Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 8
8 26. október 2018FRÉTTIR www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic SAKA NUDDARA ÍSLENSKU STJARNANNA UM KYNFERÐISOFBELDI J óhannes Tryggvi Sveinbjörns- son hefur verið kærður til lög- reglu fyrir kynferðisbrot af minnst þremur konum. Þá hafa yfir tuttugu konur leitað til Sig- rúnar Jóhannsdóttur lögmanns og saka Jóhannes um kynferðisbrot. Jóhannes rekur fyrirtækið Postura sem sérhæfir sig í meðhöndlun á slæmri líkamsstöðu og lagfæringar á verkjum í stoðkerfi. Jóhannes er afar vinsæll, bæði hjá almenningi og eins fræga fólkinu. Samkvæmt heimildum DV hefur Jóhannes í þrígang verið kærður áður og sak- aður um kynferðisbrot enn öll þau mál voru látin niður falla. Aldrei hefur eins stórt mál sem inniheldur jafn alvarlegar ásakanir komið upp í þessum geira fyrr. Nýju kærurnar og meint brot eiga hafa verið framin þegar konurnar voru í meðferð hjá Jóhannesi. DV skoðaði málið Fyrir rúmu ári ræddu blaðamenn DV við þrjár konur sem sökuðu Jó- hannes um kynferðisbrot. Án þess að farið verður í saumana á því hér taldi ritstjórn rétt að bíða með þá frétt og fylgjast með framvindu málsins. Fréttablaðið hóf svo að fjalla um Jóhannes í síðustu viku án þess að greina frá nafni hans. Þar kom fram að eftir fyrstu frétt Frétta- blaðsins stigu sjö konur til viðbótar fram og sökuðu hinn fræga sjúkra- nuddara um kynferðisofbeldi. Þá var rætt við Björn Leifsson eiganda World Class sem lét Jóhanes fara eftir aðeins um viku í starfi við að hnykkja og meðhöndla viðskipta- vini. Konráð Valur Gíslason, einka- þjálfari hjá World Class, sagði: „Þetta kom upp þegar ung stúlka, um 16-17 ára, var í meðferð hjá honum þegar hann starfaði hjá World Class. Eftir meðferðina sagði hún kærasta sínum frá sem hringdi hingað inn og kvartaði yfir mann- inum,“ segir Konráð. „Ég vissi af þremur konum í þjálfun hjá mér sem höfðu farið til hans og lent í einhverju misjöfnu.“ Sigrún Jóhannsdóttir réttar- gæslumaður kvennanna sagði í samtali við Fréttablaðið: „Til mín hafa nú leitað alls sautján konur. Sjö þeirra hafa nú þegar mætt í skýrslu- töku hjá lögreglunni og þrjár hafa beðið þess að gefa skýrslu síðan í apríl. Nokkrar eru að meta stöðu sína,“ sagði Sigrún Jóhannsdótt- ir, lögmaður og réttargæslumað- ur kvennanna, í samtali við Frétta- blaðið í síðustu viku. Sigrún segir í samtali við DV að wwnú hafi yfir 20 konur leitað til hennar. Kærurnar eru minnst þrjár en samkvæmt heimildum DV eru fjórar kærur á borði lögreglu. Þá hefur Jóhannes verið kærður áður en þau mál fóru ekki fyrir dóm. Sig- rún segir í samtali við DV: „Þær eru fleiri, ég er að tala við fleiri konur á hverjum degi sem lýsa því hvernig hann braut á þeim. Ég er ekki búin að taka það saman hvað þær eru margar, þær eru orðn- ar fleiri en tuttugu, en ég hef síðan heyrt um fleiri konur.“ Hvað eru margar búnar að kæra til lögreglu? „Það er svo stutt síðan þetta fór af stað, þetta tekur allt sinn tíma, það eru nokkrar sem eru búnar að fá tíma í skýrslutöku.“ Jóhannes steinhissa á konunum Steinbergur Finnbogason, lög- maður Jóhannesar, segir í sam- tali við DV að skjólstæðingur sinn hafi komið af fjöllum þegar hann heyrði af þessu. „Þetta er um margt sérstakt mál og auðvitað ber þar hæst að bakgrunnur þess virðist í raun auglýsing að undirlagi lög- manns kvennanna eftir hugsanleg- um skjólstæðingum og um leið við- skiptavinum. Það er sem sagt verið að safna liði til höfuðs einum til- teknum einstaklingi. Í öðru lagi eru engar staðfestingar komnar fyrir því að 17 konur hafi svarað auglýsingu lögmannsins enda þótt hann hafi kosið að upplýsa um þann fjölda í fjölmiðlum. Sjálfum er mér kunn- ugt um þrjár konur sem telja að á sér hafi verið brotið eða að minnsta kosti upplifað óþægt andrúmsloft og um leið tilfinningu í meðhöndl- uninni.“ Sigrúnu var orða vant þegar blaðamaður spurði hana hvort það gæti verið að hún sé að safna liði gegn Jóhannesi. „Ég hafna því al- farið. Mikill er máttur lögmanns að geta safnað saman hópi kvenna til að koma fram með svona ásakanir. Það er fráleitt. Svona orð dæma sig sjálf,“ segir Sigrún. Allir í bransanum heyrt um Jóhannes Jóhannes er ekki meðlimur í osteópatafélagi Íslands, Sjúkra- nuddarafélagi Íslands eða Kírópraktorafélagi Íslands. Öll þessi félög segjast hafa heyrt af honum sögur og sverja hann af sér. „Þessi félög finna sig knúin til að tjá sig um málið og verja sína fé- lagsmeðlimi. Meðlimir innan allra félaganna hafa heyrt fjöldann allan af sögum frá skjólstæðingum sín- um um óeðlilega starfshætti frá þessum manni. Við höfum fengið til okkar fólk sem hafa leitað álits um það hvort aðferðir sem hann beitir þyki eðlilegar. Við fordæm- um svona starfsaðferðir,“ segir í yf- irlýsingu frá Osteópatafélaginu og Sjúkranuddarafélaginu. Egill Þor- steinsson, formaður Kírópraktora- félags Íslands, vildi ekki ræða málið við blaðamann DV og vísaði í um- mæli sín í Fréttablaðinu um að Jó- hannes tengdist stétt kírópraktora ekki á neinn hátt. Haraldur Magnússon, formað- ur Ostreópatafélags Íslands, sagði í samtali við DV að allir í bransanum hefðu heyrt um hann. „Ég held að hver einasti meðhöndlari hafi heyrt sögur af honum,“ segir Haraldur. „Þar sem hann er ekki okkar félags- Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.