Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 26. október 2018 • Bókhald • Afstemmingar • Ársreikningar BÓKHALD • Launavinnsla • Árshlutauppgjör • Virðisaukaskattsskil 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI sjómanna sem vöktu mikla eftir- tekt og var hún hvött til að láta til sín taka á þeim vettvangi. Það sem hún hefur einna helst gagnrýnt varðandi stéttarfélög sjó- manna er hversu illa undirbúnir forsvarsmenn félaganna eru þegar þeir ganga að samningaborðinu. „Sjómenn eru eftir á hvað varð- ar mörg réttindi sem landverka- fólki þykja sjálfsögð. Til dæmis varðandi veikindarétt, veikinda- rétt barna, slysarétt, lífeyrissjóðs- réttindi, orlofsréttindi og fleira. Við störfum jú eftir hlutaskipta- kerfi en það breytir því ekki að við erum í launþegasambandi við at- vinnurekendur okkar.“ Annað sem Heiðveig nefnir er hvernig Sjómannafélagið sjálft starfar á ógegnsæjan og ólýð- ræðislegan hátt. „Mér fannst algjörlega ga- lið að eftir svona langt verkfall þá höfðu þeir 40 tíma til að meta þessa samninga og kjósa um þá. Kosningin var ekki einu sinni raf- ræn heldur þurfti að mæta á skrif- stofuna. Þá var leitað til mín um möguleika á að kæra atkvæða- greiðsluna sem ég leiðbeindi mönnum með, en það var ekkert úrskurðarvald heldur urðu þeir að kæra félagið til þess sjálfs.“ Af hverju viltu verða formaður Sjómannafélagsins? „Af því að ég tel að það þurfti nýtt blóð þarna inn, nýjar áhersl- ur, faglegri nálgun og breytt vinnu- brögð. Ég tel mig fullkomlega geta klárað það. Ég hef óbilandi áhuga á málefnum sjómanna sem og óbilandi þörf til að leiða mál til lykta. Að kafa djúpt í mál eins og lög, lögskýringargögn og söguna á bak við lagasetningar er eitt af mínu uppáhalds,“ segir Heiðveig. „Eitt það helsta sem skortir á er að miðla upplýsingum um félagið til félagsmanna. Þar er mjög torvelt að fá þær, hvort sem er á heimasíð- unni eða með öðrum leiðum. Þeir sem stjórna þarna fara með félag- ið eins og það sé þeirra eigið, enda búnir að gera það í langan tíma. Kjarabarátta snýst ekki um það að berja í borðið heldur að vera undirbúinn og skipulagður þegar maður leggur fram sínar kröfur. Viðsemjendur okkar, SFS, koma alltaf vel undirbúin á fundi og eru komin fram úr okkur. Þeir eru líka sameinaðir á meðan við erum sundruð í um tuttugu félög. Ég myndi vilja sameina alla sjómenn í eitt félag og taka þá mjög opnar og góðar umræður um það með hvaða hætti sé best að gera það, þá með aðkomu þeirra sem eiga fé- lögin, félagsmannanna sjálfra.“ Skrípaleikurinn Eftir að Heiðveig kynnti framboð sitt og síns lista nýverið, var regl- um félagsins um kjörgengi skyndi- lega breytt á heimasíðunni. Mest íþyngjandi ákvæðið var að þriggja ára vera í félaginu var gerð að skil- yrði fyrir kjörgengi til formanns, og var Heiðveig ásamt mörgum öðr- um þar með útilokuð. „Margir hverjir töldu að þeir væru að fara inn í félagið á full- um réttindum rétt eins og tekið er fram á heimasíðu og í samtöl- um við starfsmenn skrifstofu,“ seg- ir hún. Þegar Heiðveig spurðist fyrir um þetta var henni tjáð að reglun- um hefði verið breytt á síðasta að- alfundi, fyrir nærri ári síðan, en ekki var hægt að veita aðgang að fundargerð heldur einungis senda ljósmyndir af stílabók með áprent- uðum skjölum. „Þetta eru algjörlega óboðleg og ólögleg vinnubrögð og það þarf að taka efnislega umræðu um þetta. Að breyta lögum stéttarfélags á heimasíðu og án heimildar aðal- fundar. Á þessum ljósmyndum er aðeins að finna eina breytingu af átta sem voru gerðar á heimasíð- unni. Ég set einnig stórt spurn- ingarmerki við þessa fundargerð í ljósi þess hversu erfitt var að fá hana og að lagabreytinga er ekki getið í fundarboði eins og lögin kveða á um. Auk þess skrifar for- maðurinn, Jónas Garðarsson, einn undir þó að fundarritari í stjórn fé- lagsins eigi að gera það líka sam- kvæmt lögunum. Þessi skrípaleik- ur í kringum þessi lög og kynningu þeirra hefur gert þau óstarfhæf og greinar stangast á.“ Telur þú að fundargerðin hafi verið fölsuð? „Nei, ég hef aldrei sagt það. En ég set spurningu við gildi fundar- gerðarinnar sjálfrar miðað við þennan skrípaleik og þessar sjö aukabreytingar sem allar varða réttindi félagsmanna og núver- andi stjórn.“ Heldur þú að þetta sé gert til að halda þér frá stjórninni? „Já, og ekki aðeins mér heldur öllum sem vilja breytingar og vilja láta til sín taka.“ Hvað er verið að fela? Núverandi stjórn kynnti áætlun um sameiningu sjómannafélaga í ársbyrjun 2019 og Heiðveig seg- ir að flestir félagsmenn hafi kom- ið af fjöllum. Hún sé þó líkt og flestir fylgjandi því að sjómenn starfi saman í stéttarfélagi. Eft- ir að kjörgengismálið komst í há- mæli hafa þrjú félög dregið sig út úr þeim viðræðum í bili og Jónas hefur kennt Heiðveigu persónu- lega um það uppnám. „Hann hefur verið að tjá sig um þetta í dagblöðum og í út- varpi og vill meina að þetta sé mér að kenna. Það er í besta falli van- þekking á málinu og í versta falli yfirgengilegur hroki að heimfæra þessi slit á viðræðunum á mig, eingöngu vegna þess að ég bendi á rangfærslur í lögunum og óska eft- ir skýringum. Ég var ekki á þessum aðalfundi, vegna þess að ég var á sjó,“ segir Heiðveig og brosir. Jónas hefur sagst ekki ætla að gefa kost á sér áfram en mun samt sinna starfi formanns út árið 2019. Heiðveig og hennar fólk hefur kall- að eftir afsögn núverandi stjórnar og segir hún: „Það er vegna þeirra alvarlegu aðgerða sem þeir virðast hafa far- ið í til þess að halda upplýsing- um frá okkur félagsmönnum og mögulega reyna að afvegaleiða umræðuna. Það er samt sem áður mikilvægt að mínu mati, þá algjör- lega óháð persónum og leikend- um í þessu leiðindamáli, að fráfar- andi formaður sitji í tæpt ár frá því að ný stjórn er kosin. Hvort sem hann kýs sjálfur að hætta eða verði kosinn frá. Þetta ár er vinnuár í undirbúningi næstu samninga- lotu, þar sem samningar renna út í lok árs 2019.“ Heiðveigu er mikið niðri fyr- ir um af hverju staðan er þessi en stendur þó keik. „Ég skil ekki af hverju staðan er þessi. Ég hef öskrað á það að fá að taka þátt í störfum þessa félags, átt samtöl, komið með ábendingar og fleira. Aðrir hafa líka reynt en það er ekki hlustað á fólkið og okk- ur virðist einhvern veginn haldið viljandi frá, kannski af því að við erum ekki já-manneskjur,“ segir Heiðveig ákveðin. „Ég veit ekki við hvað þeir eru hræddir, hvort þeir séu að fela eitt- hvað eða séu hræddir við að ein- hver sinni starfinu betur. Þessi viðbrögð, þessar ofsafengnu persónuárásir og rangfærslur sem núverandi formaður setur fram í fjölmiðlum gefa að sjálfsögðu til- efni til þess að halda að það sé ver- ið að fela eitthvað. Sá málflutning- ur sem ég hef borið fram varðandi þetta mál hefur aldrei verið hrak- inn. Þessu er frekar svarað með persónulegum árásum og skít- kasti. Til dæmis að ég sé útsendari útgerðarinnar, reynslulaus og fleira í þeim dúr. Það er í raun- inni verið að segja: Hvað er þessi kelling að tuða? Hann afvegaleið- ir umræðuna af því að hann getur ekki svarað þessu með málefna- legum rökum og vísun í gögn. Það var búið að vara mig við því að það yrði spilaður „ljótur leikur“ en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að leikurinn yrði svona.“ Trúnaðarmannaráð Sjómanna- félagsins mun tilkynna A-lista fyrir 5. nóvember og mun þá óska eft- ir mótframboðum. Kosið verður á skrifstofu félagsins frá 24. nóvem- ber til 10. janúar. Áttu von á því að ykkar lista verði hafnað? „Alveg eins, miðað við mál- flutning þeirra og rökleysur. Hins vegar lít ég svo á að framboð okkar sé löglegt þar sem lögin stangast á. Til stuðnings hef ég fengið tvö lög- fræðiálit sem staðfesta það. Ég hef því óskað eftir að trúnaðarmanna- ráð taki á þessari spurningu.“ n „Maður áfellist alltaf þann sem er að fara, það er eðlileg til- finning og ég upplifði það fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.