Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 6
6 26. október 2018FRÉTTIR
235.000.000 kr.
FOSSALEYNIR 16, 112 REYKJAVÍK
Bjart og rúmgott atvinnuhúsnæði miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu samtals 936,4 fm, þar af
skrifstofuhúsnæði, á 2.hæðum, alls 636,2 fm og
iðnaðarhúsnæði, 2 bil með innkeyrsluhurðum,
alls 300,2 fm
Allar nánari upplýsingar veitir Halla fasteignasali
s. 659 4044, halla@gimli.is
Tegund
Stærð
Atvinnuhúsnæði
936 M2
Bjó
ðu
m
up
pá
frít
t s
ölu
ve
rðm
at
gimli.is / Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is
Næsti kafli
hefst hér
B
reska hljómsveitin Cold-
play fagnar 20 ára starfsaf-
mæli með sérstakri útgáfu,
The Butterfly Package, eða
Fiðrildapakkanum, sem kem-
ur út 7. desember. Pakkinn inni-
heldur heimildarmynd, tvo diska
með „live“ upptökum og mynd
frá tónleikum. Þetta er pakki sem
allir aðdáendur Coldplay þurfa
að eignast.
Það sem vekur þó athygli okk-
ar Íslendinga er að kápa pakk-
ans er hönnuð af Kristjönu S.
Williams, sem er margverðlaun-
aður íslenskur hönnuður. Kristj-
ana býr í London, en hún útskrif-
aðist sem grafískur hönnuður
frá Central St Martin´s. Tvítug
opnaði hún verslunina Beyond
The Walley og árið 2012 opnaði
hún eigið hönnunarstúdíó, KSW
Studio.
Hönnun hennar hefur vak-
ið mikla athygli, en hún hef-
ur hannað fatnað, heimilisvöru,
veggfóður, vegglistaverk, hús-
gögn og fleira. Hún hefur einnig
tekið þátt í fjölmörgum stórum
sýningum, meðal annars London
Design Festival.
Myndin fyrir Coldplay er
klippimynd (collage) sem
inniheldur fjölda sjónrænna
myndefna sem dregin eru af
listaverkum hljómsveitarinnar,
myndböndum og sögu hennar. n
„Þetta er ekki fallegasta
app í heimi en það virkar“
É
g lenti ekki í neinu mis-
jöfnu en mér fannst þörf á
vettvangi þar sem fólk gæti
með einföldum hætti komist
sannarlega að því hvort iðnaðar-
maðurinn sem það skiptir við væri
sannarlega með réttindi eða ekki.
Það er mjög erfitt fyrir fólk að nálg-
ast þessar upplýsingar og því vildi
ég skapa vettvang þar sem fólk þarf
ekki að hafa áhyggur,“ segir Hjálm-
ar Friðbergsson í samtali við DV.
Hjálmar, sem starfar sem lager-
starfsmaður hjá Actavis, stofnaði
Facebook-hópinn Iðnaðarmenn
Íslands fyrir nokkrum árum og fór
síðan alla leið með því að gefa út
samnefnt app í kjölfar mikilla vin-
sælda síðunnar en tæplega 6.000
Íslendingar eru í hópnum. Í app-
inu geta landsmenn, sem þurfa
á hjálp iðnaðarmanns að halda,
sett inn upplýsingar um verkið og
mögulega fengið tilboð í verkið frá
skráðum iðnaðarmanni.
Fær myndir af prófskírteinum
iðnaðarmanna
„Ég hélt fyrst utan um skrán-
ingarnar á Facebook-síðuna í
gegnum Google Docs. Þá voru
rúmlega 200 iðnaðarmenn skráð-
ir. Síðan ákvað ég að fara fram á að
fá sönnun fyrir því að viðkomandi
aðili væri með tilskilin réttindi. Þá
fækkaði skráningunum um helm-
ing,“ segir Hjálmar. Flestir iðnað-
armennirnir sendu til hans ljós-
myndir af skírteinum sínum til
þess að sanna menntun sína. „Ég
læt það duga, enda þyrftu menn
að vera ansi bíræfnir til þess að
fara að falsa slík skírteini,“ seg-
ir Hjálmar. Í dag eru 186 iðnaðar-
menn á skrá hjá Hjálmari og sífellt
fleiri notendur nýta sér appið.
„Þetta er ekki fallegasta app í
heimi en það virkar og kemur við-
skiptavinum saman við iðnaðar-
menn. Það er eini tilgangurinn, að
koma fólki sem þarf hjálp saman
við iðnaðarmenn sem sannarlega
eru með tilskilin réttindi. Sjálfur
tengdist ég engum iðnaðarmönn-
um og hef engar tekjur af þessu.
Þetta er í raun og veru áhugamál
og ég lít á þetta sem þjónustu við
samfélagið,“ segir Hjálmar. Hann
segir að aðstæður í þjóðfélaginu
séu þannig að iðnaðarmenn geti
valið úr verkefnum. „Það þarf því
bara lítill hluti að leita að verkefn-
um með þessum hætti. En á móti
kemur þá geta þetta verið stutt ver-
kefni sem henta vel til að fylla upp
í dauða tíma,“ segir Hjálmar. n
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Kristjana hannar kápu
afmælispakka Coldplay
Iðnaðarmenn Íslands.
Lagerstarfsmaður
og frumkvöðull
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is