Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 33

Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 33
Litli-Bergþór 33 Það er margt sérkennilegt sem slæðist með ferða- mannastraumnum, sem nú um stundir flæðir um Uppsveitir Árnessýslu. Eitt af því er gistiþjónusta í kúluhúsum, glærum plastkúlum, sem hafa vaxið upp eins og gorkúlur á milli trjánna í skógræktinni í Hrosshaga hér í Biskupstungum á þessu ári. Kúlurnar eru nýlega orðnar fimm, auk þess sem þjónustuhús með klósett- og eldunaraðstöðu hefur verið byggt á svæðinu. Sá sem stendur fyrir þess- um búskap í Hrosshaga er frumkvöðullinn og Tungnamaðurinn Róbert Sveinn Róbertsson frá Brún á Syðri-Reykjum. Til að heyra hvernig þessi hugmynd kom til og hvað á daga hans hefur drifið síðan hann flutti úr Tungunum, hittir blaðamaður Litla-Bergþórs hann á Kaffihúsi Vesturbæjar einn mildan nóvemberdag yfir góðum kaffibolla. Fyrsta spurning er um ætt og uppruna að vanda og við gefum Róbert orðið: Móðir mín, Ásdís Sveinsdóttir var ættuð frá Bjarnargili í Fljótum, fædd 1935. Hún lést í apríl í ár, 81 árs að aldri. Faðir minn fæddist á Urðarstíg 4 í Reykjavík árið 1925. Foreldrar hans bjuggu ekki saman, svo hann ólst upp að Gelti í Grímsnesi, í raun hjá ljósmóður sinni. Þau voru þrjú systkini sem bjuggu þar saman, Kristinn, Sigga og Bogga og þau tóku hann að sér. Róbert faðir hans var bakari og afi hans, langafi minn, var netagerðarmaður. Ég segi stundum að ég hljóti að hafa þaðan áhuga minn á netheimum! Móðir föður míns hét Guðrún Bryndís Skúladóttir og giftist síðar Emil Thoroddsen tónskáldi. Frumkvöðull og kúlubændur í Hrosshaga Geirþrúður Sighvatsdóttir: Viðtal við Róbert S. Róbertsson frumkvöðul og Sigríði J. Sigurfinnsdóttur húsfreyju í Hrosshaga Róbert. Peter býr um í einni af stóru kúlunum. Séð inn í litla kúlu Kúla af minnstu gerð - Fljúgandi furðuhlutur? Faðir minn er enn mjög ern og harðneitar að hætta að vinna þótt kominn sé á 10. áratuginn. Er enn á skrifstofu vörubílstjórafélagsins Mjölnis á Selfossi. Hann hefur gaman af því að spjalla við okkur systkinin um pólitík, eða það sem efst er á baugi og á það til að hringja í mig og tilkynna mér að það sé komin helgi og mál að líta upp úr vinnunni! Systur mínar eru tvær, þær Bryndís, fædd 1959, jarð- og landfræðingur og vinnur sem verk- efnastjóri í hagnýtri efnavinnslu hjá Orkustofnun

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.