Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór Veður var gott í fjallvikunni og var réttað álíka mörgu fé og vant er. Í eftirsafn var farið 29. sept. og heimtust þá alls 136 kindur samanlagt af afrétti innan ár og framafrétt. Síðan hafa náðst 7 kindur sem rjúpnaskyttur og aðrir hafa séð og sagt til. Eru bændur almennt ánægðir með heimtur af fjalli. Í Hrosshaga er ýmislegt að gerast. Þar hefur Jón Ágúst Gunnarsson komið sér upp verkstæði þar sem hann tekur að sér allt almennt viðhald á öllum farartækjum og vinnuvélum. Nefnir hann fyrirtæki sitt Viðhald & Drátt. Gunnar bóndi tók í september við starfi „ruslamálaráðherra“, eins og hann kallar það sjálfur, á gámasvæðum Bláskógabyggðar Sigga Jóna, sem er að sjálf- sögðu bóndi líka, hefur nóg að gera við að sinna norðurljósasvefnkúlunum í landi Hrosshaga sem nú eru orðnar 5 talsins. Búið er að koma upp hreinlætissaðstöðu í sambandi við þær og mun aðsókn vera mikil og upppantað langt fram í tímann. Af vegagerð í sveitinni er það að frétta að vegarspottinn framhjá Hrosshaga, Miklaholti og Torfastöðum, að vegamótum Reykjavegar, var breikkaður í sumar og sett á hann slitlag. Þá hefur verið lagt slitlag á Miðholt og Kistuholt í Reykholti og lagður vegur upp að landi Eflingar á holtinu fyrir ofan Grunnskólann, þar sem fyrirhuguð er íbúðabyggð. Bygging veituhúsnæðis í Reykholti er lokið. Einnig var sett niður rotþró af stærri gerðinni fyrir neðan byggðina í Kistuholti og Miðholti, sem á að þjóna byggðinni þar. Gylfi Haraldsson, læknir við Heilsugæslustöðina í Laugarási, hætti störfum í júlí í sumar eftir 32 ára farsælt starf sem heilsugæslulæknir. Pétur Z. Skarphéðinsson, sem starfað hefur frá 1983, er enn að, en mun hætta um áramót. Þeir urðu báðir sjötugir á árinu. Í þeirra stað hafa verið ráðnir til starfa læknarnir Þórður Guðmundsson, sem tók til starfa í sumar og Sigurjón Kristinsson, sem ráðinn hefur verið sem yfirlæknir til eins árs frá 1. janúar nk. Lyfjafræðingur Lyfju-úti- bús í Laugarási, Geirþrúður Sighvatsdóttir, fór í ársleyfi frá störfum nú í haust og mun hún m.a. nýta tímann til að nema heimspeki við Háskóla Íslands í vetur. Til að sinna starfinu í fjarveru hennar var Elfa Björk Kristjánsdóttir ráðin starfsmaður útibúsins. Sóknarpresturinn í Skálholti, séra Egill Hallgrímsson er einnig farinn í námsleyfi og mun það vara til maíloka 2017. Hann stundar nám í Stjórnendamarkþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Séra Jóhanna Magnúsdóttir leysir séra Egil af í námsleyfi hans. Hún býr í Laugarási. Jóhanna starfaði síðast á Sólheimum í Grímsnesi, fyrst sem forstöðumaður félagsþjónustu staðarins og síðan sem prestur. Hótelbyggingum og gistirýmum í Bláskógabyggð fjölgar óðfluga. Byggt hefur verið við hótelið í Brattholti sem telur nú 35 herbergi í stað 16 áður. Í Kjarnholtum hefur verið opnað hótel. Brekkugerði í Laugarási, sem var í eigu Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis og Renötu Vilhjálmsdóttur konu hans, hefur nú verið breytt í gistiheimili ásamt fleiri húsum í nágrenni við það. Jón Bjarnason organisti í Skálholti hafði forgöngu um að yfirfara flygillinn í Aratungu, sem er af Grotrian Steinweg gerð. Hann var keyptur af Tónlistarfélagi Reykjavíkur á árabilinu frá 1965 til 1970 en hann mun vera frá árinu 1959. Það hefur því trúlega verið kominn tími á yfirhalninguna, Það liggur náttúrulega í aug- um úti að lokaritgerð Þrúðu hlýtur að fjalla um aðalmanninn í Tungunum! Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.