Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Búnaðarstofa Matvælastofnunar
auglýsir eftir umsækjendum um
stuðning til söfnunar ullar. Varið
verður tæpum 68 milljónum króna
til þessa í ár. Ávallt hefur verið
samið við ullarvinnslufyrirtækið Ís-
tex um þessa þjónustu enda ekki
aðrir sótt um.
Búvörusamningar bænda og
ríkisins gera ráð fyrir að hluti
styrkja fari til ullarnýtingar. Í ár er
451 milljón ætluð í það verkefni.
15% af því, tæpum 68 milljónum
kr., er varið til að fá fyrirtæki til að
annast söfnunina. Kvaðir eru lagð-
ar á fyrirtækið um að sækja alla þá
vinnsluhæfu ull sem óskað er eftir
eða auglýsa móttökustaði víða um
land og þvo hluta af henni hér-
lendis. Einnig þarf viðkomandi
fyrirtæki að safna og miðla til Mast
upplýsingum um magn og gæði ull-
ar frá hverjum og einum framleið-
enda.
Bændur fá 85% fjárhæðarinnar,
samtals 384 milljónir kr. í ár. Pen-
ingunum er skipt hlutfallslega á
milli þeirra eftir gæðum á hvert
kíló hreinnar ullar sem lögð er inn
á árinu. Mast greiðir styrkinn eftir
upplýsingum sem söfnunarfyrir-
tækið lætur í té.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kindur Bændur fá styrki út á að nýta ullina af fé sínu.
Styrkja ullarsöfnun
Hluti styrkja til ullarnýtingar fer til
söfnunar ullar frá bændum og vinnslu
Samningar Samherja um smíði á
nýju uppsjávarskipi hjá Karst-
ensens-skipasmíðastöðinni í Skagen
í Danmörku voru fullfrágengnir 4.
september. Þann dag hefðu
tvíburabræðurnir Baldvin og Vil-
helm Þorsteinssynir orðið 90 ára
gamlir, en þeir eru feður Þorsteins
Más Baldvinssonar, forstjóra Sam-
herja, og Kristjáns Vilhelmssonar,
framkvæmdastjóra útgerðarsviðs.
Baldvin lést 21. desember 1991 og
Vilhelm 22. desember 1993.
Skipið á að afhenda um mitt
sumar 2020 og verður það vel búið
í alla staði, bæði hvað varðar veiðar
og meðferð á afla, sem og vinnuað-
stöðu og aðbúnað áhafnar, segir á
heimasíðu Samherja. Burðargeta
verður um þrjú þúsund tonn af
kældum afurðum. Nýsmíðin á að
leysa af hólmi núverandi Vilhelm
Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr
til landsins fyrir 18 árum.
Afmælisdagur þeirra bræðra, 4.
september, hefur áður tengst stór-
viðburðum í sögu fyrirtækisins.
Þann 4. september árið 1992 var
nýsmíði Samherja, Baldvin Þor-
steinssyni EA 10, gefið nafn og 3.
september árið 2000 var núverandi
Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 gefið
nafn. Ástæðan fyrir því að 3.
september varð fyrir valinu var sú
að 4. september bar upp á mánu-
dag.
Mánudagar ekki heppilegir
„Hjátrú hefur lengi fylgt lífi sjó-
mannsins þar sem haldið er í hefð-
irnar til að reyna að tryggja far-
sæla heimkomu og góðan afla og
voru þeir bræður engin undantekn-
ing. Á tímabili þegar Baldvin starf-
aði sem skipstjóri þurfti hann iðu-
lega að fara í ákveðna peysu áður
en nótinni var kastað en peysuna
hafði hann erft eftir mág sinn, Al-
freð Finnbogason, hinn mikla afla-
skipstjóra.
Samherji heldur í góðar hefðir
líkt og bræðurnir Vilhelm og Bald-
vin gerðu. Til að mynda skulu skip
ekki fara til veiða á nýju ári á
mánudegi né nýr starfsmaður að
hefja störf. Það er því engin til-
viljun að gengið var frá samningum
um smíði nýs skips á þessum degi
4. september,“ segir á heimasíð-
unni. aij@mbl.is
Nýsmíði Nýtt skip Samherja leysir núverandi Vilhelm Þorsteinsson EA 11 af hólmi og verður vel búið í alla staði.
Halda í góðar hefðir
Samherji gekk frá samningum um nýtt skip á níræðisaf-
mæli feðranna „Hjátrú hefur lengi fylgt lífi sjómannsins“
Ljósmynd/Af heimasíðu Samherja
Á góðum degi Bræðurnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir í Hlíðarfjalli.
Lilja Alfreðs-
dóttir, mennta-
og menningar-
málaráðherra,
greindi frá því á
ríkisstjórnar-
fundi í gær að ís-
lenska verði
áfram kennd við
Kaupmanna-
hafnarháskóla
en áformað var
að leggja niður valnámskeið í nor-
rænum fræðum, þar með talið í ís-
lensku, forníslensku og færeysku,
vegna niðurskurðar við hugvís-
indadeild skólans.
Í frétt frá ráðuneytinu segir að
Lilja og Tommy Ahlers, mennta-
málaráðherra Danmerkur, hafi
fundað um málið og nú sé ljóst að
kennslunni verði fram haldið en
háskólinn hyggst endurskipuleggja
námið. Lilja segir að þetta séu af-
ar jákvæðar fréttir og hún sé
bjartsýn á að farsæl lausn sé í far-
vatninu sem muni tryggja að
námsframboð í íslensku verði
áfram gott við Kaupmannahafn-
arháskóla.
Kaupmannahafnarháskóli er ein
elsta menntastofnun Norður-Evr-
ópu og eini danski háskólinn þar
sem boðið er upp á nám í íslensku.
Þar er einnig varðveittur hluti
handritasafns Árna Magnússonar.
Í svörum skólans til ráðuneytisins
kemur fram að tryggt verði að
framlag til handritarannsókna
verði óskert og að skólinn muni
virða áfram sína samninga og
skuldbindingar við Stofnun Árna
Magnússonar. Fram hefur komið
að eftirspurn eftir námi í íslensku,
forníslensku og færeysku sé ekki
mikil og atvinnutækifæri fá í Dan-
mörku fyrir fólk með menntun á
þeim sviðum og því verði nauðsyn-
legt að aðlaga kennslu í fögunum
að fámennari nemendahópum.
Unnið verður að útfærslu þess í
samráði við danska menntamála-
ráðuneytið. Einnig verður hugað
að námsframboði í forn- og nú-
tímaíslensku fyrir doktorsnema við
skólann. Kaupmannahafnarháskóli
á enn fremur í góðu samstarfi við
íslenska háskóla um sumarskóla,
námskeið og kennaraskipti og mun
skólinn áfram bjóða dönskum
nemendum upp á valnámskeið í ís-
lenskum bókmenntum, bæði klass-
ískum og nútímabókmenntum.
Íslenska áfram kennd í Höfn
Lilja
Alfreðsdóttir
Mæting við styttuna af Geirfuglinum
við Valahnjúk á Reykjanesi kl. 10:45,
þriðjudaginn 11. september.
Frítt fyrir félagsmenn NLFR.
Náttúrulækningafélag
Reykjavíkur
Sölvatínsla
á Reykjanesi
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 552 8191
www.nlfi.is - nlfi@nlfi.is
Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur mun
leiðbeina í ferðinni og, kenna áhugasömum að þekkja,
tína og verka söl og annað fjörmeti. Hinrik Carl Ellertsson
matreiðslumaður, landsliðskokkur og lífskúnstner
mun einnig fræða okkur um hvernig er hægt að nýta
sjávarþang og fleira.
Áhugasamir geta haft samband í síma 860 6525 eða
sent tölvupóst á nlfi@nlfi.is