Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 ✝ Ólöf Ísleiks-dóttir, eða Lóa, fæddist í Reykjavík 2. júlí 1930. Hún lést í Brákarhlíð 26. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Fanný Þórarins- dóttir frá Herdís- arvík, f. 7. maí 1891, d. í Reykja- vík 23. ágúst 1973, og seinni maður hennar, Ísleik- ur Þorsteinsson söðlasmiður, f. Ásthildi, f. 1918, d. 2010 og Hauk, f. 1921, d. 2002 Þor- steinsbörn. Síðan voru þau þrjú alsystkynin, Sigurþór, f. 1927, d. 2009, Sesselja, f. 1928, d. 2011, og Ólöf, f. 1931, d. 2018. Ólöf giftist 17. apríl 1954 Daníel Þóri Oddssyni, f. 3. júlí 1930, d. 12 mars 2018. Dóttir Ólafar og Daníels er Guðrún Emilía Daníelsdóttir sem gift er Jóni Kristni Jakobssyni. Börn þeirra eru a) Ólöf Kristín Jónsdóttir, í sambúð með Guð- mundi Birki Kristbjörnssyni og saman eiga þau soninn Jón Anton. b) Daníel Andri Jóns- son. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. á Ártúnum á Rang- árvöllum 18. júní 1878, d. í Reykja- vík 28. nóvember 1967. Lóa átti átta hálfsystkyni sam- mæðra, þau Torf- hildi Hólm, f. 1911, d. 1917, Berghildi, f. 1912, d. 1981, Gunnhildi, f. 1913, d. 1974, Aðalsteinn Hólm, f. 1914, d. 1961, Matthildi, f. 1915, d. 1935, Þorleif, f. 1917, d. 1919, Ég sé í anda svipinn þinn. Hann síast inn í huga minn. Ég kom til þín, þú kættir mig. Með kærri þökk nú kveð ég þig. (ÓÍ) Að ætla sér að skrifa um sína elskulegu móðir, fyrirmynd, mátt- arstólpa og bestu vinkonu í nokkr- um orðum er bara ekki hægt, ég gæti skrifað heila bók um þig, elskulega mamma mín, en í örfá- um orðum og nokkrum ljóðum sem þú ortir sjálf við hin ýmsu tækifæri langar mig að minnast þín. Litir haustsins laða að, létt er stígið sporið. Eitt er víst og það er það að aftur kemur vorið. (ÓÍ) Þar sem ég sit hér og horfi á vegginn hjá mér fullan af myndum af hinum ýmsu tilefnum hrannast minningarnar upp, þú kenndir mér svo margt, þakklæti, hæv- ersku, þolinmæði, kurteisi, það að koma fram við alla eins, og af virð- ingu. Þú varst mikill og sannur mannvinur og dýravinur hinn mesti, enda hændust dýrin að ykkur pabba hvert sem þið fóruð. Vært í sinni vöggu sefur vinurinn ungi mömmu hjá. Örmum sínum um hann vefur, efnilegur er drengur sá. (ÓÍ) Elsku mamma, við brölluðum margt saman, fórum í sund, göngutúra, bíltúra, spiluðum, sungum og nutum stundarinnar. Mikil var gleðin þegar Ólöf Kristín fæddist, þið voruð alla tíð miklir mátar og góðar vinkonur og ekki var gleðin síðri þegar Daníel Andri fæddist. Ykkur pabba var svo annt um þessa tvo gullmola ykkar. Þegar ég var að alast upp varst þú alltaf til staðar. Þú ert gull sem af mun glóa, gestum öðrum betri hér. Leggur létt í afa lóa litlu hendina á þér. (ÓÍ) Þú vannst í sláturhúsinu mörg haust og þar var nú stuð og stemmari, þó svo að vinnudagur- inn væri langur. Þú vannst einnig hjá Prjónastofu Borgarness og í árabil vannstu hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, starfsævina endaðir þú svo hjá Leikskólanum Kletta- borg þar sem þú elskaðir börnin og þau þig. Margt brölluðuð þið leikskóla- gellurnar saman sem þú minntist oft á með bros á vör. Ekki á margur meiri auð mitt í glaumi glöðum. Þú ert eins og rósin rauð sem réttir úr grænum blöðum. (ÓÍ) Ævikvöldinu eydduð þið pabbi á Brákarhlíð og vil ég fyrir hönd okkar fjölskyldunnar, þakka starfsfólki þar alla hugulsemina og elskuleg heitin í okkar garð. Í birtu vorsins batnar hagur. Bestu óskir færum við. Að allur ykkur ævidagur eigi skylt við sólskinið. (ÓÍ) Elska þig, mamma mín. Þín dóttir, Guðrún. Elskulega tengdamóðir mín til rúmra 30 ára, þig hitti ég fyrst þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur þinni. Margar yndislegar stundir höfum við átt saman og minningarnar hrannast upp. Þeim ætla ég að halda fyrir mig, en eitt get ég sagt af heilum hug, að þar bar aldrei skugga á. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar á liðnum árum og bið ég góðan guð að geyma þig. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur, Jón Kristinn Jakobsson. Elsku amma mín Það er ótrúlegt hvað við erum búin að bralla saman í gegnum tíð- ina, þú hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það var gott að koma í pössun til þín, alltaf nóg af umhyggju, vídjóglápi og pönnsum. Frábær amma, mikill dýravinur og góður vinur sem fékk mann alltaf til að hlæja. Eitt ljóð í restina sem þú samd- ir til mín á skírnardaginn minn. Daníel Andri heitir hann. Heill skal honum senda. Megi sá sem öllu ann elska hann og vernda. (ÓÍ) Elska þig amma mín. Daníel Andri Jónsson. Elsku besta amma mín. Þakklæti og traust eru mér efst í huga þegar ég hugsa til tímanna sem við áttum saman. Alveg frá því ég var lítil stelpuhnáta í pöss- un hjá þér. Þú kenndir mér margt og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Á heimili ykkar afa stóðu dyrn- ar alltaf opnar fyrir okkur brósa og alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum með góðvild og hlýju í hjarta. Það var leikið, sung- ið, spilaður olsen-olsen og rabbað um daginn og veginn, ásamt sög- um af gömlum tímum þegar þú varst ung, sem ég hafði unun af að hlusta á. Ferðirnar voru ófáar um okkar einstaka land, sumarbústaðaferð- ir, Reykjavíkurferðir ásamt fleir- um. Það var alltaf gaman þar sem þú varst, alltaf brosandi og svo hláturmild að það var erfitt að stoppa. Yndislegast fannst þér þó þeg- ar Jón Anton langömmustrákur mætti í heiminn, þar brostir þú hringinn og samgladdist mér svo innilega og ég þakka svo mikið vel fyrir að hann hafi fengið að njóta nokkurra ára með þér líka. Ég lofa þér því að ég skal vera dugleg að segja honum allar sög- urnar. Ég gæti skrifað svo miklu meira, elsku amma, en ég ætla láta staðar numið hér, geyma og varðveita minningarnar okkar vel og vandlega. Ég læt hér eina vísu fljóta með eftir þig sem þú samdir til mín á fimm ára afmæli mínu. Afmælið þitt er í dag, elsku vinan kæra. Þér syngja vil ég lítið lag og litla gjöf þér færa. Fimm ára með fallegt bros, fjörug er að vanda. Ekki kemur á það los sem er á milli handa. Heldur fast við stokk og reim, stefndu bara að einu. Það er gott í þessum heim að hafa allt á hreinu. Með kveðju og hjartans þakk- læti fyrir allt og allt. Þín Ólöf Kristín Jónsdóttir. Nú er orðið áliðið sumars og til- veran að breyta um lit. Gróður fer að falla og líf móðursystur minnar, Ólafar Ísleiksdóttur, slokknar. Hún var horfin á vit gleymskunn- ar fyrir allnokkru og naut því ekki lífsins sem skyldi. Minningarnar hrannast upp, að koma til hennar og manns hennar, Daníels Oddsonar, var alltaf ljúft og skemmtilegt. Á árum áður lá leið mín oft í Borgarnes og alltaf var maður vel- kominn til þeirra hjóna í mat og kaffi. Yndislegt var fyrir mig sem verðandi móður að fylgjast með henni annast dóttur þeirra hjóna, Guðrúnu Emilíu, þvílík natni, ást- úð og væntumþykja það var unun á að horfa. Guðrún varð þeirra eina barn og uppskáru þau frábæra mann- eskju sem varð þeim til sóma í hví- vetna. Glæsileiki þessarar fjöl- skyldu og mannkostir voru eftirtektarverðir. Þau voru ekki með neitt yfirlæti eða hroka, undu vel við sitt. Stutt varð á milli fráfalls þeirra hjóna, aðeins fimm mánuðir, var það dæmigert fyrir þau bæði. Ég minnist þess sem barn hvað var alltaf gaman þegar þau komu í heimsókn á mitt æskuheimili, þá var öllu tjaldað sem til var og haft gaman af, því margs er að minn- ast. Elsku frænka mín, hafðu þakk- ir fyrir mig og mitt fólk. Við fjöl- skylda mín sendum samúðar- kveðjur til dóttur, tengdasonar, barnabarna og barnabarnabarns. Fanný Bjarnadóttir, Jón Brynjólfsson og fjölskylda. Lóa frænka í Borgarnesi, eða Ólöf Ísleiksdóttir móðursystir mín, er fallin frá aðeins örfáum mánuðum eftir að hún fylgdi manni sínum, Daníel Oddssyni, til grafar. Lóa var einstaklega ljúf kona, hún var húsmóðir af heilum hug, annaðist allt sitt af alúð og lagði sig alla fram við að ala upp og hugsa vel um Guðrúnu einkadótt- urina, Jón manninn hennar og börnin þeirra. Um miðjan aldur fór Lóa að vinna utan heimilis, m.a. á leikskólanum. Sú vinna átti einstaklega vel við hana enda var Lóa mikil barnagæla. Síðustu árin voru Lóu nokkuð strembin, sér- staklega síðasti spretturinn. Syst- urnar Lóa og mamma voru mjög samrýndar og það liðu ekki marg- ir dagar án þess að þær heyrðust, þó svo að ekki væru þær alltaf sammála. Sem unglingar unnu þær saman á nokkrum vinnustöð- um, voru duglegar og vel vinn- andi. Þær víluðu ekki fyrir sér að fara ungar að árum upp að Bifröst í Borgarfirði og vinna þar í eldhúsi á meðan á byggingu hússins stóð. Það var mikil vinna en að þeirra mati skemmtileg. Líf og fjör var í sveitinni og þar hitti Lóa einmitt hann Dadda sinn, framtíðin ráðin og leiðin lá upp í nes. Þegar þær systur voru yngri fóru þær nokk- ur sumur í sveit til föðurbróður síns og konu hans, Kristins og Jó- hönnu í Káragerði í Vestur-Land- eyjum. Þar undu þær sér vel, hvergi var fallegri fjallasýn og lífið í sveitinni meðal frændfólks þeim mjög kært. Ekki var verra að vera innan um öll dýrin enda var Lóa einstakur dýravinur. Hún laðaði til sín öll dýr, átti bæði hund og kött, gaf hestum og hröfnum. Þær systur gátu enda- laust talað um þessa gömlu daga í Káragerði, hundana, kettina, kýrnar og hestana og fátt yljaði betur en þessar góðu minningar. Lóa átti auðvelt með að setja sam- an vísur og eru þær ófáar vísurnar hennar um dýrin. Það voru forréttindi að eiga Lóu sem frænku, fá að vera hjá þeim hjónum í Borgarnesi og lifa með henni í rúm 60 ár. Þegar ég var lítil á Borgarbrautinni var ekkert of gott fyrir mig, Lóa vildi allt fyrir mig gera og það var auð- velt að fá hana á sitt band. Hún fylgdist alltaf vel með því sem ég og fjölskylda mín tókum okkur fyrir hendur. Eftir að mamma dó og á meðan Lóa hafði góða heilsu hringdi ég reglulega til hennar, spjallaði um daginn og veginn, rifjaði upp gamla tíma og alltaf kom hún inn á það hvað það væri skrítið að Silla systir væri dáin. Með henni, og systkinum hennar, Sigurþóri og Sesselju Júlíönu, hvarf Ísleikur sem föðurnafn og enginn ber held- ur það nafn í dag. Að leiðarlokum er okkur ljúft að þakka fyrir óteljandi góðar stundir og umhyggju. Með Ólöfu Ísleiksdóttur er gengin góð kona en ótal góðar minningar lifa. Innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar, Jóns og fjölskyldu. Fanný Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ólöf Ísleiksdóttir Áskær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLI SVEINN BERNHARÐSSON vélstjóri, Birkihlíð 21, áður Hátúni 10, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 23. ágúst á sjúkrahúsi á Tenerife. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. september klukkan 14. Bernharð Ólason Soffía Eiríksdóttir Hafþór Ólason Bryndís Hauksdóttir Hrafnhildur Hlöðversdóttir Brynjólfur Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR INGI JÓNSSON, Heiðarbrún 6 Keflavík lést þriðjudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 14. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitirnar. Helga Jakobsdóttir Jón Gunnar Ólafsson Hjördís Ólafsdóttir Brynjar Freyr Níelsson Eiríkur Ingi Ólafsson Sæunn Reynisdóttir Ólafur Frosti Brynjarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, UNNSTEINN ÞORSTEINSSON, Miðleiti 3, lést föstudaginn 31. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju fimtudaginn 13. september klukkan 15. Rut Árnadóttir Þorsteinn Unnsteinsson Árni S. Unnsteinsson Anna Guðmundsdóttir Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir Þorsteinn J.J. Brynjólfsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, sonar og bróður, HEIÐARS SIGMARS EIRÍKSSONAR framkvæmdastjóra. Takk fyrir allt, pabbi. Ólína Jóhanna Heiðarsdóttir Hjaltalín Theresa Heiðarsdóttir Eiríkur Hjaltason Jóhanna S. Sigmundsdóttir Helgi Eiríksson og fjölskylda Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, EDDU ÖNFJÖRÐ MAGNÚSDÓTTUR, Hólavangi 24, Hellu, sem lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands 8. ágúst. Útförin var frá Grafarvogskirku 22. ágúst. Hjalti Oddsson Anna Sigríður Hjaltadóttir Helga Oddný Hjaltadóttir Ingvi Reynir Berndsen Oddur Smári, Davíð Steinn, Bríet, Hulda og Eiríkur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR JÓHANNESSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 3. september. Útförin fer fram í kyrrþey. Björn Theodórsson Valgerður Kristjónsdóttir Helga Theodórsdóttir Örn Friðrik Clausen barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.