Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 43

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 43
Dröfn Þorvaldsóttir í Kvistholti hélt sýningu á myndverkum sínum í Oddsstofu í Skálholtsbúðum, helgina 15. – 16. október s.l. Þar sýndi hún akrýlmyndir, leirfígúrur og postulínsmálaða bolla. Litli-Bergþór 43 sem fór fram í september, en þá skiptu Kristinn Leifsson píanóstillari og Boaz Kirchenbaum um hamra og strengi í flyglinum. Af því tilefni hélt Jón tónleika í Aratungu þann 1. október, þar sem hann lék píanótónlist og sýndi meðfram skýja- og náttúruljósmyndir sem hann hefur tekið. Ríkið kaupir Geysissvæðið. Þann 7. október undirrituðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf., samning um kaup ríkisins á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Óvíst er hvað ríkið mun greiða landeigendafélaginu fyrir svæðið en samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. Hallgrímskirkju og Arnar Jónsson, leikari. Egill hélt útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 26. nóvember. Diskurinn er til sölu á www.egillpalsson.com. Þar er einnig hægt að hlusta á brot úr lögunum og fræðast um diskinn og tilurð hans. Diskurinn er einnig seldur í Bjarnabúð. Í nóvember bættist í ruslatunnuflóruna við heimili Tungnamanna er dreift var tunnum með grænu loki sem ætlaðar eru undir plast. Egill og Júlía Freydís, dóttir hans, flytja lagið „Mamma ætlar að sofna“ á útgáfu- tónleikunum. Kvenfélag Biskupstungna hélt sinn árlega jólamarkað í Aratungu laugardaginn 26. nóvember. Sú nýbreytnin var á markaðnum í ár að haldin var piparkökuhúsakeppni. Bárust fjögur hús í keppnina og bar Ellisif Bjarnadóttir sigur úr býtum. Haraldur Kristjánsson, bóndi í Einholti hefur gefið Bláskógabyggð höfðinglega gjöf að upphæð 10 milljónir króna sem varið verður til að betrumbæta húsnæði eldri borgara í kjallara Bergholts í Reykholti. Andlát Leiðrétting. Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði að rangt var farið með föðurnafn Bjarna Sveinssonar á Helgastöðum í andlátsfrétt um hann. Birtist tilkynningin því hér aftur leiðrétt. Aðstandendur Bjarna eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Bjarni Sveinsson frá Helgastöðum lést föstudaginn 8. apríl. Útför hans fór fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 22. maí. Jarðsett var að Ólafsvöllum á Skeiðum. Jónína Sigríður Jónsdóttir frá Lindarbrekku lést laugardaginn 13. ágúst. Útför hennar fór fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 19. ágúst. Jarðsett var í Skálholtskirkjugarði. Guðni Karlsson frá Gýgjarhóli lést miðviku- daginn14. september. Útför hans fór fram frá Skálholtsdómkirkju þriðjudaginn 20. september. Furðufuglar Drafnar. Glæsileg piparkökuhús. Egill Árni Pálsson, ættaður úr Laugarási, hefur gefið út hljómdiskinn Leiðslu, með einsöngs- og tvísöngsperlum. Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó og Sophie Schoonjans á hörpu. Auk Egils koma fram þau Kristinn Sigmundsson, Oddur Arnþór Jónsson, Júlía Freydís Egilsdótt- ir, Karlakórinn Þrestir, félagar út Mótettukór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.