrgð á því af hálfu ríkisins, en ríkið á um 34% af Geysissvæðinu. Ég fundaði með mörgum ráðherrum, fyrst ráðherra ferðamála (hún var líka iðnaðarráðherra) í ágúst 2010. Í kjölfarið ritaði ég bréf til hennar og birti úrdrátt úr því hér: Sæl Katrín. Ég leyfi mér að hafa samband við þig í framhaldi af fundi sem við áttum þann 24. ágúst 2010 varðandi málefni Geysis og eignarhald á svæðinu. Ég þakka kærlega fyrir fundinn. Síðan við funduðum hefur verið lagt fram fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og ég sá að þar lá inni heimild til að kaupa Geysissvæðið. Nú langar mig að fara að skoða hvort hægt er að ýta við eignarhaldi svæðisins og gera aðkomu ríkisins auðveldari á þessu lang frægasta og mest heimsótta ferðamannasvæði á Íslandi. Mér þætti vænt um að fá fregnir af stöðu mála og skoðun á því hvort við getum farið að vinna að því að koma málum í höfn. Ég hef verið í stöðugu sambandi við heima- menn, Umhverfisstofu og Ferðamálastofu varðandi lagfæringar á svæðinu. Samvinna hefur verið mjög góð og ég vænti þess að svo geti orðið áfram varðandi frekari lag- færingar, fegrun og verndun svæðisins. Kær kveðja Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Blá- skógabyggðar Ég hélt áfram að hitta fólk í stjórnsýslunni. Í janúar 2011 náði ég fundi með aðila í fjármálaráðuneytinu sem sagðist hafa mjög lengið borið ábyrgð á Geysissvæðinu (hann nefndi 25 ár) og að ekkert hefði þokast varðandi eignarhald og samninga við eigendur. Hann var hissa frumkvæði mínu og tregur til að koma með mér í þá vegferð að reyna að hreyfa við málum. Ekkert gerðist í framhaldinu af hans hálfu. Þá var bara að halda áfram. Skoða ný mið. Ég hafði hitt umhverfisráðherra í september 2011 þegar fræðslustígur við Gullfoss var opnaður. Við ræddum málin. Rúmum mánuði síðar sendi ég henni eftirfarandi bréf: Aratungu 7. nóvember 2011. Svandís Svavarsdóttir ráðherra umhverfismála Efni bréfs: Ósk um aðstoð við að koma á eigendafélagi Geysissvæðisins í Haukadal. Undirrituð þakkar fyrir mjög skemmtilegan dag á Gullfosssvæðinu þann 21. september sl. þegar Sigríðarstígur, fræðslustígur við Gullfoss var formlega opnaður. Eftir þá athöfn og ánægjulegt kaffisamsæti, stoppuðum við á Geysi og skoðuðum svæðið. Við það tækifæri leyfði ég mér að segja frá því að fyrir lægi vilji eigenda og rekstraraðila svæðisins um að mynda félagsskap eigenda um Geysissvæðið og að mikilvægt væri að ríkisvaldið tilnefndi fulltrúa sinn í eigendafélaginu. Að mínu mati er það mjög ánægjulegt að þessi vilji eigenda liggi fyrir. Lengi hefur eignarhaldið vafist fyrir aðilum, einkum stofnunum ríkisins, en ef félagsskapur eigenda er fyrir hendi þá er sá „Þrándur í Götu“ ekki lengur fyrir hendi. Því þyrfti að tilnefna aðila sem hefur umboð ríkisins til að mynda slíkan félagsskap, setja félaginu reglur og koma eignarhaldinu í farveg. Í framhaldinu væri hægt að taka á stjórnun svæðisins, viðhaldi, uppbyggingu, umsjón og fleiru. Hugmyndir eigenda eru ýmsar t.d. að hægt væri að gera rekstrarfélag um Geysissvæðið og hlutverk þess yrði t.d. að fara með umsjón svæðisins, auka virðingu þess, lagfæra umgjörð gera tillögur um uppbyggingu og hafa daglega umsjón. Tekjur af svæðinu færu í uppbyggingu þess og umsjón. Ég veit að nú er lag og vona að ríkisvaldið leggi sitt af mörkum svo að virðing okkar fyrir Geysi fái aftur þann sess sem Geysi ber. Með von um að ríkisvaldið taki jákvætt í málið og tilnefndi sinn fulltrúa sem fyrst. Drífa Kristánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. samrit sent: Kristínu Lindu Árnadóttur, Umhverfisstofnun Þetta bréf mitt breytti engu, Umhverfisráðherra tók málið ekki uppá sína arma. Enn héldu samræður við landeigendur áfram og fljótlega ákváðu þeir að stofna Landeigendafélag Geysis ehf.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.