Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 31

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 31
Litli-Bergþór 31 Íslendingar. Til að komast hringleið frá Þingvöllum að Geysi og niður Hrunamannahrepp og Skeið, niður að Þjórsárbrú og Ölfusá hjá Selfossi varð að gera miklar vegbyggingar og vegabætur og einnig brýr svo vagnfært teldist. Þótt menn væru yfirleitt ríðandi, þar á meðal kóngurinn þegar til kom, sem lá ekki fyrir í undirbúningi ferðar, varð að flytja ýmsan búnað á vögnum. Í grein í Þjóðólfi (14. des. 1906) segir, að ákveðið hafi verið vegna konungskomunnar að smíða brýr á Tungufljót og á Hvítá hjá Brúarhlöðum og tekið fram að þar væri jafnframt um þarfar samgöngubætur að ræða. (Einnig á Nikulásargjá á Þingvöllum). Þetta voru trébrýr og á Hvítá var hún 18 m að lengd og var höfð á ánni nokkru neðar en núverandi brú, ca. 200 m. Hún var sett þar á klapparbrúnir sitt hvoru megin á þann stokk eða gjá sem áin er í alla jafna. Stöplagerð var lítil sérstaklega að vestan en að austan var hlaðinn svolítill stallur, sementslímdur, undir brúarendann. Þótt þessi brú dygði fyrir konungsheimsóknina, þótti hún eins og aðrar trébrýr ekki til langframa og skv. brúalögum, þeim fyrstu frá 1919, (Alþingistíðindi A 1919) var áætlað að skifta brúnum á Hvítá og Tungufljóti út fyrir stálbrýr. Til þessa kom þó ekki í bráð, en 1930, í mars, gerði mikil flóð í Hvítá og Ölfusá, meira en menn mundu þá til. Í því flóði sópaðist brúin hjá Brúarhlöðum í burtu eins og segir í Mbl. 5. mars. Má segja að það flóð hafi sýnt mönnum hvers væri að vænta af ánni og reyndist því heppilegt að dráttur varð á framkvæmdum við nýja brú. Eftir flóðið 1930 var ráðist í smíði nýrrar brúar sem var höfð nokkru ofar, á núverandi brúarstað. Þetta var stálbrú á miklu hærri stöplum og traustari en gamla trébrúin. Auk þess að brúa stokkinn þar sem áin heldur sig í alla jafna, var brúin látin ná yfir klappirnar að norðan þannig að í allt var hún liðlega 48 m að lengd. Taldi vegamálastjóri sig öruggan með svo mikla brú á ánni, en annað átti eftir að koma á daginn. Tæplega 4 árum síðar, í febrúar-mánuði 1934, gerði miklu meira flóð en það fyrra 1930, allt að 2 m. hærra og allt að 1 m. hærra en brúargólfið. Brúin frá 1930. Hægra megin á mynd (austan) er grindarbitinn á stokknum (gjánni). Stálbitar á vestur hluta brúarinnar sem er á þurrum klöppum alla jafna. Mynd GZ. Brúin eftir flóðið 1934. Hluta yfirbyggingarinnar sem fór af brúnni má sjá í ánni vinstra megin. Millistöplar einnig fallnir. Einnig sést að vegfyllingar að brúnni hafa rofist burt. Mynd ÁP. Brúin endurgerð eftir flóðið 1934. Að vestan (fjær á mynd) óbreyttur landstöpull en millistöplum fækkað og höf lengd en að austan hefur verið bætt við nýju hafi með nýjum endastöpli. Mynd GZ. Núverandi brú, mynd tekin á blíðum sumardegi 2010. Í forgrunni leifar undirstöðu gömlu brúarinnar á vestur bakkanum. Mynd BÞÞ.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.