Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 6
6 26. október 2018FRÉTTIR 235.000.000 kr. FOSSALEYNIR 16, 112 REYKJAVÍK Bjart og rúmgott atvinnuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu samtals 936,4 fm, þar af skrifstofuhúsnæði, á 2.hæðum, alls 636,2 fm og iðnaðarhúsnæði, 2 bil með innkeyrsluhurðum, alls 300,2 fm Allar nánari upplýsingar veitir Halla fasteignasali s. 659 4044, halla@gimli.is Tegund Stærð Atvinnuhúsnæði 936 M2 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at gimli.is / Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst hér B reska hljómsveitin Cold- play fagnar 20 ára starfsaf- mæli með sérstakri útgáfu, The Butterfly Package, eða Fiðrildapakkanum, sem kem- ur út 7. desember. Pakkinn inni- heldur heimildarmynd, tvo diska með „live“ upptökum og mynd frá tónleikum. Þetta er pakki sem allir aðdáendur Coldplay þurfa að eignast. Það sem vekur þó athygli okk- ar Íslendinga er að kápa pakk- ans er hönnuð af Kristjönu S. Williams, sem er margverðlaun- aður íslenskur hönnuður. Kristj- ana býr í London, en hún útskrif- aðist sem grafískur hönnuður frá Central St Martin´s. Tvítug opnaði hún verslunina Beyond The Walley og árið 2012 opnaði hún eigið hönnunarstúdíó, KSW Studio. Hönnun hennar hefur vak- ið mikla athygli, en hún hef- ur hannað fatnað, heimilisvöru, veggfóður, vegglistaverk, hús- gögn og fleira. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum stórum sýningum, meðal annars London Design Festival. Myndin fyrir Coldplay er klippimynd (collage) sem inniheldur fjölda sjónrænna myndefna sem dregin eru af listaverkum hljómsveitarinnar, myndböndum og sögu hennar. n „Þetta er ekki fallegasta app í heimi en það virkar“ É g lenti ekki í neinu mis- jöfnu en mér fannst þörf á vettvangi þar sem fólk gæti með einföldum hætti komist sannarlega að því hvort iðnaðar- maðurinn sem það skiptir við væri sannarlega með réttindi eða ekki. Það er mjög erfitt fyrir fólk að nálg- ast þessar upplýsingar og því vildi ég skapa vettvang þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggur,“ segir Hjálm- ar Friðbergsson í samtali við DV. Hjálmar, sem starfar sem lager- starfsmaður hjá Actavis, stofnaði Facebook-hópinn Iðnaðarmenn Íslands fyrir nokkrum árum og fór síðan alla leið með því að gefa út samnefnt app í kjölfar mikilla vin- sælda síðunnar en tæplega 6.000 Íslendingar eru í hópnum. Í app- inu geta landsmenn, sem þurfa á hjálp iðnaðarmanns að halda, sett inn upplýsingar um verkið og mögulega fengið tilboð í verkið frá skráðum iðnaðarmanni. Fær myndir af prófskírteinum iðnaðarmanna „Ég hélt fyrst utan um skrán- ingarnar á Facebook-síðuna í gegnum Google Docs. Þá voru rúmlega 200 iðnaðarmenn skráð- ir. Síðan ákvað ég að fara fram á að fá sönnun fyrir því að viðkomandi aðili væri með tilskilin réttindi. Þá fækkaði skráningunum um helm- ing,“ segir Hjálmar. Flestir iðnað- armennirnir sendu til hans ljós- myndir af skírteinum sínum til þess að sanna menntun sína. „Ég læt það duga, enda þyrftu menn að vera ansi bíræfnir til þess að fara að falsa slík skírteini,“ seg- ir Hjálmar. Í dag eru 186 iðnaðar- menn á skrá hjá Hjálmari og sífellt fleiri notendur nýta sér appið. „Þetta er ekki fallegasta app í heimi en það virkar og kemur við- skiptavinum saman við iðnaðar- menn. Það er eini tilgangurinn, að koma fólki sem þarf hjálp saman við iðnaðarmenn sem sannarlega eru með tilskilin réttindi. Sjálfur tengdist ég engum iðnaðarmönn- um og hef engar tekjur af þessu. Þetta er í raun og veru áhugamál og ég lít á þetta sem þjónustu við samfélagið,“ segir Hjálmar. Hann segir að aðstæður í þjóðfélaginu séu þannig að iðnaðarmenn geti valið úr verkefnum. „Það þarf því bara lítill hluti að leita að verkefn- um með þessum hætti. En á móti kemur þá geta þetta verið stutt ver- kefni sem henta vel til að fylla upp í dauða tíma,“ segir Hjálmar. n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Kristjana hannar kápu afmælispakka Coldplay Iðnaðarmenn Íslands. Lagerstarfsmaður og frumkvöðull Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.