Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 28
28 FERÐALÖG 26. október 2018
HALLGRIMUR
HELGASON.
SEXTIU KILO
af SLSKINI.
H
A
LLG
RIM
UR
H
ELGA
SO
N.
SEX
T
IU K
ILO
af S
LSK
INI.
1
HEILDARLISTI
17.-24. október
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Mæla með ferðalögum til
Sri Lanka, Simbabwe og Belís
n Árlegur listi Lonely Planet um spennandi áfangastaði n Þýskaland líklegt til vinsælda
Sri Lanka
Eftir að rúmlega tveggja áratuga
borgarstyrjöld lauk í Sri Lanka í
maí 2009 hefur landið smátt og
smátt opnast fyrir ferðalöngum.
Þar er ótrúlegur suðupunktur
menningar auk þess sem náttúr-
an og dýralífið er engu líkt. Þá eru
helstu baðstrandir Sri Lanka tald-
ar afar fallegar og landið er sagt
vera paradís fyrir þá sem stunda
brimbretti.
Þýskaland
Þjóðverjar hafa löngum verið þekkt-
ir fyrir að vera agaðir og skilvirkir,
sérstaklega þegar kemur að hvers-
konar framkvæmdum. Undantekn-
ingin sem sannar þá reglu er upp-
bygging alþjóðaflugvallar í Berlín
sem enginn getur kynnt sér ógrát-
andi. En hvað sem því líður þá eru
Þjóðverjar höfðingjar heim að sækja
og þar er margt að sjá og skoða. Þá
eru þeir miklir áhugamenn um
bjórdrykkju og pylsuát.
Simbabwe
Simbabwe hefur iðulega ratað í
heimsfréttirnir fyrir spillingu og
óðaverðbólgu en það gleymist
gjarnan að landið er eitt hið ör-
uggasta fyrir ferðalanga í Afríku.
Náttúran þar er stórbrotin, ekki
síst hinir mögnuðu Viktoríufossar.
Þá eru heimamenn víst einstak-
lega gestrisnir.
Panama
Það eru ekki bara íslenskir áhuga-
menn um bókhaldstrikk sem hafa
áhuga á Panama. Heimsbyggð-
in öll þráir að ferðast þangað.
Hvítar strandir, magnaðir regn-
skógar og margbrotin menning er
meðal annars það sem er í boði í
Panama. Þá geta áhugamenn um
fraktflutninga horft á skip sigla um
Panamaskurðinn dögum saman.
Árið 2019 eru stórbrotin hátíða-
höld á döfinni í landinu sem mun
fagna 500 ára sögu sinni með alls-
herjarveisluhöldum.
Kyrgystan
Kyrgystanar hafa gert byltingu í
samgöngumálum í landi sínu og
ferðalangar eru farnir að átta sig
á að landið býður upp á ótrúlega
ósnortna náttúru. Landið er perla
sem er ekki lengur falin.
Jórdanía
Jórdanía hefur uppá margt að
bjóða, ótrúlegt eyðimerkurlands-
lag Wadi Rum, eitt af sjö undr-
um veraldar í Petru, stórborgina
skemmtilegu Amman, einstaka
gestrisni heimamanna og humm-
us eins og hver getur í sig látið.
Indónesía
Indónesía er samansett af rúm-
lega 17 þúsund eyjum og því segir
sig nánast sjálft að allir geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi í þeirri
paradís. Þá hafa stjórnvöld fjár-
fest gríðarlega í innviðum lands-
ins til þess að auðvelda íbúum,
sem og ferðamönnum, að ferðast
um landið. Þá er nú ríkisborgur-
um 169 þjóðlanda heimilt að ferð-
ast til landsins án þess að sækja
fyrirfram um vegabréfsáritun.
Hvíta-Rússland
Hvíta-Rússland er falin perla í
Evrópu og þar er margt að sjá og
skoða. Höfuðborgin Minsk skartar
fallegum gömlum bæ, þar eru líf-
leg kaffihús og listasöfn auk þess
sem sú upplifun að skella sér út á
næturlífið er víst eins og að stíga
upp í tímavél og ferðast til ársins
1999.
Saó Tóme og Principe
Þetta afríska lýðveldið, sem sam-
anstendur af tveimur eyjum utan
stranda Gabon, er tekið sem dæmi
um stað sem er algjör paradís en
fáir heimsækja. Það gæti verið að
breytast. Ótrúlegt landslag, fal-
legar strandir og spennandi frum-
skógar.
Belís
Mið-Ameríkuríkið státar af næst
stærsta kóralrifi heims innan sinn-
ar landhelgi auk þess sem landið
er þekkt fyrir ótrúleg hellakerfi
sem vert er að skoða. Þrátt fyr-
ir það hafa ferðamenn ekki veitt
landinu sérstaka athygli en starfs-
menn Lonely Planet telja að það
muni breytast á næsta ári. n
Borgir sem Lonely
Planet mælir með að
ferðalangar heimsæki:
1. Kaupmannahöfn, Danmörk
2. Shenzhen, Kína
3. Novi Sad, Serbía
4. Miami, Bandaríkin
5. Kathmandu, Nepal
6. Mexíkóborg, Mexíkó
7. Dakar, Senegal
8. Seattle, USA
9. Zadar, Króatía
10. Meknes, Morokkó
F
erðafíklar eru alltaf spennt-
ir þegar ferðabókafyrirtækið
heimsfræga, Lonely Planet,
birtir árlega lista sína yfir
bestu áfangastaði næsta árs, bæði
lönd og borgir. Sri Lanka varð fyr-
ir valinu sem það land sem ferða-
langar ættu helst að renna hýru
auga til og systurborg okkar, Kaup-
mannahöfn, varð fyrir valinu sem
mest spennandi borgin. Senni-
lega eru ólíkari staðir vandfundir
og þannig eru líka listarnir, blanda
af áfangastöðum sem Íslendingar
þekkja vel og síðan afar framandi
slóðir.
Topp 10 löndin sem Lonely
Planet mælir með árið 2019:
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Viktoríufossar eru ótrúlegt náttúruundur.
Panamaborg er lífleg og skemmtileg.
Petra í Jórdaníu er eitt af sjö undrum veraldar.
Afríkuríkið Saó Tóme og Principe er falin paradís.
Indónesía er einn af
heitustu áfanga-
stöðum næsta árs.
Berlín er frábær borg.